Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúa fólksins í skilanefndirnar!

Það blasir nokkuð við að skilanefndir bankanna eru orðnar ríki í ríkinu og eru sjálfnærandi í eðli sínu. Sjálftaka nefndarmanna á fjármunum gengur verulega fram af horaðri alþýðu. Nefndarmennirnir tilheyra hinni "Nýju Stétt", Nomenclatura sem fer sínar eigin leiðir.

Til þess að vinna að eðlilegum lyktum mála, þá legg ég til að fjölgað verði í öllum skilanefndunum um einn Alþingismann frá hverjum stjórnmálaflokki.  Þessir fulltrúar mættu fá kaup í öfugu hlutfalli við kostnaðinn við störf nefndanna.

Þetta ætti að duga til að almenningur hætti að vantreysta þessum nefndum og pukrinu  sem umlykur störf þeirra. Þarna myndi líka möguleiki opnast til að ljúka þeirri martröð spillingargruns sem þarna er til staðar.  En boðað er að sjálftökuveisla skilanefndanna haldi áfram næsta áratug eða svo. Fólkið er ekki sátt við þau vinnubrögð sem þarna viðgangast og nauðsyn á að endurreisa traustið.

Fulltrúa fólksins í skilanefndirnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband