21.8.2010 | 20:10
Skrílstefnan
Bráðum á að kveðja til einhvers þjóðfundar eftir slembiúrtaki úr þjóðskrá. Það er margbúið að reyna svona þjóðstefnur í mannkynssögunni. Þær hafa aldrei leitt til annars en að sýna það, að útkoman er skrílræði. Múgur veit ekkert hvað hann vill. "Múgur er heimskur, grimmur og stjórnlaus", sagði Pálmi Hannesson við okkur í MR þegar við höfðum verið með uppþot í bænum. "Menntamenn mega aldrei hlaupa saman í múg" sagði Pálmi ennfremur.
Allur þessi farsi Samfylkingarinnar um þjóðfund og Stjórnlagaþing er eitt allsherjar sjónarspil allt saman. Fyrst að kveðja saman skrílstefnu undir flottu nafni til að bulla um einhver mál sem mættir hafa í besta falli óljósar hugmyndir um. Og síðan eiga einhverjir aðrir, sem nenna að bjóða sig fram til stjórnlagaþings, væntanlega mest kratar og kommar, því þeir verða þeir einu sem nenna að fara á þetta og geta fengið frí úr vinnunni hjá því opinbera til þess, að fjalla um þetta svo lengi sem þeir nenna.
Stjórnlagaþingið á að fjalla eingöngu um niðurstöður þessarar skrílstefnu, sem verður sjálfsagt að hætti Kleóns sútara þjóðfundarmanns úr Aþenu hinni fornu. Síðan á að leggja tillögur fyrir Alþingi sem gerir ekkert auðvitað með þetta allt frekar en landsbyggðarþingmönnunum passar. Því auðvitað snýst þetta bara um það, hvort þeir vilji vinsamlegast láta eitthvað pínulítið af sínum völdum í lýðræðisátt. Og þá fyrir hvaða verð, því ekkert láta þeir ókeypis. Niðurstaðan verður eitthvað of lítið og of seint. Eitt allsherjar fíflarí hefði gamall vinur minn kallað þetta eins og þegar hann ræddi um íslensk stjórnmál
Þarna sólundar Samfylkingin einhverjum milljörðum í brauð og leiki handa skrílnum svo hann hætti að hugsa um uppboð, eymd og atvinnuleysi og taki ekki eftir því hvernig er verið að koma oki landsölunnar til ESB á landsmenn.
Reynslan af skrílstefnunum leiddi til þjóðirnar til fulltrúalýðræðisins eins og allar siðaðar lýðræðisþjóðir nota. En Ísland á langt í land til að verða lýðræðisríki með því misvægi atkvæða sem viðgengist hefur hér a landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 3419724
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þakka þér fyrir það, Halldór, að minna hér á misvægi atkvæða. Það varðar ekki aðeins misvægi landshluta, heldur einnig stjórnmálasamtaka, þar sem ýmis þeirra hafa gríðarlegt forskot, ekki sízt í krafti 1,3 milljarða kr. sem flokkarnir á Alþingi skammta sjálfum sér af skattfé almennings á hverju kjörtímabili, auk styrkja sem þeir taka sér í sveitarstjórnum og þiggja frá fyrirtækjum og (loks, í langminnstum mæli!) frá almennum flokksmönnum sínum.
Að nýir flokkar þurfi að ná 8-9% atkvæða í a.m.k. einhverju kjördæmi til að kma manni að, er ranglæti. Eitt kjördæmi fyrir allt Ísland!
Varðandi þjóðfundinn tel ég, að val til hans með slembiúrtaki eigi kannski að þjóna því markmiði Samspillingarinnar að ráða sem mestu um nýju stjórnlögin. Hún álítur fólk, sem valið er tilviljunarkennt, án sérstakrar þekkingar á löggjöf landsins, sennilega meðfærilegra undir leiðsögn þeirrar nefndar, sem nýlega var skipuð og hefur Samfylkingarkonuna Guðrúnu Pétursdóttur (lífeðlisfræðing) sem formann og Njörð P. Njarðvík meðal stjórnarmanna, heldur en ef sú lei yrði farin, að sérfróðir menn um lög og samfélag okkar skipuðu þann þjóðfund.
Jón Valur Jensson, 21.8.2010 kl. 21:09
Takk fyrir þetta Jón Valur
Ég var satt að segja ekki búinn að átta mig á því hversu lævíslega þeir ætla að stýra slembiliðinu.
Þeir eru búnir að ráða vinsælan skátahöfðingja sem opinberan yfirstjóra en skuggabaldrar þeirra munu í raun hafa tögl og hagldir og leiða lýðinn til þess sem eim er þóknanlegt, krötunum og Steingrími aðalritara.
Félagi Njörður mun sjá um að allt fari sem skipulegast fram að ákveðinni niðurstöðu. Og Guðrun Pétursdóttir sjarmerar kverúlantana til hlýðni með sínum elskulegheitum og fallega brosi.
Halldór Jónsson, 21.8.2010 kl. 22:00
Það eru ýmis lúmsk brögð núna viðhöfð til þess að ESBinnlimunin, gangi eins smurt fyrir sig og frekast er unnt. Nýi Stjórnsýsluskólinn, er eitt af þeim lymskubrögðum, sem eru í farvatninu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 21.8.2010 kl. 22:14
Og það óttast ég mest!
En kærar þakkir fyrir svörin, Halldór.
Jón Valur Jensson, 21.8.2010 kl. 22:15
Siðustu orð mín hér voru í beinu framhaldi af svari Halldórs.
Eins og oftast nær er ég reyndar sammála Kristni Karli líka.
Jón Valur Jensson, 21.8.2010 kl. 22:17
Það kann einhverjum að finnast þetta langsótt, með Nýja Stjórnsýsluskólann, en svo er ekki þegar, betur er að gáð.
Þegar skóli þessi er kynntur, berast af því fréttir, að ESB hyggst sjálft ákveða hvernig "styrktarfé" (les. mútufé) því verði varið er það mun leggja út fyrir innlimunnarherferðinni. ESB mun skammta, stjórnvöldum ákveðna upphæð, sem stjórnvöldum ber eingöngu að nota í áróður, aðra upphæð, sem eingöngu skal nota til stjórnsýslulagfæringa og fræðslu þeirra er í stjórnsyslunni starfa o.s.f.v.
Kristinn Karl Brynjarsson, 21.8.2010 kl. 22:25
Ég kem af fjöllum, á eftir heyra um þennan Stjórnsýsluskóla ...
Bölvuð kvikindin ...
Það verða örugglega ekki síður lymskar aðferðirnar en hjá Hákoni gamla.
Kær kveðja, Halldór minn, og þakka þér skrifin og umræðuna.
Jón Valur Jensson, 22.8.2010 kl. 00:13
Hér er linkurinn á fréttina um Stjórnsýsluskólann.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/20/starfsmenn_raduneyta_a_skolabekk/
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.8.2010 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.