Leita í fréttum mbl.is

Hvað annað?

Ég stend með síra Geir Waage um trúnaðarskyldu sálusorgara við skriftamál. Annaðhvort er trúnaður eða ekki. Hver skriftar fyrir lögreglunni nema sá sem er að gefa sig fram? Don Camillo hefði skilið þetta.

Myndi einhver leita til prestsins síns í vanda og neyð ef hann gæti alveg eins talað við lögguna? Skilur einhver lengur hugtakið bankaleynd á Íslandi eftir beintengingu skattstofunnar við bankana? Hver fótmál þitt í fjármálum er skráð. Nema þú sért bófi með svarta peninga.

Þó ég skilji ekki skriftir eða slík sambönd fólks og presta, þá finnst mér afstaða biskupsins svo arfavitlaus að engu tali tekur. Hvað þá hugmyndir séra Bjarna um að reka séra Geir.

Þarf maður að vera í Samfylkingunni eða VG til að skilja þankagang um hlutfallslegan trúnað? Hvað getur trúnaður veriða annað en trúnaður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef einhver segir við prestinn sinn að hann ætli að myrða ákveðinn mann á þá presturinn að láta sem ekkert sé? Það er ekki líklegt að slíkt gerist en álíka hugsanlegur möguleiki er á bak við þá  hugsun að í algjörum undantekningartilvikum geti aðrir hagsmunir vegið þyngra en þagnarskylda. Spurningin er hvort þagnarskyldan eigi líka að vera skilyrðislaus við slíkar aðstæður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Dingli

Ympraði á þessu í ath. hjá, Zerogirl, áðan. Ætlaði þó vart að þora út á slíkt hættusvæði. Stóra spurningin er einmitt þessi, hvar á að draga mörkin. Við barnaníð, morð, nauðganir, þjófnað á þúsund milljörðum, hafa gaman af því að setja lifandi ketti í örbylgjuofninn, stela virðisaukaskatti, landráð, dýraníð, hella seyru í vatnsból Jóns á næstabæ, og, og, og?

Biskups-tuskan, virðist í hálfgerðu losti,(skil það vel) og segir tóma dellu. Æðri dómstóll!? Guð má til með að fyrirgefa, Óla Graða, fyrst hann skapaði kallgreyið svona, hefði ég haldið. 

Dingli, 21.8.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi umræða er á villigötum!!!

Hver sér fyrir sér glæpagengin hittast að lokinni velheppnaðri uppákomu þar sem forsprakkinn segir "jæja, strákar, nú eigum við bara eftir að spjalla við prestinn okkar".

Kolbrún Hilmars, 21.8.2010 kl. 23:37

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugsum okkur að maður komi í örvæntingu sinni til einhvers séra  og segi að hann þjásit unir fýsn sinni til dóttur sinnar og hann hafi hrasað. Hann hugleiði jafnvel sjálfsmorð eða örþrifaráð þar sem hann geri sér ljóst að í honum sé óeðli, hann sé skrímsli. Hvað eigi hann að gera?

Segir prestur þá bíddu hérna maður minn, meðan ég sæki handjárnin? Eða reynir hann að finna ráð til bjargar barninu og svo manninum?

Af hverju leitar fólk til prests síns? Af hverju tjá prestar sig ekki um þetta skriftamál ef það er eitthvað mál fyrir þá að þegja yfir því sem þeir verða áskynja?

Hvað gerir þú ef vinur þinn kemur til þín og segir þér að hann sjái ekki aðra leið en að fremja morð? Hvað gerir þú? Hringir umsvifalaust í lögguna og lætur þennan vin þinn bara róa? Myndi séra Bjarni ráðleggja séra Geir að gera svo? Myndi biskupinn gera það?

Halldór Jónsson, 22.8.2010 kl. 12:18

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal


Þetta er rétt hjá þér Halldór. Presturinn getur ekki  brotið heit sitt um þagnarskyldu.  Svo getur fólk teygt þetta og togað eins og kjánum er einum lagið.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2010 kl. 16:22

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þagnarheit á við ef maður kemur til prests sem hugleiðirsjálfsmorð, morð eða níðingsverk og vill tala um það. Það á við um allar stéttir sem vinna í þessum geira að þá segir maður ekkert.

Hafi hann framið morð eða níðingsverk gilda bara allt önnur lög. Að þessi Geir skilji ekki munin á þessu tvennu gerir hann algjörlega óhæfan sem prest og í alla vinnu sem er svipuð.

Tek undir með Hrólfi. Það á engin að bregðast þagnarskyldu. Enn það á ekki að nota þögn til að ljúga að sjálfum sér og brjóta lög. Þessi Geir Waage er greinilega kjáni og það er fullt af þeim til....

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 17:18

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að mínu mati eiga prestarnir tveir sem greinir á um trúnaðarmál sálusorgarans gagnvart sóknarbarni sínu að slíðra sverðin og einbeita sér að því að uppræta barnaníð INNAN stéttar sinnar.

Að því loknu mega þeir aftur fara í hár saman - ef þeim sýnist svo.

Kolbrún Hilmars, 22.8.2010 kl. 17:40

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er ekkert öðruvísi enn að við viljum ekki hafa litblinda eða sjóndapra flugmenn eða taugaveiklaða skurðlækna.

Prestur sem er að hræra saman tveimur gjörólíkum hlutum og skilur ekki munin á framkvæmd á morði og hugsun á morði á að vera annarstaðar...

Það er ekki enn farið að kæra menn og dæma fyrir hugsanir sínar...að uppræta barnaníð innan prestastéttarinnar?

Það þarf að uppræta að prestar þegi um hvern annan eins og glæpagengi þegar svona er vitað innan hans...það eru margir sekir prestar á Íslandi og þeir eru svo margir að það yrði að að leggja kirkjuna niður til að koma lagi á þetta fólk.

Mér finnst allt í lagi að þeir séu í þessum trúarbragðaleik sínum, enn það þarf einhvern fullorðin til að fylgjast með þeim..

Byrja að skóla þessa presta til svo þeir fari að líkjast venjulegu fólki. Annars er einn og einn prestur alveg ágætur, enn þeir eru því miður sjaldgæfir...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 17:53

9 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það eru tvö viðhorf sem takast á og ágætt er að gera greinarmun á. Það eru skriftir að skilningi kaþólsku kirkjunnar sem er sakramenti og Geir Waage er í raun að vísa til þó að hann segi það ekki. Í þeim er presturinn ósnertanlegur af hinum veraldlegu valdhöfum og ber að halda trúnað við skriftabarnið. Nb. hann á samt ekki að hylma yfir með lögbrjótum heldur hvetja til yfirbótar. Það er svo að segja hans eiginlega rulla í því að færa hlutinn til betri vegar. Vald hans er mjög mikið þó hann bregðist ekki trúnaði.

Hitt fyrirbærið er það sem lútersk evangelisk kirkja kallar trúnaðarsamtal. Það er allt annað. Það eru engar skriftir í þjóðkirkjunni og presturinn er starfsmaður ríkisins. Því fellur hann undir sömu lög og læknir, sálfræðingur ofl. stéttir.

Í þessu liggur vandinn. Ég er samt svolítið hissa að Geir taki upp þetta efni trúnað við skriftir nú þegar kirkjan íslenska er í sárum vegna nýlegra mála. Geir er eiginlega kaþólskur leyfi ég mér að segja enda er Hin heilaga kaþólska kirkja sú eina sem stendur undir nafni og varðveitir hina innstu leyndardóma.  Menn geta gælt við lúterskuna heilt líf án þess að skilja hvað kristni eiginlega snýst um.

Guðmundur Pálsson, 22.8.2010 kl. 19:33

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Menn geta gælt við lúterskuna heilt líf án þess að skilja hvað kristni eiginlega snýst um"!!!

Ég á ekki eitt einasta orð yfir þessum dæmalausa hrokatali frá manni sem greinilega veit EKKERT um Guð enn kanski þess meira um trúarbrögð...

Ertu virkilega að gefa í skyn Guðmundur að Kaþólsk kristni sé með djúpari skilning á því sem mestu máli skiptir í kristni?

Og að Kaðólskur prestur hafi meira vald enn venjuleg landslög? Vegna þess að trúin kenni það?

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 20:26

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi umræða er nú farin að draga dám af einhverri metafysik hjá síðustu ræðumönnum. Ég fer eiginlega að velta fyrir mér hvort hafi komið á undan, Guð eða kirkjan.

Sagði ekki Páll, að kærleikurinn væri mestur. Barnaníð er ekki kærleikur heldur andstæða hans. Hver er andstæðan við Guðshugmyndir manna?

Til hvers er barnaníðingur settur í fangelsi? Er verið að taka ógnina frá barninu eða er verið að refsa níðingnum fyrir það sem hann er búinn að gera? Til að faríseinn geti barið sér á brjóst?

Myndi ekki presturinn beita sínum kröftum að því að fjarlægja ógnina frá barninu? Hann myndi örugglega ekki verða aðgerðalaus áhorfandi verandi þjónn kærleikans.  En prestar virðast líka eiga fleiri hliðar því miður. Enginn virðist vera óhultur í þessum heimi.   

Halldór Jónsson, 23.8.2010 kl. 08:40

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Barnaníðingar eiga ekkert erindi í fangelsi. Þeir eru veikir og eiga að fá hjálp við það. Það má dæma þá til þessara hjálpar.

Að setja þá í fangelsi er að viðhalda þessum sjúkleika. þannig er það samkvæmt lögum enn á Íslandi er ekkert farið eftir þeim lögum. menn eru dæmdir eftir því sem vindurinn blæs....

Alla vega hefur Guð ekkert meira að gera í sambandi við kirkjur, enn skólann sem kennir kristnifræði. Annað hvort er að trúa á Guð eða bók. Erfitt að trúa á tvo ólíka hluti samtímis...

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 10:46

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er alltaf leiðinlegt þegar umræðan fer úr böndunum.

Það ber að leitast við að skilja inntak þess sem er lesið en ekki gera mönnum upp skoðanir.

Ekki veit ég hvort mér tekst það nægjanlega vel, en eitt er víst. Ég efast um að  sr. Geir sé fylgjandi því að menn beiti kynferðislegu ofbeldi. Allavega er ekki hægt að skilja skrif hans á þann veg, að hann sé hlynntur slíkum hryllingi.

Ég geri ráð fyrir að hann sé að fjalla um að presturinn sé að gegna hlutverki Guðs, áheyrnarhlutverki Guðs svo það sé á hreinu .

Það þýðir að presturinn hlustar eins og Guð og þar af leiðandi segir engum hvað fram fer í því samtali, hversu slæma hluti skrift þeginn hefur á samviskunni.

Þetta virðist vera túlkun prestsins og á eingöngu við þegar hann er í þessu hlutverki.

En öðru máli gegnir við aðrar kringumstæður, þá er presturinn skyldugur til að upplýsa yfirvöld um glæpi hverskonar og hann gerir það vafalaust.

Taka skal fram að ég vill ekki hylma yfir neinum sem fremur svona alvarlega glæpi. Ég er eingöngu að leitast við að skilja hvað Geir hafi átt við. Sjónarmið manna geta verið mismunandi og öll eiga þau rétt á sér.

Það á ekki að gera mönnum upp skoðanir, heldur að reyna að komast að hinu sanna.

Mér leiðist aðferð "Dómstóls götunnar", að skjóta fyrst og spyrja svo.

Jón Ríkharðsson, 23.8.2010 kl. 14:40

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Halldór, það er eitt sem mig langar að bæta við síðustu athugasemd hjá mér, en það er varðandi kirkjuna.

Kirkjan er í eðli sínu og á að vera íhaldssöm stofnun. Það er margt í hinum ýmsu rituölum sem kemur nútímafólki spánskt fyrir sjónir.

En ef fólk vill ræða þessi mál af einhverju viti, þá er ágætt að kynna sér staðreyndir fyrst.

Jón Ríkharðsson, 23.8.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband