Leita í fréttum mbl.is

Alkul

Ég hallast að því að útbreitt alkul eigi sér stað í heilum fólks á Íslandi. Ég marka þetta af undirtektaleysi við málefni sem ættu að snerta hvern mann.

Engin viðbrögð eru meðal fólks um fréttir af því að lífeyrissjóðirnir séu komnir á fullt við að reka fyrirtæki sem einkaframtakið gat ekki rekið. Framtakssjóður er tekinn til starfa með nýjan forstjóra án þess að maður hafi orðið tiltakanlega orðið var við undirbúninginn. Nema í gegnum ríkisstjórnarblaðrið um að koma þrotafyrirtækum úr eigu ríkisbankanna í hendur almennings. Sem virðist ekki eiga aðra peninga en lífeyrissjóðakerfi sitt sem hann hefur engin stjórnunarleg áhrif á. Einu tengslin eru tilkynningar frá sjóðunum um lífeyrislækkanir og hugsanlega fréttir af því á hverju sjóðirnir hafi tapað á því að lána útvöldum gæðingum sínum.

Umræður um innflæði múslíma vekja engin viðbrögð. Það er erfitt að afla gagna um þetta innflæði og hversu hratt það vex. Það má alveg búast við því að ríkisstjórnin bjóði svona þúsund Pakistönum að flytja til Íslands vegna flóðanna. Og svo Súdönum vegna stríðsins.

Fólk sem lætur sig setu núverandi ríkisstjórnar og aðgerðir hennar í skattamálum í léttu rúmi liggja er furðulegt. Fólk sem lætur sér í léttu rúmi liggja fyrirætlanir Samfylkingarinnar og Grínaranna um að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar um tugi prósenta til  að borga fyrir gamalt sukk er haldið alkuli á heila. Hækkunar sem mun stórhækka allar húsnæðisskuldir landsmanna og setja verðbólguþrýsting á krónuna um áramótin þegar flestir svokallaðir kjarasamningar verða lausir. . Þá birtist alkulið í formi þrjátíuprósent kauphækkana.

Engin spyr um hvort Hitaveita Seltjarnarness, sem selur sitt vatn fimmtungi lægra en OR þurfi allar þessar hækkanir?

Ef þetta er ekki alkul borgaralegrar vitundar, þá veit ég ekki hvað það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þegar búið er að berja hundinn nógu oft, hættir hann að æmta þegar danglað er til hans.  Það er sennilegasta skýringin, það er búið að berja almenning of oft, hann er hættur að sýna viðbrigði.

Kjartan Sigurgeirsson, 26.8.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Alfreð K

Ég tek heils hugar undir með þér, Halldór. Vona bara að sem flestir lesi þessa (og aðrar) færslur þínar. Fólk, einkum ungt fólk, áttar sig ekki alveg á því hvað stjórnvöld eru að gera og hvert stefnir í málum þjóðar vorrar, hvort heldur er í efnahagslegu eða í samfélagslegu tilliti, hvet þig til að senda grein í Moggann eða Fréttablaðið um þetta, ekki víst að nógu margir lesi bloggið eða færslur eins og þessar sem skipta máli.

Alfreð K, 26.8.2010 kl. 20:01

3 Smámynd: Elle_

Ég tek undir pistilinn og líka ofanverð comment og þó ólík séu.  Pistillinn mætti fara víðar eins og Alfreð segir.  Hinsvegar er líka satt sem Kjartan segir.  Endalausar svívirðingar og valdníðsla stjórnvalda eru nefnilega að ganga frá fólki hálfdauðu og sködduðu.  Og æfareiðu.  Kannski reiðin muni duga heildinni til að koma skrýpastjórninni frá völdum. 

Elle_, 28.8.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband