Leita í fréttum mbl.is

Hvaða hjáleið?

Ríkisstjórnin hamast nú við að finna staði fyrir lífeyrissjóðinn minn að setja mína peninga í.  Að vísu tel ég endurheimtumöguleika skárri við það að leggja þá í hraðbrautagerð en til að mynda  í rekstur Húsasmiðjunnar og Blómabúðar á Ísafirði.

Vaðlaheiðargöng fyrir lífeyrissjóðapeninga hafa þann galla jarðgangna úti á landi, að þau hafa aldrei neinar tekjur, því menn úti á landi borga aldrei veggjöld, sbr. Vestfjarðagöng, Héðinsfjarðargöng, Strákagöng, Eskifjarðargöng osfrv.  Hvalfjarðargöng eru sunnanlands og því er borgað veggjald þar.

Nú er einn möguleikinn sagður að láta lífeyrissjóðinn minn kosta breikkun Hellisheiðarvegar til Suðurlandsundirlendis.  Þá verða allir þeir sem veginn keyra að borga veggjald af því að þessi framkvæmd er hér sunnanlands.  Þetta með veggjaldið segir Möllerinn að sé að bandarískri fyrirmynd. Þar borga menn veggjald á expressvegum og turnpíkum og þykir ekki mikið.

En gleymir ekki Siglufjarðarflórgoðinn einu?  Það er alltaf hjáleið Í Bandaríkjunum ef þú vilt ekki borga veggjald. Hér skilst mér að Kristján ætli einfaldlega að girða Hellisheiðina af með tollhliði.  Þú ferð ekkert austur fyrir fjall nema að borga?

Ég spyr, hver verður hjáleiðin?  Um Siglufjörð, Austfirði, Vík og til Selfoss og Hveragerðis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo má bæta því við að það er algjört bruðl að leggja 2+2 veg austur fyrir fjall þegar 2+1 vegur, eins og þegar er kominn hluta leiðarinnar, er jafn öruggur og nægilega afkastamikill næstu áratugina. 2+2 eins og Reykjanesbrautin er næstum tvöfalt dýrari en 2+1.

Með 2+1 vegi mætti hafa veggjöldin helmingi lægri eða kannski bara sleppa þeim alveg.

Samhliða Turnpíkunni í Flórída liggur greiðfær vegur um öll þorpin sem eru meðfram ströndinni. Við Reykvíkingar þyrftum barasta að aka í gegn um Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Grindavíkurþorpið, og síðan til baka um suðurströndina...  Gætum líka litið við í Strandakirkju í leiðinni... :-)

Ágúst H Bjarnason, 27.8.2010 kl. 08:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja þú segir frændi. Ég hef ekki farið í gegnum Grindavík svo lengi, er kominn greiðfær vegur þaðan til Hveragerðis eða er þetta malarslóði. Þetta er allavega mun lengra. Mér finnst að gamli vegurinn ætti að um Hellisheiði vera opinn líka. En af hverju eru engin veggjöld fyrir norðan og vesta eða austan, bara hér?

Halldór Jónsson, 27.8.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband