Leita í fréttum mbl.is

Baugstíðindin toppa

í dag. Leiðarinn eftir Ólaf Stephensen er boðskapur um inngöngu í EU og upptaka evru sem allsherjar lausn á vandamálum heimilanna.

Það er eitt sem þessir evruspekingar og krónuníðingar úr hálaunastéttum eiga sameiginlegt. Þeir vilja aldrei tiltaka skiptigengið. Hversu launin þeirra verða í evrum daginn sem skipt er. Það er deilt um að taka upp lágmarkslaun í Þýskalandi uppá 8.50 evru á tímann. Myndu Íslendingar geta greitt þessa upphæð að lágmarki? Lágmarkslaun á Íslandi fyrir 160  klst á mánuði  yrðu þá 1360 evrur  eða tvöhundruðþúsund krónur núna ef við notuðum núverandi geðþóttagengi Más Guðmundssonar.

Nú hækkaði kaupmáttur fyrir hrun stórlega vegna hækkunar gengis krónunnar og enginn kvartaði nema útgerðin. Gengi hækkar ef vel gengur en lækkar ef illa gengur. Sé gjaldmiðillinn evra þá þýðir læg sama og atvinnuleysi eins og á Spáni og Grikklandi. Það snertir ekki hálaunamenn eins og ritstjórann og opinbera starfsmenn.

Fyrir hrun var evran á minna en hundraðkall. Allir máttu kaupa evru á því gengi og líka spara krónur á verðtryggðum bókum  Við þær aðstæður var kaupið hérna mun betra en framanskráð skiptigengi gæfi.

Því miður gengur umræðan hér aðeins útfrá sjónarhóli skuldarans. Það er bara þvælt um útlánavexti. Útvarp Saga heimtar að þeir verði 2 %. Hvað eiga sparendur að fá í vexti á sína bók? Það er ekki talað um það á því Útvarpi. Heldur ekki hvaðan útlánspeningar eiga að koma ef enginn sparar.

 Síðan kemur félagi Svavar og hefur Guð í fyrirsögn sinni. Í henni reynir hann að fegra sína Icesave samninga með því að segja að íhaldið hafi verið tilbúið að borga mun hærri vexti en hann samdi um. Engu máli skipti að íhaldið vildi alls ekki borga neitt og svo er ennþá þó félagi Svavar og Steingrímur rembist við að koma skuldaklafanum á landið.

Síðan kemur enn einn skrifarinn Sverrir Jakobsson og ræðs gegn trúarbragðakúgun í skólunum af hálfu kirkjunnar. Þjóðin á að vera fjölgyðistrúar og allir eiga að vera jafnir. Bíflíusögur eiga að vera bannaðar og þjóðkirkjan má greinilega missa sig. Leiðin virðist því vera greið fyrir Muslímatrúna, sem er ekki þekkt fyrir umburðarlyndi eða valfrelsi. Stjórnlagaþingið segir Sverrir að muni taka á öllu því sem aflaga fer. 

Ef gengið væri gefið frjálst segir Lilja Mósesdóttir á sama blaði að gjaldeyrissjóðurinn yrði ryksugaður upp. Evran myndi þá áreiðanlega fara yfir aflandsgengið eða uppí 300 kall. Hvernig gengur þessi áróður heim og saman? Og svo kemur Össur í Útvarpið og segir að Íslendingar séu komnir út úr gjaldeyriskreppunni ! 

Dropinn er sagður hola steinn. Jafn linnulaus einhliða áróður peningavaldsins eins og Baugstíðindin reka mun smátt og smátt afvegaleiða mikinn fjölda fólks. Ömurleg frammistaða stjórnmálamanna og niðurlæging ranglega kjörins  Alþingis mun líka ýta undir uppgjöf venjulegs fólks. Og fjöldaútflutningur okkar besta fólks dregur líka úr þrekinu til andstöðu.

Baugstíðindin toppa verulega í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband