Leita í fréttum mbl.is

Kosningar eru óhjákvæmilegar

þegar mörg þúsund manns koma saman til mótmæla setningu Alþingis á Austurvelli. Við getum ekki ætlast til þess af fámennu lögregluliði okkar að það standi í bardögum við borgarana til að vernda það hyski sem nú hersetur Alþingi.  Það hefur sýnt sig ófært til að ráða við þann vanda sem það var kjörið til.   Fólkið fyrir utan segir að tíminn sé liðinn sem því var ætlaður til verka.

Þetta fólk á Austurvelli mun heldur ekki skilja að nú sé rétti tíminn  fyrir dúfnaveislur á kostnað almennings eins og Landsbankinn er að halda í kvöld. Einskonar sigurhátíð bankans með kampavínsfrauði fyrir allar húseignirnar sem hann er búinn að láta slá sér úr hópi mótmælendanna sem stóðu á Austurvelli í gær. Þar var fólk úr millistéttinni sem hefur misst alla þá undirstöðu sem millistéttin á Íslandi hefur byggst á og hét "eign fyrir alla". Þetta bruðl gjaldþrota ríkisfyrirtækis er þvílík blaut tuska í andlit þessa  fólks að engu tali tekur.  Vonandi láta einhverjir óboðnir í sér heyra fyrir utan þetta samkvæmi.   

Hvað eigum við að gera ef stórfjölgar í hópi mótmælenda? Þá fjölgar glæpamönnum líka í hópnum, hættulegu grímuklæddu fólki, sem er til alls víst. Viljum við hætta öllu samfélaginu, lögum þess og reglum, lögregluliðinu og lýðræðinu  fyrir það eitt að núverandi þingmenn og ráðherrar á borð við  Steingrím Jóhann  og Jóhönnu Sigurðardóttur,   haldi áfram að þiggja laun og eftirlaun fyrir að eyða tímanum í ekki neitt sem skiptir þetta mótmælafólk máli? Þetta fólk varðar akkúrat ekkert um Landsdóm eða aðrar maðksmognar klækjabrellur kommúnistanna fyrir innan gluggana.   

Eina ráðið til þess að slá á reiði fólksins, sem allir, líka ónytjungarnir í ríkisstjórninni á þinginu, viðurkenna að sé mikil og skiljanleg, er að fólkið í landinu fái að velja sér nýja fulltrúa á þing. Alþingi en ekki einhverja trúðasamkundu eins og þjóðfund eða ráðgefandi stjórnlagaþing.  Hvort þeir nýju fulltrúar verði hótinu betri en þeir núverandi  veit enginn. Né heldur vitum við hverjir verða kosnir. En það verður nýtt fólk að hluta til og ný hlutföll flokka.  Núverandi hlutföll þingsins eru ófær með öllu til að ná saman um neitt sem máli skiptir. Fólkið er ekki tilbúið að bíða lengur eftir að ráherrarnir hugsi málin og komi einhvertímann með tillögur um skjaldborg til varnar heimilunum. 

Kosningar eru óhjákvæmilegar ef ekki á illa að fara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418431

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband