Leita í fréttum mbl.is

Hugrekki Dorritar

blasti við sjónvarpsáhorefendum þegar hún gekk hnarreist í fremstu röð að Dómkirkjunni og horfðist einbeitt á við  mótmælendurna og grímuklæddan skrílinn sem grýtti eggjum og öðru að þingmönnum. Kjarkurinn skein úr andlitinu, hún deplaði ekki auga og flýtti sér hvergi heldur gaf sér góðan tíma til að bjóða sig fram til viðtöku skeytanna meðan þingliðið skaust inn í kirkjuna að baki henni.

Sama gerðist á leiðinni til baka, Dorrit gekk næst Austurvelli föstum skrefum og brá sér hvergi. Fjær mátti sjá hina minni spámenn hlífa sér sem best þeir máttu. Meðal annars má sjá í lítinn sköllóttann kall skjótast Tjarnarmegin í skjóli Forsetafrúarinnar á forsíðumynd Baugstíðinda í dag.  Hugsanlega  áttu mótmælendur heldur  ekkert sérstakt erindi við manninn þar sem hrunið var ekki honum að kenna og maðurinn norrænn velferðarsinni.

Ég var stoltur af Forsetafrúnni minni, henni er greinilega ekki fisjað saman.

Og Apropos mótmælendur. Hversvegna er ekki rifjað upp að í Lögrelusamþykkt einhvern tímann var lagt bann við því að ganga grímuklæddur á almannafæri. Mér finnst ótækt að líða huglausum svartklæddum lambhúshettumönnum að hlaupa um í röðum kjarkaðra mótmælenda. Þessir mögulegu glæpamenn eru til alls vísir í skjóli grímubúningsins og svona Mökkurkálfar koma óorði á heiðarlegt fólk sem er mætt til að mótmæla í krafti eigin sannfæringar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Hverju orði sannara!

Jón Ásgeir Bjarnason, 2.10.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband