25.10.2010 | 08:21
Áfram stelpur, áfram Jónína Ben!
Í dag er kvennafrídagurinn. Þó ég hafi alltaf verið þeirrar skoðunar að konur ráði því sem þær ráða vilja, þá hef ég ekki á móti því að þær haldi okkur við efnið. Kannski ættum við karlar að klæðast búrkum í dag kl. 2:45 svo að við bendum þeim á hverjir hafi völdin ?
Ég ætla að viðurkenna hér og nú að ég hef lengi verið í aðdáendaklúbbi hennar Jónínu Ben. Hún bregst ekki væntingum mínum í Mogganum í dag. Þar skrifar hún sem fyrr akkúrat það sem ég vildi sagt hafa. Fyrir þá sem ekki lesa Mogga er rétt að undirstrika þær spurningar sem hún telur upp:
Jónína segir meðal annars:
"Finnst ykkur eðlilegt að aðeins einn innherjadómur hefur fallið tveimur árum eftir hrun?
Finnst ykkur eðlilegt að aðeins einn útrásarvíkingurinn hefur verið úrskurðaður gjaldþrota - það er Björgólfur Guðmundsson?
Finnst ykkur eðlilegt að vita ekki hverjir eru eigendur einkavæddu bankanna tveggja og allra sparisjóðanna sem tæmdir voru innan frá?
Finnst ykkur eðlilegt að dæla tugum milljarða inn í andvana fjármálafyrirtæki og fjárglæfra-tryggingafyrirtæki?
Finnst ykkur eðlilegt að afskriftir í bönkum flytjist ekki til almennra skuldara meðan útrásarvíkingar njóta vildarþjónustu og djamma sem aldrei fyrr?
Finnst ykkur eðlilegt að kúlulánafólk og hrunverjar stýri skuldaaðlögun fórnarlamba sinna úr bönkunum?
Finnst ykkur eðlilegt að Jóni Ásgeiri og Högum sé boðið upp á milljarða afskriftir í 1998 og nú aftur í Högum og áður í Baugi, FL Group, Landic Property... á sama tíma sinnir hann ráðgjafastörfum fyrir þrotabú Baugs í Bretlandi?
Finnst ykkur eðlilegt að skiptastjóri Baugs hafi setið í stjórn Baugs?
Finnst ykkur eðlilegt að Samfylkingin ráði kúlulánþega úr Landsbanka og pólitíska handlangara í dúsínum án auglýsinga í störf á vegum ríkisins?
Finnst ykkur eðlilegt að allir skattar séu hækkaðir á landsmenn en »eignir« útrásarvíkinga ekki frystar?
Finnst ykkur eðlilegt að skatturinn sé ekki á fullu að innheimta frestaðan gervisöluhagnað hlutabréfa fyrri framtala hjá útrásarvíkingum?
Finnst ykkur eðlilegt að FL Group/Stoðir, Exista, Eimskip, Egla o.fl. fái nauðasamninga til að komast hjá riftun á samningum og rannsókn á bókhaldi sem óháður skiptastjóri þrotabús myndi leiða?
Finnst ykkur eðlilegt að lífeyrissjóðir landsmanna taki þátt í þeim blekkingarleik með útrásarvíkingum með því að láta löngu dauð fyrirtæki lifa og þar með nýta komandi ár til afskrifta?
Finnst ykkur eðlilegt að lífeyrissjóðir landsmanna hafi ekki enn kallað eftir opinberri rannsókn á meðferð fjármuna í hrunfyrirtækjum?
Finnst ykkur eðlilegt að stjórnir lífeyrissjóða eru óbreyttar (ein eða tvær undantekningar) frá því fyrir hrun?
Finnst ykkur eðlilegt að ekki hafi verið krafist styrkjalista hjá Glitni?
Finnst ykkur eðlilegt að Arion banki hafi afhent Ólafi Ólafssyni Samskip?
Finnst ykkur eðlilegt að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans liggi vaxtalausar í London?
Finnst ykkur eðlilegt að kúlulánakóngur frá Glitni, handgenginn Magma Energy, sé ráðinn framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun án auglýsingar?
Finnst ykkur eðlilegt að Jón Ásgeir og frú galdri fram spilapeninga í reksturinn á gjaldþrota fjölmiðlasamsteypu?
Finnst ykkur eðlilegt að nýskeindir bankamenn skili 24, 15 og 12 milljarða hagnaði ?
Finnst ykkur eðlilegt að íbúðalán sem voru flutt frá gjaldþrota bönkunum til endurreistu bankanna með 45% afföllum skili sér ekki strax til almennings, en honum í staðinn lofað útburði og eignaupptöku á þessu ári?
Finnst ykkur eðlilegt að Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem nýtur trausts stjórnvalda, hughreysti almenning með því að segja að það gæti verið að íslenskur banki færi á hausinn án þess að hann vissi af því?
Finnst ykkur eðlilegt að Jón Ásgeir staðfesti að stjórnendur Baugs tóku út vörur fyrir milljónatugi úr verslunum fyrirtækisins á 40% lægra verði en viðskipvinir? Skatturinn gerir ekkert til að rannsaka hvort hafi verið greiddur skattur af þessum fríðindum.
Er það eðlilegt að Einar Karl Haraldsson fái fimmtu vinnuna hjá ríkinu á innan við einu ári?
Er það eðlilegt að vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna sértryggðra innistæðna hlaupi á hundruðum milljarða tæpum tveimur árum eftir hrun? Enn og aftur eru það skattgreiðendur sem borga brúsann.
Finnst ykkur eðlilegt að opinbera fyrirtækið HS veitur sé veðsett fyrir 10 milljarða?
Finnst ykkur eðlilegt að Gaumur Jóns Ásgeirs og fjölskyldu fái kyrrstöðusamning við einn bankann sem þýðir að ekki er hægt að ganga að hrunvaldi Íslands ?
Ég skildi ekki hvar þið voruð þegar landinu var rænt og ég botna ekkert í því hvar þið eruð núna, þegar verið er að ræna því öðru sinni. "
Mér finnst eðlilega að þetta sé skörp og hnitmiðuð greining. Þetta er eðlilega akkúrat það sem ég vildi vita sjálfur.
Mér finnst ekki eðlilegt að maður heyrir tröllasögur um spillingu á vegum skilanefnda bankanna og að verið sé afhenda völdum aðilum eignir á tombóluverði.
Mér finnst ekki eðlilegt að skilanefndirnar virðast staðráðnar í því að skila engu af sér heldur starfa til eilífðarnóns á kauptöxtum sem slaga uppí gamla Kaupþingsbankann þegar hann var og hét.
Mér finnst ekki eðlilegt að engin tímamörk virðist gilda í uppgjörum bankanna og áframhaldsrekstri fallíttfyrirtækjanna.
Áfram stelpur !
Og áfram Jónína Ben!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Og hérna hefur enginn tekið til máls með athugasemdir!
Mér finnst ekkert eðlilegra en að þetta verði innrammað, selt í öllum stórmörkuðum og hengt upp á hverju heimili.
Svona rétt eins og: Drottinn blessi heimilið
Árni Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.