Leita í fréttum mbl.is

Jón Gnarr

kom á óvart í Kastljósi í kvöld. Hann var rólegur og yfirvegaður þó að spyrlan væri að reyna að fipa hann og rugla. Hann benti á það sem mótrök gegn því að hann væri ekki hæfur til að vera borgarstjóri að hann væri í rauninni mikilhæfur. Því hann hefði stofnað stjórnmálaflokk á mettíma sem hefði orðið stærsti flokkur í Borgarstjórn. Vildi einhver mótmæla því?

Hann var spurður hvort hann hefði gert nokkuð í borgarmálunum, hann væri ekki búinn með fjárhagsáætlun eftir 120 daga í embætti og hann væri að deila út verkum til annarra sem hann ætti að vinna. Jón spurði á móti hvort aðgerðir hans í Orkuveitunni væru ekkert?  Ég er ábyrgur fyrir framkvæmdum sagði Jón, því það er ég sem skrifa undir.

 Vandinn hefði verið meiri en sagt hefði verið. Það þyrfti að loka 4.5 milljarðs gati í fjárhagsáætlun sem væri verið að vinna að. Með útsvarshækkun meðal annars. Hann sagðist ekkert skammast sín fyrir að leita til sérfræðinga og tók dæmi um það þegar hann var spurður um hvort hann ætlaði að flytja flugvöllinn. Hann svaraði þá að hann hefði aldrei flutt flugvöll og þekkti engan sem hefði reynslu af því. Hann yrði því að athuga málið áður en til þess kæmi.

Ég verð að segja, að mér finnst óþarfi að ráðast á þennan mann eins og fréttamenn hafa gert. Jón er öðruvísi en þessir stöðluðu sjálfbirgingslegu monthanar í pólitík, sem þykjast hafa ráð undir rifi hverju og buna nógu mörg orð útúr sér á mínútu.  En eru síðan oftlega bara venjulegir bjánar þegar til stykkisins kemur.  Jón er bara svona og þykist ekkert vera merkilegur eða meiri en hann er.  Segist meira að segja vera meingallaður sem er nýlunda af stjórnmálamanni að viðurkenna svo algengan atvinnusjúkdóm. 

Ég held að hann Jón Gnarr sé ekkert á förum úr pólitíkinni. Hann á eftir að sýna á sér óvæntar hliðar. Er það eitthvað  víst að hann gefist eitthvað verr í Orkuveitunni  en til dæmis Alfreð Þorsteinsson ?

Jón Gnarr er ekkert Narr. Leið hans getur bara legið upp á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór, mig langar að hrósa þér fyrir þennan pistil, en verð að viðurkenna að hann kom mér á óvart. Við höfuð svo staðlaða mynd af stjórnmálamönnum að það er löngu hætt að vera fyndið. Jón Gnarr er það heiðarlegur í þessu að ef hann veit ekki eitthvað, þá segir hann það. Flestir aðrir stjórnmálamenn hefðu frekar logið einhverju eða svarað einhverju öðru en spurt var um.

Jón Gnarr er að læra á þetta og með góðu fólki verður hann bara betri.

Fylgi hans hefur örugglega aukist við þennan kastljósþátt.

Alla vega í Kópavogi!

Björn Birgisson, 8.11.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þarna þekki ég þig Halldór sæll, enda ekki þekktur fyrir búktal.

Það hlýtur að vera pólitískt rannsóknarefni gömlu flokkanna að huga að því hversu fólk er almennt ánægt með þessi heiðarlegu og kímnu svör  ["hefurðu setið svona fundi?  já ég hef setið marga leiðinlega fundi"] en fær útbrot og óþol þegar tveir stjórnmálamenn byrja að gala upp í hvorn annan í keppni um að halda orðinu.

Gnarr, þarf ekkert að vera talnagleggri en aðrir stjórnmálamenn, hann raðar bara sérfræðingum í kringum sig sem hann treystir.  Jón Gnarr kemst betur frá sinni orðræðu  en "páfagaukaræður" sumra stjórnmálamanna, sem hljóma eins og hagfræðidoktorar eftir 3 mánuði á þingi. 

Vona að hann ofreyni sig ekki við að hljóma eins og þeir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.11.2010 kl. 21:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Björn, í Kópavogi allavega í minni holu. Þið í Grindavík eruð náttúrlega eins gáfaðir og Guðmundur úr Grindavík sem fór í flugferðina í Speglingum í gamla daga.

Jenný mín góða vinkona, langt síðan maður hefur orðið var við þig. Ég var að hugsa um að fara að hætta að blogga, fólk var alveg hætt að nenna lesa steypuna hjá mér og þú sást aldrei. Ég lyftist upp við að heyra í þér frá Rúmfó í Kanada.

Halldór Jónsson, 8.11.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott að heyra,  varstu nokkuð foj þegar ég sagði að þitt nikkaranafn ætti náttúrulega að vera Halldór "steypa"?  ég var meira að vísa í þín fyrri störf, frekar en bloggið 

Það er alltaf hressilegt að lesa skrifin þín, og haltu því endilega áfram.

Annars er ég ekki lengur kennd við Rúmfó, nú stunda ég nám í "fjárglæfrum og svindli"  ekki sem gerandi heldur sem uppgötvari, og vonast til að fá verkefni eða tvö að grúska í þegar fram líða stundir.

Hafðu það sem allra best.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.11.2010 kl. 23:21

5 Smámynd: Guðrún Unnur Ægisdóttir

Þetta er hárrétt hjá þér.

Guðrún Unnur Ægisdóttir, 9.11.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband