Leita í fréttum mbl.is

Hættum að væla !

Júlíus Björnsson bloggvinur minn margfróði benti mér á að fara á síðu CIA,  Factbook.

Kommarnir hafa komið því inn hjá mörgum Íslendingum að CIA sé morðóð moldvörpustofnun sem allt illt spretti af um alla jörð. Það er því gaman að lesa stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar sem segir að hlutverk hennar sé að færa stjórnmálamönnum sem áreiðanlegastar upplýsingar til að byggja ákvarðanir sínar á. Hafa staðreyndir á boðstólum sem öllum gagnist. Auðvitað er ekki allt opið svo að Assange hefur nóg að  stela. En í grunnin er Central Intelligence Agency þekkingarsetur sem óhætt er að leita til.

Á heimasíðunni, sem er stórkostlega vel uppbyggð,  er til dæmis hægt að fara í landafræðirannsóknir og skoða upplýsingar um lönd og lýði . Þar sér maður að Ísland eftir hrun,  með kolvitlaust gengi á dollara, er í 20 sæti þjóða hvað tekjur á einstakling snertir. Heila 39kílódollara eða k. Bandaríkin sjálf í ellefta sæti með 46k, Lichtenstein auðvitað efst með 122k, því þar fá  hálfvitar ekki kosningu til stjórnarstarfa. Luxemburg er í þriðja með 79k og Noregur í 5.sæti með 58k. Þýskaland og Bretland í 35 og 35 sæti með 34 k., Danmörk í 31. með 36k.

Ef ekki væru jöklabréfin óleyst og fastgengið falska þá værum við miklu ofar á listanum eins og eðlilegt væri. Daginn sem stíflan væri tekin úr myndum  við auðvitað hrynja niður listann. Síðan færum við upp í hæðirnar aftur. Líklega mjög hratt. Höftin þrúga okkur ósegjanlega og munu gera svo lengi sem kommúnistarnir stjórna efnahagsmálum okkar. Því verður að linna sem fyrst og kjósa nýtt Alþingi í stað þessa endemis samsetningar sem þangað valdist af villuráfandi og vonsvikinni þjóð.

Í 229 sæti eru Congo með 0.3k. og það er löng leið upp í Ruanda í 215. sæti með 1k. Það er Monaco sem er í 44 .sæti sem fer niður í 30 k. til Ítalíu osfrv.

Það er auðskilið að hér séu skrifaðar langar blaðagreinar um það hversu hræðileg örlög bíði fólks sem er hér tímabundið ef það verður sent heim til sín aftur,  til einhvers lands sem er langt niðri á listanum. Ísland í dag er Paradís fyrir megnið af jarðarbúum. Það skiptir því máli hversu víður  inngangurinn að landinu er og að við látum ekki tóma bjálfa stjórna honum.  Það er nóg af fólki í heiminum sem vill komast í okkar kistur, og það væri fljótt að koma  beint niður á lífskjörum þeirra sem fyrir eru.

Þessi listi færir okkur enn eina  ástæðu fyrir því að fara ekki að deila fátæktinni með Evrópusambandinu.  Að við hlustum ekki á kratana, Villana eða Gvendana væla um evruna.Við getum haldið hér uppi fyrirmyndarríki ef við hegðum okkur skynsamlega. Verslað í allar áttir sem sjálfstæð þjóð. Okkur vantar enga stjórnarskrá frá Þorvaldi Gylfasyni til þess. Okkaur vantar bara meira vit í kollana okkar.

Hættum að væla og hegðum okkur skynsamlega á nýju ári Íslendingar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

kílódollara ?

á ekki 39k að vera 39 þús dollarar ?

ThoR-E, 26.12.2010 kl. 15:31

2 identicon

CIA er leyniþjónusta. Hún aflar upplýsinga fyrir stjórnvöld um allt það sem hugsanlega gæti ógnað þjóðaröryggi BNA. Stofnunin heyrir undir Þjóðaröryggisráð BNA og forsetann. Mikið af upplýsingum CIA eru opinberar og enginn þarf að stela þeim enda ekki hægt.(Assange birtir upplýsinar sem eru leynilegar en embættismenn hafa leikið til hans. Embættismennirnir brjóta lög en engir aðrir. Virtir fjölmiðlar um allan heim birta sömu upplýsingar og Assange.)Stofnun safnar að sjálfsögðu mikið af upplýsingum sem eðli málsin eru ekki birtar. CIA er fremst í varnarlíunni. Hún á að hafa allar upplýsingar um hugsanlega óvini. Ekki er vitað hversu margir vinna fyrir CIA. Stofnunin framkvæmir aðgerðir innanlands og erlendis en fylgir fyrirmælum Þjóðaröryggisráðs og forsetans um slíkt. Fjármögnun CIA er háð takmörkunum. CIA leggur mikið uppúr því að skapa jákvæða ímynd. Á heimasíðu þeirra er sérstök undirsíða fyrir börn og unglinga sem vilja fræðast. CIA er eins og hver önnur leyniþjónusta öflugs herveldis. BNA eru nánast jafnöflug og öll önnur ríki. Enginn hefur haldið því fram að CIA-menn séu morðóðir. Aðferðir þeirra mótast af hagsmunum og köldu mati. Allar leyniþjónustur eru moldvörpur en það eru reyndar fleiri.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Ace

Halldór Jónsson, 26.12.2010 kl. 18:37

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hrafn, ertu ekki svoldið farinn að gleyma hvernig kommarnir töluðu um CIA hér áður. Auðvitað vita þeir margt sem ekki kemur fram á síðunni og hjá þeim vinna svona lekabyttur eins og Assange nærist á.

Myndir þú vilja vera forseti Bandaríkjanna og hafa ekki aðgang að svona þekkingarapparati?

Halldór Jónsson, 26.12.2010 kl. 18:43

5 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Það fór nú ekki svo vel Halldór minn.

http://en.wikipedia.org/wiki/Yellowcake_Forgery

Jóhannes Birgir Jensson, 26.12.2010 kl. 20:31

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Halldór,

ég er nú ekki oft sammála þér en þegar þú segir "Hættum að væla og hegðum okkur skynsamlega á nýju ári Íslendingar!" þá klappa ég fyrir þér og er svo hjartanlega sammála.

Gleðilegt ár Halldór, megi það færa okkur öllum gleði, birtu og yl!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.12.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband