Leita í fréttum mbl.is

Jólin búin

Það er maður minntur óþyrmilega á þegar Baugstíðindi koma inn um lúguna á mánudagsmorgni. Tímamótagrein hjá Árna Páli segir blaðið. Hvað er innihaldið?

Áframhaldandi gjaldeyrishöft. Krónan ónýt en samt munum við hafa hana lengi enn. Erum á leið í Evrópusambandið og stefnum á evruna. Sem sagt, áframhaldandi fangabúðavist undir Kommandant Árna Páli.

Boðskapurinn er í stuttu máli þessi: Treystið okkur fyrir vönduðum gjaldeyrishöftum. Þau verða hér lengi enn.

Mig minnir nú að þetta sé samhljóða boðskapnum frá Seðlabankanum nú nýlega þar sem meiri völd skulu fengin Mávi svo að hann geti betur stjórnað næsta fram að næsta hruni. 

Hvorki Árni Páll né aðrir Evrópusinnar geta talað um annað en að evran sé stöðugur gjaldmiðill sem tryggi öllum blóm í haga. Eitthvað annað en Bandaríkjadalurinn. Nú árið 2010 er 1.31 dalur í evrunni skv. skráningu hjá Mávi . Í fyrra var það 1.42, þaráður 1.39 , þar áður (23.12.2007)  1,43 . Árið 2004 1.37. Er ekki dollarinn ónýtur samkvæmt evrópufræðum ? Verðbólga, peningaprentun, ríkissjóðshalli? Og hver er verðbólgan á evrusvæðinu yfirleitt ?  Árni Páll og þeir evruspekingar virðist halda að verðbólga sé alíslenskt fyrirbrigði. Er það ekki allavega  athyglivert ef evran og ónýti dollarinn dansa svona í takt?

 Svo ræðir Árni um vanda Íra og ber okkur saman við þá.Og þá er það krónan sem hefur bjargað okkur frá því að lenda í skuldadíkinu eins og þeir.

Svo er þetta núna tuggið upp í Ríkisútvarpsinu eins og Árni Páll hafi nú skrifað tímamótagrein um framtíð krónunnar. Svo kemur sjálfsagt viðtal við Villa Egils og Gvend í Rafiðn þar sem þeir verða látnir syngja hósíanna fyrir þessari opinberunarprédikun Árna Páls.

Ekki batnar það. Og jólin búin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólga í UK síðust 30 ár eru um 3,4% að meðaltali á 30 árum. Þetta svara líka verðtryggingar "interest" á þeirra langtíma rentum [leigu].  USA er með um 3,2% verðbólgu. Raunverðmætaminnkun er meir á Íslandi en í UK. 48.000 dollar tekjur á Færeying, 58.000 dollaratekjur á Norðmann, 14.000 dollara tekjur á eista, en tekjur á Íslending er komnar niður í 37.000 dollara, stefna er greinilega á vin ríkin Eistland, Lettland og Litháen.    

Enda hljótum við að stefna svipað og ríkin sem við berum okkur helst saman við í dag.

Íslenskir hag[stjórnsýslu]fræðingar fyrir 100 árum báru okkur saman við önnur ríki með talsvert betri árangri.

CPI mælir hækkun á almennu verðlagi sem endurspeglar hækkanir á alþjóðlegum mörkuðum, orku, hráefna og lávöru. Verðbólga miðast við CPI ríkisins, ef engin meðaltals hækkun mælist er engin grunvöllur fyrir kauphallir. ERGO verðbólga innan skynsamlegra marka er einkenni markaðsbúskapar. Sá hluti hækkana sem skilar sér sem langvarandi hækkun hækkun verðmætasköpunar á íbúa er eftirsóknarverð bólga.     Spurning um sjálfsaga og þolinmæði. Hugsa milliliðalaust og framkvæma.

Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband