Leita í fréttum mbl.is

Sátt um ađ ná sáttum

er stađan í ţingflokki VG. Eftir áramót verđur sáttagjörđin ţar framkvćmd ţar sem "Lilja Mós" eins og Jóhann kallar hana,  sćttist viđ alla hina og ţeir viđ hana. Allt til ţess ađ Jóhanna ţurfi ekki ađ kalla til Evrópusinnađa Framsóknarmenn  til ađ tryggja landsmönnum áfram forystu hennar sjálfrar og Steingríms.

Steingrímur fer ađ vanda mikinn í fjölmiđlum međ yfirlýsingum hvađ hann sé búinn ađ endurreisa mikiđ eftir hrunstjórnina. Óvilhallir fjölmiđlar sjá um ađ flytja stöđugar fréttir af nýjustu yfirlýsingum Steingríms og Árna Páls.

Ţegar mađur horfir á Steingrím tala um afrekin getur mađur minnst orđa Sveiks viđ vin sinn á kránni eftir stóra stríđiđ sem voru einhvern veginn svona : Keisarinn er farinn,  fóturinn ţinn farinn. En hér sitjum viđ eins og áđur á kránni svo eiginlega hefur ekkert gerst.

Ţađ hefur nefnilega ekkert gerst hvađ sem Steingrímur segir. Hann er í ţrígang búinn ađ reyna ađ koma Icesave-klafanum á Íslendinga. Hefđi honum tekist ţađ í annađ skiptiđ vćrum viđ ţegar 80 milljörđum fátćkari. Sem forsetinn og ţjóđin afstýrđu í mikilli óţökk Jóhönnu.

Hrunbankarnir eru horfnir inn í einhvern dularfullan heim sem Steingrímur segist ekki ţekkja. Ţar stjórnar fólk sem Steingrímur setti ţangađ en segist núna ekkert hafa međ ađ gera. Enginn kannast viđ ađ eiga bankana svo ţeir eru ţá vćntanlega á sjálfstýringu og í eigu stjórnendanna eđa ţá bara komnir undir áhrif gömlu bófanna inn um bakdyrnar. Enginn trúir ţví lengur ađ ţar sé allt međ felldu ţó ţeir auglýsi međ gömlu frösunum eins og "sparisjóđurinn fyrir ţig og ţína".  Skilanefndirnar sópa áfram til sín fjármunum í sjálftöku og mynda hina "nýju stétt" ţeirra sem eiga og hafa.  Ţúsundir hinna flýja landiđ en Steingrímur sér landiđ rísa ţegar atvinnuleysiđ vex ekki vegna fćkkunarinnar. 

Ríkisfyrirtćki blasa viđ á hverju götuhorni og Steingrímur sér vanda ríkissjóđs leysast međ aukinni skattheimtu á hendur opinberra starfsmanna. Vandi heimila er óbreyttur og fyrirtćkja einnig, ţar sem engin störf eru í bođi hjá fyrirtćkjum sem hafa engin verkefni.  Kreppan dýpkar enn ţó sjávarútvegurinn haldi uppi hagstćđum vöruskiptajöfnuđi.  Bankarnir eru fullir af peningum en geta hvergi ávaxtađ ţá nema hjá Steingrími og Mávi. Í ţjóđfélaginu finnur mađur fáa sem hafa raust á framtíđinni og vilja fjárfesta í henni.  

Fólkiđ hefur ekki heldur neinar vćntingar um ţađ ađ kreppan leysist á vettvangi stjórnmálanna međ núverandi Alţingi og ólíklegt finnst mönnum ađ einhverjir ţingmenn telji sér hag í ţví ađ ganga til liđs viđ stjórnina ţegar öll ráđherraembćtti eru fullbókuđ. Og ţađ sem verra er, ţađ hefur engar vćntingar heldur ađ nýtt fólk á Alţingi ráđi viđ vandann. Ţađ er fast í einhverju Limbói haturs og tortryggni út í alla stjórnmálamenn og flokka en virđist samt láta sér í réttu rúmi liggja ţó glćpamennirnir gangi lausir og stundi sín viđskipti bak viđ falleg skilti.

En auđvitađ skiptir meginmáli ađ hlusta á ţađ sem Steingrímur segir í ljósvakanum og Árni Páll skrifar í Fréttablađiđ.

Ţví  ţađ er komin sátt um ţađ hjá VG ađ ná sáttum. Bráđum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband