Leita í fréttum mbl.is

Fljúga hvítu fiðrildin

fyrir utan glugga.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.

Afi minn og amma mín
úti' á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég flúa. (fljúga ?)

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður' á bæi,
sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.

Sigga litla systir mín
situr úti' í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.

Fuglinn segir bí bí bí, bí bí segir (hún)Stína, kveldúlfur er kominn í kerlinguna mína. 

 Tunglið, tunglið taktu mig, og berðu mig upp til skýja,þar situr hún móðir mín og kembir ull(u) nýja

Eru þessar  vísur ekki annars yndislegar og líðandi. Svífa langt yfir dægurþrasinu. Yrkir enginn svona fallega lengur eða heyrir maður ekkert lengur fyrir hávaðanum af engu?

 Eru þær allar eftir Sveinbjörn Egilsson ? Ég er ekki með það á hreinu hvernig þær eru réttastar. Hvort ég hafi lært þær réttar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband