Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur þessi illska

og ómennska inn í í höfuð fólksins?

Við hugsuðum ekki svona í gamla daga. Menn voru taldir friðhelgir liggjandi á jörðinni. Gizur frændi lét sig hafa það að höggva Sturlu fallinn á Örlygsstöðum enda var honum ekki ætlað líf. Gizur galt verksins samt margfalt síðar. Menn afla sér ekki virðingar með lágkúru.  Enginn skerti hár á höfði Napoleon eftir ósigur hans. Þó lágu allnokkrir í valnum af hans völdum. Hann hefði líklega heldur aldrei sparkað í liggjandi mann á tímum þegar riddaramennska var einhvers metin. En henni lauk líklega með fyrra stríði. Gasklefar og  fjöldamorð urðu að tíðaranda.

Það vantar eitthvað í uppeldið hjá okkur Íslendingum. Eitthvað semn ekki er kennt í nútíma hryðjuverkaskólum. Maður skilur ekki framgöngu fólksins í slagsmálum lengur. Áframhald þessa kallar á vopnaburð.

Maðurinn sem réðist á morðingjann í Arizona og yfirbugaði hann var sjálfur með byssu á sér sem hann snerti ekki af yfirvegaðri skynsemi. En hann sagðist ávallt bera hana með sér af öryggisástæðum. 

Upphófst auðvitað aftur söngurinn um byssurnar sem drepa. Skrúfjárn drepa líka ef þeim er beitt. Skór á fæti er vopn. Spark í höfuð er vopnuð manndrápstilraun. Skórinn er skór. Það er hinsvegar hugurinn sem fremur verkin ekki verkfærin.

Nú á að byggja 50 herbergja fangelsi. Ég er nýbúinn að sjá kostnaðaráætlun um 60 herbergja lúxushotel. Þar kostaði herbergið um 7 milljónir. Ætli nýja fangelsið kosti undir 20 milljónum á klefann? 

Af hverju skyldu fangar búa við betri miklu betri kjör en öryrkjar? Stundum öryrkjar af völdum fanganna. Hafa öryrkjar ráð á einni nótt á lúxushótelum?

Verðum við ekki að hugsa um það, hvaðan þessi ómennska illska kemur?  Þetta var ekki svona. Hvað breyttist?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Þetta er verulega góður punktur hjá þér Halldór. " Kærleikur þorra manna mun kólna, þá mun lögleysið magnast. " sagði Meistarinn.

Óskar Sigurðsson, 16.1.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband