1.3.2011 | 14:28
Ég segi NEI !
Maður er að dunda sér við að reyna að finna eitthvert vit í Icesave málið
sem maður á að afgreiða með já eða nei þann 9.apríl.
Ég hef tínt saman brot af því sem mér skilst að séu innlegg í málið.
1.Samningsaðilum okkar fannst of mikil áhætta að semja við okkur um 47
milljarða eingreiðslu og ljúka málinu með því. Það hefðu þeir ekki gert
nema af því að þeir teldu sig tapa á því.
2.Hljóta þá ekki samningsaðilar okkar þá að búast við að fá miklu meira en
47 milljarða í sinn hlut auk höfuðstólsins úr búi Landsbankans?
Rímar það við það sem haldið er að okkur að greiðslan verði minni en 47
milljarðar?
3. EFTA dómstóllinn hefur ekki neina sjálfkrafa lögsögu í málinu. Við erum
ekkert skuldbundir að leggja málið í hans dóm né hlíta honum.
4. Enginn alþjóðlegur dómstóll tekur mál á hendur okkur fyrir nema að við
samþykkjum að skjóta málinu þangað.
5. Samningsaðilar geta kært okkur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og látið
reyna á málið þar. Þeir geta kært okkur fyrir hvaða öðrum dómstól sem er
án þess að við þurfum að mæta.
6. Margir telja nú að samningsaðilar okkar vilji ekki fá réttarúrskurð um
innistæðutryggingar.Vegna þess að það er áhætta fyrir þá sjálfa.
8. Landsbankinn var einkafyrirtæki sem sveik fé út úr fólki á eigin
ábyrgð. Af hverju framseljum við ekki glæpamennina til þeirra sem þeir stálu af?
9. Yfirlýsing um ríkisábyrgð á innistæðum Íslendinga gilti bara fyrir
Ísland á neyðarstund í hruninu. Hún studdist ekki við nein lög og var því
marklaus í sjálfu sér. Ábyrgðarlaus stefnuyfirlýsing stjórnmálamanns sem aldrei
reyndi á, gefin af nauðsyn til að róa þjóð í angist.
11.Stakar yfirlýsingar einstakra ráðherra eru ekki ígildi hvorki laga né
milliríkjasamaninga. Einstakur ráðherra getur ekki ráðstafað skattþegnum landsins
til framtíðar með viljayfirlýsingum sínum. Einstakur Ráðherra getur ekki selt,
gefið eða veðsett landið og alla þegna þess til framtíðar.
12.Engin alþjóðleg lagarök hada fundist fyrir því að Íslendingar sem þjóð
eigi að borga útlendingum innistæðutryggingar vegna einkabanka.
13.Ekki hafa verið færð rök fyrir því að lánshæfismat Moodys muni hækka í
kjölfar Icesave-samninga. Né heldur um skaðsemi þess.
15.Felli þjóðin Icesave samningana tefur það fyrir aðild Íslands að
Evrópusambandinu.
16. Allir peningar sem fara frá skattgreiðendum til útlanda lækka
lífskjörin í landinu.
Ég var að enda við að verða langafi. Þegar ég horfi á barnið spyr ég mig hvort ég hafi leyfi til þess að leggja stein í lífsgötu þess vegna einhvers sem einhverjir íslenskir glæpamenn gerðu í útlöndum?
Á ég að greiða því atkvæði að rýra lífskjör þess um alla framtíð af því að einhverjir þá löngu dauðir kallar eins og Steingrímur J.,Tryggvi Þór og Bjarni Ben þótti það sniðugt í gamla daga?
Lögðu á það Versalasamninga til að borga án þess að hafa sjálfir barist í stríðinu og tapað ?
Ég segi NEI !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Takk fyrir mjög góða færslu Halldór.
Fyrir utan skýra rökleiðslu fyrir stóru Nei-i þá nærð mjög vel hinu mannlega þegar þú vísar í framtíð barnabarns þíns. Það má vel vera að það fylgi því einhver ísöld að standa á rétti sínum, oft hafa kúgarar aðstöðu til að níðast á fórnarlömbum sínum. En fólk verður einfaldlega að taka því. Og reyna að vinna úr þeirri stöðu.
Það er yfirleitt þannig að þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar. Heimurinn er það margbreytilegur í dag að enginn hefur afl til að frysta þjóðir.
En ICEsave ríkisábyrgðin er opin, og aðstæður allar, bæði innanlands og ytra, geta þróast á verri veginn. Og þá ráðum við ekki við þessar skuldbindingar okkar.
Og afkomendur okkar erfa gjaldþrota land.
Það er hinn raunverulegi kjarni ICEsave samningsins, menn vita ekki hvað hann kostar, fyrir utan að um einhliða kröfu er að ræða. Að kaupa sér frið út á óútfylltan tékka er ekki eitthvað sem maður gerir börnum sínum.
Þeir sem segja að samningurinn sé 47 milljarðar, þeir skrifa uppá 47 milljarða, ekki einhvern líkindareikning.
Ekkert af þessu lið væri tilbúið að borga mismuninn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 15:30
Takk fyrir þetta Ómar.
"Eru menn menn - viljandi og óviljandi - búnir að gleyma ýmsu frá haustdögum 2008. Til dæmis þessu símtali frá 7. október 2008:
[…]
Darling: Do I understand that you guarantee the deposits of Icelandic depositors?
Mathiesen: Yes, we guarantee the deposits in the banks and branches here in Iceland.
Darling: But not the branches outside Iceland?
Mathiesen: No, not outside of what was already in the letter that we sent.
Darling: But is that not in breach of the EEA Treaty?
Mathiesen: No, we don’t think so and think this is actually in line with what other countries have been doing over recent days.
[…]
Hvers vegna er Darling ósáttur við það sem Árni segir? Er það af því að Árni er að lofa honum að Íslendingar greiði allt sem Bretum dettur í hug? Nei, auðvitað ekki. Og næstu daga hótuðu Bretar Íslendingum öllu illu og gripu til ýmissa óyndisúrræða gegn íslenskum hagsmunum. Halda menn að það hafi verið vegna þess að Íslendingar lofuðu að borga allt?“
Ingibjörg Sólrún er nýbúin að undirstrika að hennar orð sem ráðherra séu ekki skuldbindandi fyrir núverandi ráðherra á nokkurn hátt.
Af hverju er allur þessi asi og flumbrugangur á málunum? Hvað er eiginlega að þessu fólki sem nennir ekki að hanga lengur yfir þessu eins og að hundrað mlljarðar skipti engu máli til eða frá?
Halldór Jónsson, 1.3.2011 kl. 15:51
Nei hjá mér. Og nei þýðir nei í mínum heimi...
Jón Ásgeir Bjarnason, 1.3.2011 kl. 16:03
Takk fyrir Jón Ásgeir
Nei á þýða nei og Já já.Ekkert ískalt mat á að þurfa að leggja á það til að skilja það
Halldór Jónsson, 1.3.2011 kl. 16:17
Nákvæmlega Halldór.
Og það var allan tímann hægt að finna lendingu þar sem allir héldu haus. ICEsave er skilgetið afkvæmi reglugerðarklúðurs ESB, tryggingakerfi þess var ekki hannað til að mæta allsherjar hruni.
Og þess vegna var það sameiginlegt verkefni regluverksins að takast á við þann brest að eigendur ICEsave reikninga voru í óvissu með tryggingar sínar.
Og sú lausn var að allir tryggingasjóðir Evrópska efnahagssvæðisins tækjust á við vandann, og það hefði aðeins verið nokkur prómil fyrir hvern og einn.
Þess má geta að ESB hefur nú þegar mótað hugmyndir um einn tryggingasjóð fyrir efnahagssvæðið og það er eina sem gengur að einn sjóð á einum markaði. Og sameiginlegt reglueftirlit.
Annars geta menn slegið af þennan markað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 18:12
Heill og sæll Halldór; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !
Vel mælt; verkfræðingur góður, sem vænta mátti, og erum við samstíga vel, í viðnáminu gegn Evrópskum yfirdrottnurum, sem oftar.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 18:57
Nei hér og hjá öllum mínum. Takk fyrir að vera til Halldór.
Frekar ét ég fjallagrös og lyng það sem eftir er ævinnar en að segja já við Icesave. Aldrei!
Ekki gleyma Fjalla Eyvindi og Höllu.
Gunnar Rögnvaldsson, 1.3.2011 kl. 19:00
Já ég hafna að borga annarra manna skuldir.
Seðlabanki UK um 2005 gerði sér vel grein fyrir að reiðufjárútstreymi [skammtíma lánshæfismat] var í uppnámi ekki bara hvað varðaði LB.
Allir sjá að innstreymi reiðufjár inn í LB klukka tíma fyrir hrun skaða ekki UK fjármálgeirann.
Hvers vegna bankalánalínur voru að að lokast 2004-2005 skýrist eftir hrun, með veðsöfnum [hér talin verðtryggð] voru metin 50 % niður.
Prime bankastarfsemi gengur út á fullnægjandi veð, ekki út á gæði veða eins og Jón Ásgeir telur, það gildir í subprime starfsemi og lélegri veð kosta meir afföll [eða hærri nafnvexti].
Júlíus Björnsson, 1.3.2011 kl. 20:21
Sæll Halldór,
Allt mikið rétt og satt hjá þér. Ég vil í þessu samhengi nefna punkt sem kom fram hjá Ingva Hrafni á ÍNN í kvöld sem er að hann fær ekki nokkurn mann til að koma í ókeypis 4 sinnum 30 mín. útsendingu í boði ÍNN til að útskýra fyrir þjóðinni af hverju að segja "Já" við Icesave og hvernig skyldi á standa á þessu. Svörin sem hann fær frá stuðningsliði Icesave er nei ekki ég fáðu frekar hinn og svo framvegis. Sem sagt við eigum að borga "að því bara". Nei ég segi nei og aftur nei það er einhver óheilindi í þessu öllu saman og það skynjar þjóðin, svona leyni og pukurspil er okkur þjóðinni ekki boðlegt og þessir virðulegu þingmenn sem kusu með Icesave á þingi þurfa að fara að pakka niður, þeirra tími er liðinn. Ég kalla eftir að við fáum í við stjórnvöl fólk sem stjórnar landinu af því að það kann og hefur þekkingu á að stjórna þessu litla fyrirtæki "Íslandi". Síðan legg ég til að öllum skilnefndarmönnum og konum verði sagt upp og ríkið ráði fólk í vinnu á venjulegum launum eins og annað fólk í þessu landi til að díla með eignir bankanna. Þannig má þá að minnsta kosti ráða hæft fólk og reka óhæft fólk en ekki sitja uppi með grossera sem ætla að nærast á þessu sukki um aldur og æfi.
Kv. Jón Siguðsson
Jón Sigurðsson, 2.3.2011 kl. 00:07
Ég forpokazt með piztli þezzu...
Nei takk fyrir mig & mína...
Steingrímur Helgason, 2.3.2011 kl. 00:33
Takk fyrir góða samantekt.
Talað hefur verið um að "jafnræðisreglan" kynni að hafa verið sniðgengin af Íslendinga hálfu.
Bent hefur verið á að ekki hafi Íslendingum boðist hlutdeild í "þessum frábæru innlánsvaxtareikningum" sem buðust ytra.
Hefðu Bretar hafa borgað þá út?
Eygló, 2.3.2011 kl. 02:31
Amen
Rómur (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 08:35
Nei hjá mér, tökum slaginn ef Bretar og Hollendingar vilja það. Við erum ekki að fara að keppa við þá í fótbolta heldur um réttlæti og þar erum við á jafnréttisgrundvelli.
Upp með Icesaveklippurnar og segjum NEI.
Sveinn Egill Úlfarsson, 2.3.2011 kl. 12:42
Glæsilegt Halldór ! þú setur þetta upp, nákvæmlega eins og það er og það sem máli skiftir, á skiljanlegri og góðri íslensku, nokkuð sem ég og fleiri eru búin að vera basla við með misjöfnun árángri.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 2.3.2011 kl. 13:45
Nei hjá mér
http://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog
Sigurður Helgi Ármannsson, 2.3.2011 kl. 13:56
http://www.youtube.com/watch?v=B5DWTKsbNQk&feature=player_embedded#at=19
Þetta er bara eins og yngjast um 50 ár að hlusta á þennan mann.
Júlíus Björnsson, 2.3.2011 kl. 18:20
Júlíus
Þú segir það satt, að þessi maður, hver sem hann er, og væri gott að fá það upplýst, talar tungu sem við þyrftum að temja okkur í stað þess að hlusta á barlóminn og bölmóðinn í forystumönnum stjórnarflokkanna okkar.
Halldór Jónsson, 2.3.2011 kl. 19:09
Ég þakka ykkur öllum sem hafið talað í mig kjark á þessari síðu. Það er ómetanlegt að finna að maður er ekki einn og einangraður í sinni forpokun. Að það skuli vera fólk þarna úti sem er ekki sama um Ísland,
Halldór Jónsson, 2.3.2011 kl. 19:13
Halldór, þetta var flottur pistill hjá þér og þú getur verið viss um að þú ert langt frá því að vera einn um að vilja hafna Icesave alfarið!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.3.2011 kl. 19:49
Halldór ! hér er slóði á Farmann Business Magazine sem Hans Lysglimt (sá á vídeóinu hjá Júlíusi) er ritstjóri hjá.
http://www.farmann.no/
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 2.3.2011 kl. 19:52
Nei hér líka!
Haraldur Rafn Ingvason, 2.3.2011 kl. 23:29
Sæll Halldór
Allt satt og rétt sem þú skrifar hér.
Það er bara eitt. Ég held þú ofmetir þetta mál þegar þú heldur að það hafi einhver áhrif á samninga um aðild að ESB.
Ég get ekki ímyndað mér að Frökkum, Ítölum og Pólverjum sem ekki slétt sama í slíkum viðræðum þó á sama tíma sé í gangi málarekstur á milli Íslands, Bretlands og Hollans vegna uppgjörs á búi banka sem fór í þrot.
Við verðum að átta okkur á því að uppgjör á þrotabúi banka er smámál þegar kemur að hinu stóra samhengi hlutanna í hinum alþjóðlegu stjórnmálum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2011 kl. 11:24
Mjög flott samantekt á skoðun þinni Halldór. Ég segi líka NEI !!!
Haukur Nikulásson, 3.3.2011 kl. 11:54
Takk fyrir Haukur. Ég held að neyðarlögin komi engum við nema Íslendingum sjálfum.
Friðik, sjálfsagt er þetta mun stærra í okkar hugum en almennings í öðrum löndum.
Takk fyrir araldur Rafn, ég sé að við eigum sameiginlegar skoðanir í fiskveiðimálum líka.
Kristján, takk fyrir nafnið á manninum , hann er sannarlega Ljósglampi í myrkrinu!
Halldór Jónsson, 3.3.2011 kl. 12:33
Ég sagði NEI í fyrra, og auðvitað líka núna, NEI er NEI og verður það áfram!
Anna Ragnhildur, 3.3.2011 kl. 15:36
Nei- við eigum að halda í en ekki brjóta þau prisipp sem við höfum alið okkar börn og barnabörn með.
Eggert Guðmundsson, 3.3.2011 kl. 17:17
Principle:doctrine, tenet, precept; fundamental law, primary law on which other laws are
based
SamFo merking orðsins Prinsipp er ekki í samræmi við merkinguna sem gildir í siðmenntum ríkjum.
Júlíus Björnsson, 3.3.2011 kl. 18:11
NEI!!
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.3.2011 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.