Leita í fréttum mbl.is

Góðir Íslendingar!

Sjö hæstaréttarlögmenn birta eftirfarandi áskorun til íslensku þjóðarinnar:

"Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin."

Er ekki þarna svarið við síbylju ríkisstjórnarflokkanna og stuðningsmanna samningaleiðarinnar að aðeins dómstólaleið eða samningurinn sé í boði?

Látum ekki blekkjast. Fellum samninginn góðir Íslendingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Rétt hjá þér Halldór. Látum ekki Bjarna gæsalappa og aðra misindismenn hafa áhrif á okkur. Tökum ekki mark á þessum landráðamönnum sem ætla að láta okkur borga fyrir fyllerí undanfarinna áratuga, nóg komið segi ég bara.

Hvenær hefur það svo sem tíðkast að reynt sé að semja um ágreiningsmál ? auðvitað á ekki að svo mikið sem gjóa augunum á þessa Holla og Tjalla hvað þá meir. Önsum ekki gæsalappa og þessu liði sem vill segja já við öllum sköpuðum hlutum.

Ragnar L Benediktsson, 9.3.2011 kl. 14:11

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Kórrétt. Gleymum heldur aldrei svikurunum 33 úr Icesave II eða hinum 44 auk hinna þriggja hlutlausu úr Icesave III, sem létu kaupa sig til föðurlandssvika fyrir dulinn ávinning, eins og sagan mun að mínu mati síðar leiða í ljós.

Jónatan Karlsson, 9.3.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418440

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband