Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði

mín með Lilju Mósesdóttur eru talsverð. Mér finnst hugmyndin um að nota skattkerfið til að lækka laun hjá einhverjum tilteknum einstaklingum svo fráleit að ekki sæmi svo hámenntuðum hagfræðingi. Svona tillaga sæmir ef til vill Ólínu Þorvarðardóttur betur og stendur undir flestum væntingum mínum til hennar sem stjórnmálamanns. En hún vill toppa Lilju með því að setja 80 % skatt á hátekjur meðan Lilja talar um 70 % .

Hvernig henni Lilju, sem er hámenntaður hagfræðingur, dettur þetta í hug er mér hulin ráðgáta. Ekki fer hjá því að Lilju sé kunnugt um tregðu fólks til að lækka laun sín.Það er því auðvelt að reikna út hversu mikið 4 milljóna launin yrðu hækkuð til þess að viðkomandi héldi óskertum hlut við skattkerfisbreytinguna.

Það er ekki langt síðan að þjóðin fékk langa og góða reynslu af kostum eins-skattþreps staðgreiðslukerfis sem nú hefur verið eyðilagt. Því miður fengum við aldrei að nýta slíkt kerfi til fulls með stórlækkun staðgreiðsluprósentunnar en nota neikvæða skattprósentu á móti til að lyfta kjörum þeirra lægra launuðu og jafna aðstöðuna eins og gert var. Hátekjuskattur var lagður á í því kerfi og gekk álveg snurðulaust. En kommúnistar fengu spellvirkjunum framgengt og verður það væntanlega fyrsta verkefni viðreisnarstjórnar að laga skattkerfið aftur.

Þessvegna er ég svo vonsvikinn yfir henni Lilju Mósesdóttur. Hún er hugsanlega dæmi um það hvernig pólitísk trúarblinda getur brenglað rökhugsun hjá fólki, svipað og gerist hjá ofsatrúarfólki um allan heim. Nema auðvitað hún hafi hugsað þetta sem lýðskrum til að skora mörk hjá sakleysingjum og naívistum í kjósendahópi VG.

En þessi tillaga Lilju er mér samt sem áður vonbrigði af því að ég batt og bind enn vonir við hana, sem svotil einasta stjórnmálamannsins úr röðum Vinstri Grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór; jafnan !

Burt séð; frá viðhorfum Lilju Eyrbyggja (Grundfirðings) Móses dóttur, hlýtur þú að viðurkenna, að megin ofurlauna liðsins, eru afætur - og fjarri því; að standa undir sköpun verðmæta, sem sjómenn - bændur og iðnaðarmenn eru kunnastir, að.

Sjáðu; þessar Helvítis fígúrur, í rotnu og morknuður Banka kerfinu til dæmis, fornvinur góður.

Lítil þörf; fyrir mannskap, af því taginu, Halldór minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 17:03

2 Smámynd: Björn Birgisson

" .............og verður það væntanlega fyrsta verkefni viðreisnarstjórnar að laga skattkerfið aftur."

Bara búinn að endurvekja Viðreisnarstjórnina! Það líst mér ekkert illa á, en fyrst þurfum við að kjósa.

Góður pistill. Takk.

70-80% skattur! Brandari ársins.

Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 17:48

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Pælingar Lilju byggjast auðvitað á því að bankarnir sem endurreistir voru, hafi ekki aðeins fengið skuldir heldur ekki síður gríðarlegar eignir til ráðstöfunar sem byggjast meira og minna á ranglæti. Það ranglæti byggist á ósanngjörnum lánskjörum skuldara sem töldu sig vera að semja við viðskiptabankann sinn um hagstæð lán en allt fór úr böndum og lánin urðu himinhá. Þá hafa bankarnir reynt að komast upp með það að stika út ýmsar skuldir, þ. á m. hlutafé fyrri banka sem e.t.v. er einskis virði en of fljótt er að afskrifa þar sem ekki hafa öll kurl verið dregin til grafar, t.d. úr stærsta kaupþingsbankanum sem er/var í Lúxembourgh.

Er þetta góður grundvöllur fyrir gríðarlega háum launakjörum þessara bankastjóra? Hafa þeir unnið fyrir þessu með heiðarleika og ráðdeildarsemi? Um það má vissulega deila.

Ljóst er að hálaunaðir bankastjórar kunni ekki góðri lukku að stýra. Hvaða rök eru fyrir því að daglaun bankastjóra séu jafnhá mánaðarlaunum venjulegs launamanns og jafnvel hærri? Þarf bankastjórinn að eta 20-30 sinnum fleiri brauð en verkafólkið? Eðlilegur launamunur væri kannski 3-4 föld lægstu laun eða eins og tíðkaðist lengst af áður. Þá var ásættanlegt eitt tekjuskattsstig en nú eru forsendur gjörbreyttar. Þrep í tekjuskatti eru víða í skattalögum og skattar eru n.k. tekjujöfnunartæki samfélagsins: þeir sem meira mega sín miðla til þeirra sem minna bera úr býtum. Þetta byggist á aldargömlum, kristilegum sjónarmiðum.

Annars virðist eins og e.k. heiðni sé að vaxa fiskur um hrygg meðal auðmanna. Mammon hefur fengið að láta greipar sópa undir herlúðrum Frjálshyggjunnar í allri sinni dýrð sem aldrei hefði átt að ná að festa hér rætur. Það var einhver sú versta sending sem íslenskt samfélag hefur fengið og rekið hefur á fjörurnar hjá okkur.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2011 kl. 19:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðjón minn

Geturðu útskýrt þetta aðeins betur:

"Mammon hefur fengið að láta greipar sópa undir herlúðrum Frjálshyggjunnar í allri sinni dýrð sem aldrei hefði átt að ná að festa hér rætur."

Þarftu ekki að hugleiða muninn á krónu sem þú átt og krónu sem þú skuldar? Ef þú tekur lán til að kaupa bíl þá ertu að steypa þér í fjárhagslega ógæfu. Því að bíleign kostar þig líka peninga fyrir utan að þurfa að borga lánið. Ef þú kaupir eitthvað sem gefur þér tekjur umfram það sem það kostar þig þá ertu á leið til betri fjárhagsstöðu.

Hvað er frjálshyggja? Að mínu viti er það að hver maður sé frjáls að hugsun og athafna meðan hann skerðir ekki frelsi annars til sama.

ATVR er ekki frjálshyggja. Bensínskattur uppá 113 kr/lítra er ekki frjálshyggja. Samráð banka um þjónustugjöld og vaxtamun er ekki frjálshyggja.Áþvingaður lífeyrissjóður er ekki frjálshyggja.Virðisaukaskattur á matvæli er ekki frjálshyggja.

Verðtrygging sparifjár er frjálshyggja. Vísitölulán er líka frjálshyggja. Að taka lán eer frjálshyggja. Að borga ekki það sem maður fær að láni er ekki frjálshyggja. Eignarréttur er frjálshyggja. Rán er ekki frjálshyggja.

Sá maður sem tekur lán er ekki lengur frjáls. Lán er mesta ólán sem á manni dynur. Gjöf er góð. Tap er slæmt.

Hugleiddu þetta aðeins vinur.

Halldór Jónsson, 10.3.2011 kl. 20:06

5 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Mjög sátt við Lilju, svo er spurning hvort sé hægt að fara þá leið sem Ólína Þorvarðardóttir kom með, um að hækka svo skattleysismörkin. Ofurskattar á ofurlaun og létta byrðarnar á þeim sem lítið hafa það er jöfnuður og réttlætismál.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 10.3.2011 kl. 21:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ragnhildur mín,

Getur þú ekki velt fyrir þér á hversu örfáa þessi ofurskattlagning leggst? Og að þessir örfáu munu bara láta laga dæmið til fyrir sig.

En verður ekki erfiðara að fá menn eins og t.d. Bucheit til tímabundinna starfa þegar mikið liggur við?

Og finnst þér svona skattlagning hvetjandi fyrir nokkurn mann? Ekki breytir hún miklu fyrir þig væntanlega núna. En gæti þig kannski ekki dreymt um starf sem gæfi meira en milljón á mánuði síðar á ævinni? Ameríski draumurinn er það kallað.

Halldór Jónsson, 10.3.2011 kl. 21:54

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aldrei hefur mér dottið í hug að kaupa eitthvað án þess að eiga fyrir því. Undantekning: húsnæði það sem eg bý í ásamt fjölskyldu minni. En sú skuld er löngu greidd og hef ekki skuldað síðan árið 2000.

Allt sparifé okkar í formi hlutafjár er gjörsamlega horfið. Útrásarvargarnir og braskaranir sáu um það. Hafði ætlað mér að hafa varasjóð til efri áranna en nú hefi eg verið atvinnulaus eftir einkavæðingu skóla þar sem eg starfaði við yfir veturna. Frjálshyggjan er í mínum augum eins og hvert annað mýraljós sem gott er að forðast til að lenda ekki í vandræðum.

Varðandi skatta þá finnst mér ekkert mál að taka þátt í samfélagsrekstrinum en eg vil að sköttunum sé varið skynsamlega, ekki í rándýran lúxús sendiráða og annarra preláta.

Bensínskattarnir hér eru ekki hærri en annars staðar t.d. á Norðurlöndum, Þýskalandi og víðar. Heimsmarkaðsverðið hefur hækkað nokkuð vegna borgarastyrjaldarinnar í Líbíu og krónan hefur verið að lækka. Því er bensínlítrinn kominn upp úr öllu valdi.

Vona þetta skýri sjónarmið mín og viðhorf. Þau byggjast á dapurri reynslu, manns sem taldi sig vera að taka þátt í heiðarlegu samfélagi þar sem sparnaður og fjármagnið gæti létt undir.

Með von um betri tíma en án Frjálshyggju takk fyrir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2011 kl. 23:13

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðjón

Mitt sparifé hvarf líka í formi hlutafjár í bankahruninu.Ég kenni ekki frjálshygjunni um heldur mínum eigin asnaskap. Ef maður kaupir hlutafé þá verður maður að vaka yfir því og selja um leið og það ætlar að lækka. Ég var kærulaus og beið eftir að Eyjólfur hresstist, tímdi ekki að taka tapinu strax. það er alltaf vitleysa.Stop loss reglan.Selja helminginn ef hlutafé hefur hækkað.

En það hefur ekkert með frjálshyggjuna að gera.Þjófar eru þjófar og glæpamenn eyðilögðu bankana innanfrá og þar með hlutaféið. ég sé fyrir mér nýtt þjóðfélag þar sem frjáls viðskipti þróast, gjaldeyrir verður frjáls og ferðafrjáls. Skattar verða hóflegir og fólki verður óhætt að treysta bönkum til að geyma peninga verðtryggða. Skattkerfið verðlaunar sparnað.Fólki verður gert kleyft að spara aftur. Þar sem nægt fangelsisrými verður til að geyma glæpamenn sem eiga heima í fangelsum, ekki meðferðarheimilum við meiri þægindi en aldraðir og öryrkjar búa við.

Ég er staddur í Bandaríkjunum núna. Þar kostar bensínið dollar lítrinn og þeir stynja. Því þjóðfélagið gengur á samgöngum og þar gegnir bíllinn lykilhlutverki.Þú átt ekki að sætta þig við að bíllinn sé skattstofn og bensínið hátollavara. Þetta er kommúnistaheimska. Frjálshyggjan vill frjáls viðskipti, frelsi frá kúgun stjórnglæpamanna sem vilja ekkert nema lifa af þér eins og blóðsugum er tamt.

Hugsaðu þig um Guðjón og hættu að trúa þjóðlygurum og klisjusmiðum.

Halldór Jónsson, 11.3.2011 kl. 02:52

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hverjir eru þjóðlygarar? Eru það ekki lýðskrumaranir og þeir sem sækjast eftir völdum í krafti möguleika á blekkingum og svikum?

Útrásin byggðist meira og minna á því. Eg lagði tillögur á aðalfundum nokkurra félaga um takmörkun atkvæðaréttar. og vildi setja tvö skilyrði: hlutafé hafi verið raunverulega goldið til félagsins og að veðsett hlutafé fylgdi ekki atkvæðaréttur. Rökstuðningurinn var mjög einfaldur: glæframenn höfðu sumir hverjir stofnað pappírsfyrirtæki eins og Bakkabræður um 50 milljarða hlut í Exista. Ekki ein einasta króna var greidd til félagsins. Þessir aðilar léku aðra hluthafa grátt og nánast yfirtóku fyrirtækið. Ekki var þetta heimsku okkar að kenna heldur óheiðarlegum vinnubrögðum sem gölluð hlutafélagalög buðu upp á. Þarna er meinsemdina að finna og hefi eg borið margsinnis þessar hugmyndir við Árna Vilhjálmsson fyrrum prófessor í Viðskiptafræðideild HÍ og stjórnarformann HBGranda. Mér er alltaf minnisstætt þegar eg ræddi fyrst við hann um þessa tillögu. Hann horfði vinsamlega til mín og brosti dálítið og sagði: Ef þetta væri í landslögum væri okkar athafnalíf heilbrigðara.

Við skulum endilega ræða betur um þessi mál og hvernig við getum útfært betur þessa hugmynd.

Góðar stundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.3.2011 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband