Leita í fréttum mbl.is

Stórþýskaland

er að fæðast í Evrópu. Stærra en Foringjann gat nokkru sinni dreymt um.

Styrmir Gunnarsson dregur fram meginatriði á Evrópuvakt sinni í dag. Styrmir egir m.a.:

.."þjóðverjar eru þeir einu, sem ráða yfir nægilegum fjármunum til þess að koma þessum ríkjum til aðstoðar. Vandi ríkjanna er sá, að þar sem þau eru aðilar að evrunni geta þau ekki gripið til ráðstafana, sem ríki sem búa við eigin gjaldmiðil geta gripið til við áþekkar aðstæður....
Þar sem Þjóðverjar eru fjársterkastir evruríkjanna þýðir þetta í raun að önnur evruríki lagi sig að efnahagsstefnu Þjóðverja. Evrópa er að verða þýzk Evrópa....

....Ef Ísland væri eitt af evruríkjunum mundu kröfur Þjóðverja þýða, að verkalýðshreyfingin á Íslandi gæti eftir það ekki gert kröfu til vísitölutengingar launa og fjármálaráðuneytið yrði að senda drög að fjárlögum næsta árs til Brussel til samþykktar áður en það yrði lagt fyrir Alþingi svo að dæmi sé tekið....

Hins vegar eru í kröfum Þjóðverja líka efnisleg atriði, sem eru stuðningur við sjónarmið þeirra hér á Íslandi, sem vilja hafna samningum um Icesave. Þjóðverjar krefjast þess, að lánardrottnar banka og ríkja, sem lenda í erfiðleikum verði látnir sitja uppi með sín töp sjálfir en þeim ekki velt yfir á skattgreiðendur. Þetta er auðvitað það prinsipp, sem ræður afstöðu þeirra, sem eru andvígir Icesave III.....

Líkurnar eru meiri en minni á því að Þjóðverjar hafi sitt fram. Það þýðir að Evrópusambandið er að taka eðlisbreytingum. Það er að verða að ríkjabandalagi Evrópuríkja. Bandaríki Evrópu eru að verða til...

..Samþykkti Alþingi 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Bandaríkjum Evrópu? Er ekki rétt að þeir þingmenn, sem stóðu að þeirri samþykkt svari því? "

Er ekki of mikil tilætlunarsemi hjá Styrmi að ætlast tl þess að krataþingmenn geti yfirleitt skýrt nokkurn hlut þegar kemur að Evrópusambandsaðild?
Á Stalínstímanum gátu íslenskir kommúnistar ekki skýrt nokkurn skapaðan hut öðruvísi en að segja að menn yrðu að kunna díalektíska efnishyggju til að geta rætt við þá um pólitík. Hannes Hólmsteinn fletti ofan af Svavari Gestssyni og félögum með því að lesa fræðin sjálfur. Þá kom í ljós að þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að tala um. Þeir voru ólesnir! Er ekki sama með þessa krataræfla. Þeir kunna ekkert nema upphrópanir um Evrópusamstarf og að Íslendingar eigi að vera þjóð meðal Evrópuþjóða. Sama þó að við séum frekar Ameríkumenn með jafnstóra íslenska þjóð þar.

En er það þetta sem við erum að gera þarna í Brüssel? Að ganga inn í nýtt Stórþýskaland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Áhugaverð pæling. Takk. Það eru andskoti margar hliðar á krónunni um þessar mundir!

Björn Birgisson, 11.3.2011 kl. 20:13

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Draumur er þrepa ríki. Lykil Ríki Þjóðverjar [með fjögur fylgi ríki], Frakkar [með fjögur fylgi ríki] og Bretar með sín lepp ríki.  EU verður Miðstýrt ráðstjórnar ríki. Getur vel verið að USA sé að stefna í sömu átt.

Í krafti EES [eign og yfirtöku frelsi] eiga Þýska kennitölur öll bestu veðin í Meðlima-Ríkjum EU  beint eða óbeint, í réttu hlutfalli við fátækt ríkjanna minnst ítök í þeim stóru Bretlandi og Frakklandi.  

Júlíus Björnsson, 12.3.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband