Leita í fréttum mbl.is

Þjóðargjaldþrot

voru til umræðu í fréttaþætti í írska RTÉ, sem hægt er að nálgast á bloggi Gunnars Rögnvaldssonar. Ég hvet ykkur Evrusinna og Icesave-aðdáendur til að hlusta á þáttinn.

Írar skulda nú 103 % af sínu GDP. Þeir stefna í að skulda 125 % af þjóðarframleiðslu sinni eftir tvö ár.

Í þessum þætti ræða þeir hispurslaust um það að þeir verði gjaldþrota því þeir geti ekki borgað. Þeir eru alvarlega að undirbúa ríkisgjaldþrot sitt. Liður í því er að skilja algerlega að skuldir bankanna og ríkisins. Bankarnir hafa spilað fjárhættuspil. Ekki þjóðin. Ríkið má ekki bera ábyrgð á skuldum bankanna. Þeir minntust ekki á innistæður almennings.

Þjóðargjaldþrot er ekki endir veraldar útskýrir suðuramerískur ráðherra og sérfræðingur sem ég man ekki hvað heitir, Hann var mjög yfirvegaður og reyndur í þessum málum. Hann bendir á að mörg ríki hafa orðið gjaldþrota en náð sér fljótt þar sem skuldareigendur sjá að frekari innheimta er tilgangslaus.

Blaðamaður og bankamaður ræddu um kosti og galla þjóðargjaldþrots. Blaðamaðurinn sagði að markaðir hefðu fuglsminni, það yrði einhver hvellur fyrst en það væri bara ekki hægt að öll þessi verst settu ríki eins og Grikkland, Spán og Ísland, sem væru öll verr stödd en Írland, gætu nokkurntímann borgað. Þau færu á hausinn. Írland líka. Ekki fullveldin sjálf endilega sem myndu borga sitt vegna vega og virkjana. En bankarnir færu allir á hausinn og skuldheimtumenn mættu bara eiga þá. Það kæmi ekki fullveldunum við. Þýskaland hefði risið úr gjaldþroti 1946 með Marshallhjálpinni. Svo yrði aftur raunin núna.

Hér erum við að undirbúa alveg þveröfuga leið. Leggja skuldir óreiðumanna á fullveldið og náttúruauðlindir þjóðarinnar.Viðurkenna erlenda lögsögu yfir þessu tvennu. Ísland hefur skilið sig frá öðrum evrópuríkjum fyrir það eitt, að enginn hefur getað sagt því fyrir verkum. Við erum sjálfstæð þjóð með eigin gjaldmiðil og eigin náttúrauðæfi, sem Írar eiga engin.

Og Sjálfstæðisþingmenn ætla að samþykkja þetta. Að vísu ekki Unnur Brá, Sigurður Kári, Gulli og Birgir Ármanns líka held ég. Hinir allir með.Hvar er ég staddur?

Ég hittti hér á Flórídu mikinn kaupsýslumann í útflutningsiðnaði, sem ætlar að fara að fjárfesta mikið á Íslandi því að hann hefur auðvitað stórgrætt á hruninu. Hann vill fyrir hvern mun samþykkja Icesave. "Það er alveg ómögulegt að geta ekki farið í útlendan banka og biðja um lán án þess að það sé hlegið að manni" sagði hann. Maður skilur svona sjónarmið þegar menn tala útfrá sínum þrengstu eiginhagsmunum. En alls ekki öðruvísi. Við ákváðum að rífast ekki hérna á erlendri grund, vera bara vinir og njóta sólskinsins.

Er það verkurinn ? Að geta ekki slegið meiri lán án þess fyrst að taka á sig meiri skuldir? Fyrir þjóð sem skuldar..., já bíðið aðeins.

Dr, Michael Sommer sem stjórnaði fjármálum Írlands í 19 ár segir beint út í þessum þætti: "Það er engin leið til þes að við Írar getum borgað þetta til baka". Skuldirnar eru orðnar alltof miklar.

Eigum við einhvern sem getur sagt sannleikann við þjóðina okkar? Eigum við nokkuð nema ábyrgðarlausa kjána á kjána ofan?

Já skuldir Írlands eru of miklar. Skuldir Írlands eru núna bara 103 % af GDP. En þær stefna í 125 % eftir tvö ár! það er það sem þeir sjá koma.Ólýsanlega erfiðleika sem þessu muni fylgja í evrulandinu Írlandi.

En hér? Jú skuldir Íslands eru núna aðeins 144 % af GDP, áður en Icesave kemur til samkvæmt upplýsingum í þessum sama sjónvarpsþætti?

Og hvað gerum við þá? Bætum á okkur skuldum óreiðumanna til þess að við getum fengið meiri lán? Allt til þess að það verði ekki hlegið að okkur í útlendum bönkum?

Möguleg þjóðargjaldþrot blasa við mörgum góðum Evrópuþjóðum núna. Eftir þenna þátt efast ég um að Evrópusambandið lifi þessi ósköp af.Þó að þau séu núna nýbúin að samþykkja aukna miðstýringu í fjárlagagerð og kjaramálum, þá er ekki víst að nóg sé í þýska sparibauknum fyrir alla. Og svo las ég í Time að Bandaríkin framleiða sexsinnum meira en Kínverjar á mann og 30-45 % meira á mann heldur en þegnar Evrópusambandsins, Þjóðverjar meðtaldir.

Þá fara menn í Evrópusambandinu að velta fyrir sér þjóðargjaldþrotum fremur en nýjum lánum. Og við sækjum um inngöngu og viljum láta allt af hendi til þess að það sé ekki hlegið að okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Auknar fiskveiðar, td. frjálsar handfæraveiðar

leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda okkar,

ekki nýjar lántökur, einfalt og gott!

Aðalsteinn Agnarsson, 16.3.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland gat sett fullt af drasli í þrot strax. Það er enginn glæpur í viðskipta heiminum.  Markaðurinn mætir á uppboð og startar því sem arðbærast í framhaldi eða rekstrahæft á langtíma forsendum. Lánadrottnar vita að hverju þeir ganga þegar þeir taka áhættu.

Hlutafélagaformið snýst um áhættu [um gjaldþrot] og skapar tækifæri.

http://www.youtube.com/watch?v=JjglR2KYz5o&feature=feedlik

Hér voru veð fengin að láni í kofum landsmanna og fermetra fjölda nýbygginga, gjaldeyrir keyptur í Seðlabanka sem seldi krónubréf, fyrir lífeyris og hávaxtareikninga.

Það eru enginn afköst andleg eða líkamleg í komma ríkjum og engum treystandi. Easy Money.

Hagfræðingar hér eru eins tannlæknar sem nema fræðin sín í bréfaskóla eingöngu.

Júlíus Björnsson, 16.3.2011 kl. 21:58

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Mæl þú manna heilastur. Það virðist vera akkúrat þetta sem ráðamenn á Íslandi ekki skilja, að einkarekstur er einkarekstur og ríkið er ríkið/skattgreiðendur og þessu bera að blanda sem minnst saman.

Jón Bragi Sigurðsson, 17.3.2011 kl. 10:40

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.rte.ie/player/#v=1094103

Hér ræða professional málin, Íslendingar ættu að hluta á þetta, engin undanlægjuháttur þar og viðskipafræðin á hreinu.  

Júlíus Björnsson, 17.3.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband