Leita í fréttum mbl.is

Fundur í Valhöll

með formanni og þingflokki. Líklega á að skýra hversvegna þingflokkur mínus fjórir ákvað að ganga til liðs við VG um að samþykkja Icesave.

Venjulegir Sjálfstæðismenn botna ekkert í því hversvegna þeir gerðu þetta ? Hvaða nauður rak þá til þess að ganga í þessi njörg kommúnista og krata?

Ætli eigi að skýra út fyrir okkur hversvegna allt þetta var svo þaulhugsað að við bara föttum ekki snilldina? Ætli eigi að sannfæra okkur um dómgreind þingflokksins mínus fjórir til þess að vísa þjóðinni veginn í öðrum málum? Hugsanlega er enn hægt að grípa til gamla trixins að sem hljóðaði svo: "Munið það piltar að þó við séum vondir þá eru aðrir verri",svo ég minnist orða Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns flokksins yfir hausamótunum á okkur fýlupokunum í gamla daga.

Spurning sem ég velti fyrir mér um stjórnmálaforingja yfirleitt, hvort ekki sé betra að hafa samband við flokkinn sinn áður en menn gusast í svona stór útspil eins og Icesave samningarnir voru.

Mikið ef Steingrímur og VG eru ekki farnir að velta þessu fyrir sér?

Allavega er fundur í Valhöll á morgum og þar klöppum við sem aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Maður er farinn að velta því fyrir sér  hvurt Bjarni Ben og þingsveinar hans séu að stofna nýjan flokk.Ég er búin að vera flokksbundin Sjálfstæðisflokknum í 40 ár. Og er Bjarni Ben í því breita stefnu Flokksins ? Nei nýja forustu verðum við að fá .

Vilhjálmur Stefánsson, 16.4.2011 kl. 00:09

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Vilhjálmur og takk fyrir innlitið. Já, okkur flokkshestunum sárnar að vera ekki virtir viðlits nema ef þarf að láta okkur greiða atkvæði rétt eða hrópa húrra.

Bjarni virðist gjarn á að gusast áfram. Hann réði Jónmund uppá sitt eindæmi, mjög umdeild ráðstöfun, hann tók ákvörðun um að skila 50 milljónum sem enginn veit hvernig á að endurheimta, nú kemur Icsave. Hvað kemur næst?

Halldór Jónsson, 16.4.2011 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband