Leita í fréttum mbl.is

Orkuveitan einkamál?

Reykvíkinga?

OR selur afurðir sínar miklu víðar en bara í Reykjavík. Henni er skipuð hver stjórnin eftir aðra. Þar er misjafn sauður í mörgu fé.

Uppsafnað ástandið eftir regeringstíð orkukóngsins Alfreðs Gíslasonar, oddamanns Framsóknar í R-listanum, er það að stórfelldar taxtahækkanir eru sagðar nauðsynlegar til að fyrirtgækið geti borgað af lánum á næsta ári. Heitavatnið er að verða tvöfalt dýrara í Kópavogi, Garðabæ, Mosó, Akranesi,Grímsnesi, uppsveitum Árnessýslu og Guð veit hvar ekki, heldur en það verð sem dugar Hitaveitu Seltjarnarness. Í rafmagninu er enginn samanburður þar sem búið er að rústa góða fyrirtækinu RARIK í Evrópubandalagsvanskapning með lagkökuskiptum valdapýramída RARIK-Orkusalan, og óþarfa milliliðum. Sjálfsagt er sama vitleysan þar í gangi með öllum silkihúfunum.

Ég er viss um að hefðu fulltrúar allra sveitarfélaga á orkusölusvæði OR setið í stjórninni með "Alfreð the Great", þá hefðu umræður um Tetralínu, Línu-Net, Risarækju og hvað það hét alltsaman, tekið lengri tíma og kannski orðið til þess að hægar hefði verið farið. Ég hugsa til dæmis að Gunnar Birgisson hefði hugsað meira um orkuverðið til Kópavogsbúa heldur en pendúlinn og eldhúsið í Orkuveituhúsinu svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju fá fórnardýrin í jaðarbyggðunum ekki að hafa áhrif í stjórn Orkuveitu sinnar? Það er ekkert einkamál Reykvíkinga hvað heitavatnið kostar í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þegar skipulagðir gangsterar eru búnir að hreiðra um sig í fyrirtæki eins og OR, þá er takinu ekki sleppt. þetta er flókið spil sem er sett upp til að láta allt líta eðlilega út...OR í dag er mjólkurkú fyrir fólk sem þarf að ná burtu. Enn er engin nálægt þessu máli sem veit hvernig á að fara að því..

Óskar Arnórsson, 16.4.2011 kl. 11:36

2 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Ekki Gíslason, Þorsteinsson.

Aðalbjörn Steingrímsson, 16.4.2011 kl. 11:45

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann er farinn að dofna svo í minningunni eins og hver annar vondur draumur, að maður ruglast. Jú hann er Þorsteinsson

Halldór Jónsson, 16.4.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband