Leita í fréttum mbl.is

Við klöppuðum í Valhöll

fyrir Bjarna formanni þar eð honum mæltist vel. Hann fór yfir muninn á því hvernig Sjálfstæðismenn vildu nálgast þau vandmál heimila og fyrirtækja og hvaða leið ríkisstjórnin fetar. Hann var þungorður um framgöngu bankanna gagnvart fyrirtækjum. Í raun væru þeir ekki að bjóða neitt annað en 100 % skuldsetningu, sem engin von væri til að eigendur þeirra hefðu áhuga á að taka þátt í. Bjarni lagði áherslu á nauðsyn þess að eigendur væru við stjórn í fyrirtækjunum. Fyrirtæki gengju ekki án áhuga og atorku eigenda sinna sem hefðu alla þekkinguna og viðskiptasamböndin sín megin. Þeir hefðu ekki áhuga að reka fyrirtækin sem skuldaþrælar bankanna. Hann vildi taka þessi mál bankanna hörðum tökum ef hann mætti. Hann vildi banna eignfærslu banka á lánum fyrirtækja sem væru í vanskilum.

Líflegar umræður urðu um þessi mál og voru fundarmenn einhuga um að þjóðinni lægi á að leysa atvinnumálin. En forsendan væri að þessi ríkisstjórn færi frá og kosningar yrðu haldnar. Það væri stóra verkefnið sem við blasti að mati fundarmanna.

Formaðurinn skýrði frá því að hann og meirihluti þingflokks hefðu viljað samþykkja Icesave lll en minnti jafnframt á að Sjálfstæðisflokkurinn allur hefði lagt áherslu á vilja sinn til að málinu yrði skotið til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu. Það væri nú að baki og tíminn myndi núna vinna með þjóðinni að lausn málsins.

Við klöppuðum í Valhöll fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn veit hvað hann vill gera en getur ekki gert vegna helstefnu ríkisstjórnarflokkanna, sem hanga við völdin eins og hundar á roði. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

En það er ekki nóg fyrir Bjarna Ben að segja eitt í dag og annað á morgun. Ég veit ekki til þess að Fyrirrennar hans í Formansstóli hafi tamið sér öskur og svo fóru þeir eftir því sem var ákvað á Landsfundi. Ég fyrir mitt leiti treisti ég ekki Bjarna Ben og því miður er það eins með meginn þorra Sjálfstæðismanna hér í Eyjum.Við hlustuðum á fundinn í morgum nokkurir saman og það vantar eithvað hjá Bjarna Ben svo það hrífi okkur.

Vilhjálmur Stefánsson, 16.4.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Icesave-atkvæðagreiðslan á Alþingi skaut mörgum staðföstum sjálfstæðismanninum skelk í bringu. Bjarni þarf að taka á því. Hann þarf að eyða ótta flokksmanna við undanlátssemi gagnvart ESB aðildarsinnum. Fyrr nær hann ekki að sannfæra fólk að hann sé réttur maður til að veita sjálfstæðisstefnunni forystu.

Ragnhildur Kolka, 16.4.2011 kl. 13:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hvað var það aftur kallað sem haft var upp á mæni húsa hér á öldum áður til að menn áttuðu sig á því hvaðan vindurinn blési, Halldór....?

Ómar Bjarki Smárason, 16.4.2011 kl. 14:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta öllsömul. Ég held að Bjarni átti sig alveg á því og hefur raunar sagt það sjálfur, að hann eigi brekkur framundan að endurvinna traust flokksmanna. Það er ykkar og hans að finna út úr því.

Ég fyrir mitt leyti verð að jafna mig einhverja stund áður en ég fer að  styðja fólk sem var á öndverðum meiði í Icesave málinu. Mín sannfæring í því máli var orðin svo áköf fyrir því að þetta væri afleitt mál fyrir þjóðina að undirgangast.

Auðvitað getur verið að sú staða gæti komið upp að ég iðrist beisklega að hafa ekki þegið þann kost að semja á þessum nótum. En ég valdi hinn kostinn og held að hann eigi eftir að reynast okkur betur.

Bjarni og félagar völdu hinn kostinn. Hinsvegar er valið afstaðið og nú verða allir að vera á verði að verja Ísland, líka þeir sem tengja þetta mál viðmóti Evrópubandalagsins við Íslendingum og leggja mest uppúr því. En um þetta fólk er ég meira hræddur að geri eitthvað af sér fremur en ég sé hræddur um að Bjarni bili í vörninni. Honum treysti ég betur en Jóhönnu og hennar liði til dæmis. 

Halldór Jónsson, 16.4.2011 kl. 17:55

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halldór, það eru fleiri en flokksbundnir sjálfstæðismenn sem binda vonir við að stjórnarandstaðan standi í lappirnar. Vissulega er formaður ykkar vænlegri en formenn stjórnarflokkanna hvað varðar ESB aðild og önnur þjóðþrifamál. En er það nóg til þess að treysta honum betur en hinum? Maðurinn er nýbúinn að samþykkja lögin um Icesave III.

Kolbrún Hilmars, 16.4.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Benedikta E

Sæl öll - Forusta sem talar eins og kratar - er ekki í mínu boði og ekki treystandi að mínu mati.

Benedikta E, 16.4.2011 kl. 18:34

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Smásaman var að safnast upp traust til B. Ben hjá mér og nokkrum hér um hring en svo skeit hann á sig og þar með var það farið. 

Ekki af því að við séum hrekkjusvín og getum ekki fundið til með þeim sem svo hendir án vilja. 

En B. Ben hafði einbeittan vilja og ískalt mat í andstöðu við okkur og landsfundar samþykkt,  þannig að hann verður ekki tekin í sátt nema með afsökunar beiðni sem við sjáum á blaði og undirritað af honum sjálfum.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2011 kl. 22:35

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Kolbrún

Hann segist ætla að vinna sér inn traust okkar á ný.Fylgstu með honum og styrktu hann því hann þarf á þér að halda.

Benedikta

það er sama um þig. Enginn er mikill af sjálfum sér, með öðrum verður hann meiri en sjálfur.

Og Hrólfur, vinur er sá er til vamms segir. Bjarni er ungur maður og hvatvís. En ef hann vill læra þá hefur hann hæfileikana til að verða leiðtogi. Ólafur Thors var ekki alskapaður fyrir þrítugt.Þú eki heldur.

Halldór Jónsson, 16.4.2011 kl. 23:14

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann olli mér miklum vonbrigðum,sem stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.       Á hvað skal treysta þegar flokkur sem ég hef talið brynvarðan gegn ESB. -krötum,gengur að hluta til í lið með þeim,meðan forusta Framsóknar hélt uppi öflugum vörnum,gegn þessu fjárkúgunar liði. .Þannig færast atkvæði til. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2011 kl. 23:40

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt segir þú Halldór svo sem oft áður.  Ég hef það fyrir sið að biðjast afsökunar, eða biðjast fyrirgefningar, þá er ég af klaufaskap geri mistök, sem nú gerast mjög sjaldgæf að mínu mati en ekki sumra í nánustu grennd .  En það er engu að síður þannig að Þann sem ekki getur viðurkennt mistök sín er ekki auðvelt að verja og jafnvel  treysta til að hlaupa ekki útundan sér aftur.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2011 kl. 23:50

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Helga mín vinkona

ekki rugla þessu tvennu saman, Icesave og EU. Flokurinn er massívur gegn hvorutveggja og þingflokkurinn að unanskildum Þorgerði Katrínu og Ragnheiði Ríkharðs líka. Kjósendur munu taka afstöðu til þeirra í fyllingu tímans.

Hrólfur

ég held að Bjarni batni ekkert á því að væla í einhverjum kratískum stíl. Hann gengur hnarreisur til móts við brekkurnar og vill verja hagsmuni Íslands með okkur gegn fjandahernum. Hann vill að aðildarviðræðunum verði hætt og telur Ísland betur komið utan EU. Ég treysti honum fremur en yfirlýstum EU-sinnum.

Allir forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa gert einhverjar ráðstafanir sem ég hef verið á móti.En ég hef náð saman við þá í öðrum málum. Ég er er nokkuð viss um að ég lendi uppá kant við Bjarna eins og aðra í einstökum málum. En það er meðaltalið sem ræður.

Hvað finnst þér um EES samninginn sem við erum að brjóta með gjaldeyrishöftunum? Eigum við að segja okkur frá honum?

Halldór Jónsson, 17.4.2011 kl. 09:09

12 Smámynd: Benedikta E

Halldór - Já segja okkur úr EES  - STRAX - og einnig úr Schengen - STRAX -

Benedikta E, 20.4.2011 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband