Leita í fréttum mbl.is

Oft er ljótur draumur fyrir litlu efni.

Þetta datt mér í hug þegar ég les framtíðarsýnir Þorsteins Pálssonar í Vísi.

Hann segir m.a.: 

."Kannanir benda til að um það bil sextíu hundraðshlutar þjóðarinnar vilji ljúka aðildarviðræðunum og um fjörutíu af hundraði styðji aðild nú þegar. Aðeins tæpur helmingur þessara kjósenda fylgir Samfylkingunni að málum. Ívið stærri hluti fylgir öðrum flokkum. Þannig eru stuðningsmenn aðildar og aðildarviðræðna stór minnihluti í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og talsverður hluti kjósenda VG.

 

Eins og sakir standa hafa þessir minnihlutahópar þriggja flokka að mestu frosið úti frá áhrifum á Alþingi með þetta mál. Að öllu óbreyttu verður sama staða uppi á teningnum eftir næstu kosningar. Evrópumálin verða þá enn í uppnámi og stefnuleysi í peningamálum allsráðandi. Að sjálfu leiðir að líklegasta stjórnarmynstrið eftir kosningar er áframhaldandi seta núverandi stjórnarflokka með Framsóknarflokknum.Eigi Alþingi að endurspegla viðhorf þjóðarinnar þarf að finna Evrópusjónarmiðum kjósenda fjögurra flokka eðlilegan farveg til áhrifa þar. Í ljósi þess að aldarfjórðung tók að leiðrétta kjördæmaskipanina má draga í efa að sú lýðræðisumbót sé í augsýn."

 

Hvaðan í veröldinni kemur Þorsteini sú vissa að Evrópusinnar séu stór minnihluti í Sjálfstæðisflokknum?  Ekki sá hann það sama og ég sá á Landsfundinum þegar yfir 95 % fundarmanna lýstu andstöðu við aðild. Enda sá ég ekki Þorstein á þeim fundi. Og hvar er þessi hluti Evrópusinna í hjá stórum hluta kjósenda VG? Hvernig getur Steingrímur haldið þessu svona leyndu?

 

En að mér setur hroll þegar ég les framtíðarsýn Þorsteins Pálssonar um áframhald stjórnarsetu núverandi stjórnarflokka með hjálp Framsóknar. Ekki er þetta uppörfandi nú í páskahretinu.

 

En oft getur ljótur draumur verið fyrir litlu efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þorsteinn Pálsson er Baugs og Samfylkingar penni og það slæmt hvernig hann hefir stungið Sjálfstæðismenn í bakið.Hann er máske að hefna ófarasinna í eina tíð,ja mikið er Þorsteinn langrækinn. það hefur aldrei verið heillandi að hlusta á þorstein Pálsson.

Vilhjálmur Stefánsson, 25.4.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband