Leita í fréttum mbl.is

Met í EU-þjónkuninni

setja Samtök Atvinnulífsins með því að vera á móti því að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin. Svo segir í umsögn þeirra:

"Það er því álit SA að ekki sé brýn ástæða til þess að óska eftir gerð tvíhliða fríverslunarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna.“

Og enn segir:

„Bandarísk stjórnvöld hafa almennt verið treg við að gera fríverslunarsamninga..“, „ekki verið mikill þrýstingur frá útflutningsfyrirtækjum“, o.s.frv.

Hvað eru SA að fara með þessu? Þjóðin hlýtur að spyrja sig að því hvort þessir samningar séu mögulegir eða hvort þeir séu ekki í boði? Vilja þessi Samtök Atvinnulífsins að neytendur fái ekki lægra verð á vörum frá Bandaríkjunum ? Hversvegna eru þau með svona augljósa EU-þjónkun sem í þessu birtist um framhald mismununar í tollum gagnvart USA ? Eru þessi samtök komin á styrk frá EU?

Þurfa almennir neytendur ekki að taka eftir þessari afstöðu Samtaka Atvinnulífsins? Varfrjáls verslun ekki það okkar bestu menn börðust fyrir um aldir? Þurfum við ekki að gera fríverslunarsamninga við sem flestar þjóðir áður en við verðum múruð inni í stóra tollabandalaginu í Brüssel? Ber ekki nýrra til ef arftakar Verslunarráðs Íslands hafa skipt um skoðun á verslunarfrelsi?

Í ljósi þess hvernig Samtök atvinnulífsins beita sér pólitískt í svonefndum kjarasamningum, þá er svona augljós EU-þjónkun ekki til að hækka hróður þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Sæll Halldór.

Mundu eitt, það er ekki nauðsynlegt að gera tvíhliða samning við USA til þess að lækka vöruverð á Íslandi. Nóg er að gera einhliða samning og fella niður alla tolla frá USA. Það væri tekjubót fyrir almenning sem kostar ríkisjóð ekkert því nær ekkert er flutt inn frá USA með núverandi tollum. Láttu mig vita þetta, ég stúderaði þetta vel á sínum tíma. Auk þess hefur $ aldrei verið hagstæðari en nú. Svo kjörorðið er:

Fellum niður alla tolla frá USA umfram EFTA. Meira að segja að Villi í SA getur ekki mótmælt hagkvæmninni!

Örn Johnson, 26.4.2011 kl. 00:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Örn

En þú veist að diplómatían vinnur ekki svona.

Halldór Jónsson, 26.4.2011 kl. 08:20

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvernig var þetta aftur með SH gamla?  Var ekki nokkuð mikið flutt út til USA í formi frosinna afurða?

Halda menn að Kaninn sé hættur að éta fisk?

Það er fullt af Katólikkum þar, sem fúlsa ekki við saltfiski. 

Bróðir minn heitinn, Flemming Thorberg starfaði á Manhattan við að matreiða oní ríka Hollywood liðið og peningafurstana þar.  Hann sagði að gott hráefni, svosem lambakjöt, góður fiskur og slíkt seldist á stórfé og að sífellt reyndist erfiðara að fá hreint og heilnæmt hráefni en slíkt var að komast mjög í tísku þar ytra rétt fyrir fráfall hans.

Þetta SA lið er að ganga erinda ESB sinna og séhóps innan LÍÚ aðila seem haf annarskonar hagsmuni en hin íslenska þjóð.  Svo virðist í það minnsta og af viðtölum við unga fólkið sem er að reyna að halda ísínar fasteignir, er Flokkur okkar síðast á lista yfir þá sem þeir munu spandera atkvði sínu á, ennþá gefaur þessi hópur sig ekki upp, samkvæmt margítrekuðum skoðanakönnunum ------en auðvitað hyra þeir ekkkertr uppi í Valhöll eða skilja í þingflokknum.

með kveðju úr kverúlansíunni

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.4.2011 kl. 12:30

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er með ólíkindum hve Samtök Atvinnulífsins skipta sér að málum sem þeim kemur ekkert við. Þeir eins og ASÍ segjast tala í nafni aðildarfélaga en þetta er lygi ein og t.d. spurði formen allra aðildar félaga ASÍ hvort þeir styddu aðild að ESB og var svarin ýmist nei eða það hefir ekki verið rætt innan félaga og yrði ekki rætt. Þetta er aftur lygi ASÍ í nafni aðildarfélaganna. Bjarni minnist á fiskát amerikananna en ég var í heimsókn á Boston Seafood show nú um daginn en þar kom í ljós að það er vöntun á fisk er einhvað. Það kom líka fram þegar við heimsóttum um 10 vinnslufyrirtæki á austurströndinni bæði sunnan og norðan við Boston. Þeir kaupa kaupa fisk frá Íslandi, Noregi og Kína en sá síðastnefndi fiskur kemur líklega frá Íslandi. Þeir flytja inn gómsætan þara gróður sem kemur frá Íslandi í gegn um Holland til Tævans og endar svo í Ameríku. Jú þeim vantar fisk og aftur fisk. 

Valdimar Samúelsson, 26.4.2011 kl. 13:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarni,

Hvað varð um markaðinn sem var í Bandaríkjunum þegar Gröndal og Þorsteinn voru að selja blokk og stauta eða hvað þetta allt var. Nú verður allt að fara til Evrópubandalagsins. Er þessu stýrt meðvitað?

Valdimar staðfestir það að eftirspurnin er þarna ennþá.Hvernig getur verið að verðið í EU sé svona mikið betra?

Halldór Jónsson, 26.4.2011 kl. 22:07

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já Bjani. Ég kom við í nokkur fyrirtæki bæði niður Í Bristol, Boston og upp í Portland en þeim vantar mest frosin hausaðan en þeir flaka sjálfir ýmist með Bader eða handflökun. Það er hart að mega ekki selja þeim eins og þeir þurfa þegar nóg er af fiski hér.  

Valdimar Samúelsson, 26.4.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 1095
  • Sl. viku: 5813
  • Frá upphafi: 3188165

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4927
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband