Leita í fréttum mbl.is

Er ASÍ með réttu ráði?

Því velti ég fyrir mér við nýjasta útspilið. Verkfall til að knýja fram verðbólgu í þjóðfélagi með neikvæðan hagsvöxt.

"Kjarabætur" sem þeir kalla taxtahækkanir sínar, eru aðeins ávísun á verðbólgu í landinu.Auðvitað vita það allir.Guðmundur í Rafiðn og hans nótar vilja auðvitað verkföll til að knésetja þjófélagið í sönnum bolsévikkastíl.

Verði þeirra vilji. Vonandi verður þetta verkfall nú almennilegt. Megi það standa seem allra lengst, helst í heilt ár svo við Íslendingar lærum nú eitthvað í verkfallakúnst. Þá tekur 10 ár að vinna upp tapið sem þessar fornaldareðlur valda fyrir hver 10 % taxtahækkunar. 10 % kauphækkun eftir mánaðarverkfall næst aldrei inn því verðbólgan verður á undan verkamanninum eins og alltaf áður. Nú vantar þá Einar Odd og Guðmund J. til að tala við þjóðina til að telja henni hughvarf. En þeirra jafningjar finnast nú hvergi.

Maður spyr sig hvort forysta ASÍ sé með réttu ráði í 10 % atvinnuleysi, miklum landflótta, gríðarlegum ríkissjóðshalla, kommúnistastýringu gjaldeyrishafta. Það er sjálfsagt dýrðlegt fyrir þetta lið, sem sjálft missir ekki kaup í verkfallinu, að láta brjóta á því hvort pólitískir hryðjuverkamenn og stéttarfélagafantar geti tekið þjóðfélagið yfir að vild, knésett lögleg yfirvöld og steypt öllu þjóðfélaginu í rúst. Halda menn að Flugumferðarstjórar ætli að bíða rólegir á meðan?

Er forysta ASÍ yfirleitt með réttu ráði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef ekki semst þá er þetta síðasta úrræði.. maður spyr sig í þessu samhengi..hverjir eru með réttu ráði ?  SA hefur skotið undan sér með því vanmati að halda að þeir gætu traðkað niður fólkið vegna ástandsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.4.2011 kl. 17:38

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er rétt athugað hjá þér Halldór, þetta fólk er ekki með réttu ráði, og þó. 

Þeirra ósk er Evrópusamband og besta aðferðin til að nauðga því máli í gegn eru hörmungar.  

Það er svo spurningin hvort landinn ætlar að láta endalaust fóðra sig á hörmungum.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.4.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

AS'I er ekki forusta Verkamansins.

Vilhjálmur Stefánsson, 26.4.2011 kl. 21:18

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Ingi,

Alveg rétta afstaðan, kenna SA um og láta allt fara til andskotans útá það. Verkföll eru dýrðleg ekki satt.

Hrólfur,

það læðistað manni kjörorð breska flughersins:" Per Ardua ad Astra." EU er störnuhimininn hjá þessu liði.

Vilhjálmur,

ég vildi að satt væri.

Halldór Jónsson, 27.4.2011 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 619
  • Sl. sólarhring: 813
  • Sl. viku: 5896
  • Frá upphafi: 3190238

Annað

  • Innlit í dag: 531
  • Innlit sl. viku: 5027
  • Gestir í dag: 468
  • IP-tölur í dag: 449

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband