Leita í fréttum mbl.is

Snert Hörpu mína himinborna dís !

Einhver sem var ekki boðinn við Hörpuvígsluna stakk niður penna:

Kvæðið um smáfuglana

Snert Hörpu-stjóra, himinborna dís
svo heyri hún mitt bænakvak, ó, plís:
Mig dreymir um að ganga í húsið glæst,
. . . á gestalistann settu nafn mitt næst!

Ég svekktur sit hér sjónvarpstækið við,
í sálu minni finn ég engan frið:
Þeir sýna Dorrit - sú er glæsileg!
Þar situr elítan - en hér sit ég.

Þar situr einn sem setti Hörpu á haus
í heiðursstúku æru- og auralaus,
en ég sem tók í Landsbankanum lán
. . . má lufsast heima í sófa, hvílík smán!

Þau heyra í glerhjúp ljúfan goluþyt,
um gesti leikur gull- og perluglit,
en ég sit heima í flíspeysu með snakk
og sötra bjór og hugsa: Ég er pakk!

Höf. ókunnur

Það er góðs viti að húmorinn hefur ekki yfirgefið okkur venjulegu Íslendinga, sem eiga að borga reikninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ! Ég sem ætlaði að láta þetta fara frá mér,hélt þú værir með frumgerðina.  Ég hló,ég skelli,skelli hló,,,   nei húmorinn heldur oft í manni lífinu. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég vissi að þú varst sár, Halldór, yfir því að fá ekki boð á opnunina en það kemur mér á óvart hvað þú ert hagmæltur.....!

Ómar Bjarki Smárason, 18.5.2011 kl. 23:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það stendur nú þarna að ég er ekki öfundurinn Ómar Bjarki

Halldór Jónsson, 19.5.2011 kl. 07:58

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Svona, verum ekki of bölsýn í dýfunni. Kate Melua gæti róað margan Íslendinginn á tónleikum í þessu fallega húsi, þó hún sé úr flóttafjölskyldu frá Georgíu.

Var einmitt að horfa á klukkustundar prógram á DR 1 þar sem hún spilaði og söng á opnum tónleikum fyrir rólega Íra í sömu kreppu og við.

Sigurður Rósant, 19.5.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband