Leita í fréttum mbl.is

Leggjum honum lið!

Þorsteinn Pálsson skrifaði góða hugvekju í Baugstíðindin á laugardaginn var um réttarhöldin yfir Geir Haarde. Þar fer ríkisvaldið fram með ótakmarkað fé skattborgaranna tiil að framleiða málsskjöl og ávirðingar á einstakling sem verður að verja sig með sínu eigin fé. Sannarlega Davíð á móti Golíat.

Þorsteini Pálssyni verður hugsað til annarra réttarhalda fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þá hamaðist glæpamaðurinn Stalín með öllu afli Sovétríkjanna gegn einstaklingum.

Þorsteinn segir m.a.:

“Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar verða hvorki sannaðar né afsannaðar með vísindalegum aðferðum eða lagarökum. Sama er um mat fyrrverandi forsætisráðherra á aðstæðum árið 2008. Kjarni málsins er sá að réttarhöldin snúast um mat á aðstæðum sem menn axla pólitíska ábyrgð á í lýðræðisríkjum en eru fundnir sekir fyrir þar sem önnur gildi eru æðri. Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda semhefjast í næstu viku, af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin. Þau réttarhöld spunnust þó inn í íslensk stjórnmálaátök og íslenskar bókmenntir enda var Halldór Laxness viðstaddur. Hann skrifar um þau í Gerska ævintýrinu og segir: "Sú lifandi mynd baráttunnar milli pólitískra höfuðafla … er svo skyld náttúruöflunum sjálfum að atriði eins og siðferðileg eða lögfræðileg "sekt" samsærismannanna, eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra, verða í raunréttri smámunir sem ekki freista til kappræðu. Þegar svo djarft er teflt um örlög 170 miljón manna, og raunar als heimsins, einsog blökkin gerði, þá fara ræður um "sekt" að fá býsna smáborgaralegan hljóm, sömu leiðis býsnanir útaf réttlátum eða ránglátum aftökum.""

Þessi viðurstyggilega afstaða kommúnistans Halldórs Kiljan Laxness til lífs og dauða Búkaríns og félaga dugði mörgum Íslendingi til ævarandi fyrirlitningar á manninum bak við pennann þó maður gengi undir manns hönd að hvítþvo Nóbelsskáldið.

Sem betur fer erum við Íslendingar hættir að beita refsingum eins og Laxness dásamaði Stalín fyrir. Engu að síður eru þau dusilmenni sem samþykktu að draga Geir Haarde fyrir landsdóm, láta hann verja öllu sínu fé til að verjast upplognm sökum og koma honum síðan í fangelsi til langs tíma, í raun og veru svipaðrar náttúru. Fólk sem er eins eins og gamla konan sem lagði sprek í bálköst Brúnós í einfeldni sinni. Slíkt fólk gætir þess ekki að hvað það gerir þegar því finnst við hæfi að beita öllu afli íslenska ríkisins gegn einum manni.

Á sjötta hundrað manna lögðu leið sína í Hörpuna í gær til að láta í ljós siðferðilegan stuðning við Geir Haarde. Þar mátti sjá mörg þekkt andlit úr vinstri flokkunum þannig að þetta mál byggir á fleiru en venjulegri pólitískri skiptingu. Sómatilfinningin er sem betur fer innbyggð í flest fólk fremur en innprentuð.


Kristrún Heimisdóttir flutti drengilega ræðu á fundinum. Hún sagði að hún hefði aldrei orðið vitni að öðrum eins heigulshætti en þeirra háttvirtu þingmanna sem greiddu ákærunni atkvæði sitt án þess að hafa reifað málið fyrir sér sjálfir heldur hlýtt forsögn illra anda annarra í blindni.

Vonandi sjá réttsýnir menn að Geir Haarde er liðveislu þörf í baráttu hans við ofureflið.

Leggjum honum lið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ofsaleg grimmd og skömm að fara svona gegn einum manni.  Ætli hann hafi ekki meira vit og sé ekki vandaðri en þær mannleysur sem völdu að fara gegn honum einum? 

Elle_, 9.6.2011 kl. 00:31

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér Halldór, fyrir að styðja við bakið á Geir Haarde.

Einnig biðla ég til Samfylgingarmanna að gera slíkt hið sama og með því geta þeir leiðrétt að nokkru eigin villu sinna samflokksmanna sem komu Geir í snöruna.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.6.2011 kl. 12:36

3 Smámynd: ThoR-E

Algjörlega sammála þessu. Ætti að vera landssöfnun til styrktar Geir.

Það er eitthvað svo óíslenskt.. að maður þurfi að taka ábyrgð.

Þetta verður að stöðva.

ThoR-E, 9.6.2011 kl. 14:36

4 Smámynd: Elle_

Vorum við nokkuð að halda fram að menn ættu ekki að taka ábyrgð, Acer?  Nei, menn ættu að gera það, en ekki einn maður af öllum hinum.

Elle_, 10.6.2011 kl. 01:08

5 Smámynd: ThoR-E

Þótt að hinir hafi sloppið fyrir horn, en þeir áttu að vera kærðir líka, að þá þýðir það ekki að við eigum að sleppa þeim sem þó var kærður, við allt saman.

ThoR-E, 17.6.2011 kl. 13:19

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Oft er sagt að upphefðin komi utan frá og er þá átt við, að ef einhver, sem íslendingar hafa rakkað niður og útlendingar hrósa honum, þá tekur þjóðin viðkomandi í sátt.

Óþverraháttur stjórnarliða í máli Geirs H. Haarde er með ólíkindum og undarlegt að nokkur heilvita maður skuli gleypa við lygaspuna vinstri flokkanna.

Geir H. Haarde hefur fengið viðurkenningu erlendra fjölmiðla á því, að brást hárrétt við þegar hann lét bankanna falla í stað þess að gera eins og önnur ríki sum, þ.e.a.s. dæla fé inn í ónýt fjármálafyrirtæki.

Þá fer lygaspuninn af stað og segir að það hafi ekki verið hægt að dæla fé inn í bankanna, þess vegna hafi ríkisstjórnin ekki átt neinn annan kost.

Vitanlega var hægt að gera þessi mistök, að dæla fé í bankanna, Þorvaldur Gylfason og Már Guðmundsson vildu báðir fara þessa arfavitlausu leið, eins gott að Már var ekki tekinn við á þessum tíma.

Hvernig í ósköpunum halda menn að hægt hafi verið að framkvæma þetta með bankanna, ábyrgjast innistæður og leggja fé inn í þá?

Auðvitað átti ríkið peninga til að gera rétta hluti og ranga, það var tekin rétt ákvörðun og hægt er að lesa um það víða, ef fólk hefur áhuga á að kynna sér staðreyndir.

Stefan Füler lofaði að koma til landsins sl. haust til að kenna ESB sinnum að notast við staðreyndir, ef hann hefði staðið við það, þá hefðu kannski fleiri getað notfært sér þekkingu hans á notkun staðreynda.

Jón Ríkharðsson, 4.7.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418439

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband