Leita í fréttum mbl.is

Er Sigurjón M. þjófur?

eða þjófsnautur?

Ég datt inn í að hlusta á Sigurjón M. Egilsson(mér fannst ég þekkja röddina, vona að mér skjátlist ekki) flytja mikla varnarræðu fyrir sig á Bylgjunni vegna þess að Óli Björn Kárason og Agnes Bragadóttir hafa verið að fjalla um að stuldur á tölvupóstum á Íslandi og innbrot í talsíma hjá Murdoch í London séu sami hlutur. Sigurjóni finnst að sér vegið þar sem þau séu að kalla hann þjóf fyrir að hafa birt tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur. Sigurjóni finnst hann sárasaklaus af því að þjófurinn hafi látið hann fá póstana og hann birt þá.

Mér finnst þjófnaðurinn hafa verið þvílíkur glæpur á sínum tíma að mér finnst að Sigurjón hefði alveg eins átt að fara í gæsluvarðhald meðan leitað væri að þjófnum. En mér skilst að þetta þyki bara ekkert tiltökumál á Íslandi í blaðaheiminum að stela einkamálum fólks og setja í blöðin, með þjófinn sem millilið. Og Sigurjóni M. Egilssyni og fleiri blaðamönnum finnst það alveg í lagi eins og manni sýnist.

Ég var að horfa á myndina um Nixon í gærkveldi.Þar leiddu birtingar á leyniupplýsingum til afsagnar forsetans. Því hann var raunverulega flæktur í glæpamál. En þessum upplýsingum var lekið með broti á trúnaði en ekki aflað með beinum þjófnaði skildist mér eins og er í tilviki Sigurjóns og Murdochs.

Hvað sagði gamla máltækið um þjófinn sem þrífst en þjófsnautur eigi? Allavega veit ég ekki til þess að Jónína hafi fengið neinar bætur fyrir sínar þjáningar. Án þess að ég hafi nokkru sinni hitt hana Jónínu þá finnst mér hún vera sannkölluð þjóðhetja á meðan ég ég velti fyrir mér hvað kalla megi blaðamenn sem birti upplýsingar sem þeir vita að eru stolnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Fyrir nokkuð mörgum árum gáfu pólitískir ungliðar út heila bók, byggða á stolnum sendibréfum. Það þótti hið besta mál þá.

Svavar Bjarnason, 17.7.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Rauða bókin var um leyniskýrslur kommúnista. Hvort þeim var lekið eða stolið veit ég ekki, En þær fjölluðu ekki um einkamál fólks heldur pólitísk skoðanaskipti minnir mig.En það breytir því ekki að menn eiga ekki að stela einkamálum fólks eins og tölvupóstum til að hagnast sjálfir á.

Halldór Jónsson, 17.7.2011 kl. 19:24

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sigurjón er örugglega hinn mesti misyndismaður langt aftur í ættir. Er hann ættaður úr Dölonum?...

Vilhjálmur Stefánsson, 17.7.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband