Leita í fréttum mbl.is

Kommaplaggið komið fram

frá stjórnlagaráði Jóhönnu.

Ekki er margt sem íhaldsmanni eins og mér finnst standa til bóta. Að 15 % kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæði er fáránlegt og stefnir beint í skrílræði í stað fulltrúalýðræðisins. Við gerum ekki mikið annað en standa í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Eftirfarandi er í mannréttindakafla:

" leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði fyrstu málsgreinar má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi
einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. "

Mér hefði fundist þetta lið hefði átt að athuga praxísinn í þjóðlífinu fyrst? Hvernig ætla menn að samríma þau grundvallarbrot á mannréttindum sem framin voru þegar bankareikningar voru beintengdir við skattstofurnar? Grundvallarmannréttindi um leyndarmálin þrjú voru rofin. En allstaðar í siðuðum löndum eru í heiðri höfð leyndarmálin þrjú, bréfaleyndarmál, bankaleyndarmál og ríkisleyndarmál.

Hér í Alþýðulýðveldinu er allt opið. Enda þykir stuldur þarekki tiltökumál heldur sbr.tölvupóstar Jónínu fremur en að möguleg delínkventi hafi möguleg áhrif á skipan dómara í Hérðaðsdómi Reykjavíkur. Hvað hefur svona þjóðfélag að gera við einhverja aðra stjórnarskrá en það hefur? Brotaviljinn lagast ekki við það.

Þeir skemmti sér yfir þessu kommaplaggi sem vilja fyrir mér.

Ég gef akkúrat ekkert fyrir þessar tillögur enda hreint ekki í verkahring svona samkundu að vera að skipta sér af stjórnarskránni. Hún er verkefni Alþingis en ekki þessa liðs sem þarna dáðist hvort að öðru á minn og þinn kostnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takið svo eftir niðurlaginu á mannréttindakaflanaum. Þar opna þeir beinlínis á afnam mannréttindanna sem kaflinn á undan fjallar um, sem sagt ef rétt stjórnvöld krefjast. Er þetta bara ekki hreinn kommúnismi? Eins og ég sé það þá er friðhelgin skilyrt! Hver skyldi eiga að ákveða skilyrðin?

Halldór Jónsson, 18.7.2011 kl. 23:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Og athyglisvert að útvarpið í dag minntist á mannréttindakaflann en ekki klausuna um undantekninguna, sem ég tel að sé aðalatriðið.Og áreiðanlega hefði það þót tíðindum sæta í Bandaríkjunum ef sett hefði verið ákvæði bandarísku stjórnarskrána um að heimilt væri að víkja henni til hliðar og án þess að geta þess hverjum slíkt er heimilt.

Ég er alveg gáttaður á þessu stjórnlagaráði að setja svona vanhugsun frá sér.

Halldór Jónsson, 19.7.2011 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418286

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband