15.8.2011 | 18:31
Skuldadagar
eru sífellt að renna upp fyrir alla launþega sem voru skyldaðir til að leggja laun sín og mótframlög í lífeyrissjóði. Oftar en ekki tapast peningar í þessum sjóðum og lífeyrir lækkar af þeim sökum.
Lífeyrissjóðunum hafa verið skipaðar stjórnir af stjórnum í samtökum án þess að þeir sem eiga að hljóta lífeyrinn hafi fengið neitt um það persónulega að segja. Þessar stjórnir ráða síðan framkvæmdastjóra sem eru upp og ofan. Í það heila eru valdar ávöxtunarleiðir þessa fólks sumar góðar en flestar aðrar vondar. Í heildina er sífellt verið að skerða lífeyri vegna mislukkaðra fjárfestinga þessa liðs.
Guðmundur Ólafs hefur giskað á að lífeyrisjóðir landsmanna séu búnir að tapa í braski 800 milljörðum af lífeyrinum sem átti að renna til fólksins í lífeyrissjóðnum. Þeir tilkynna því ofur rólega eins og ekkert sé sjálfsagðara að lífeyrir verði skertur og skertur.
Hefur þetta fyrirkomulag þá gefist vel eða illa? Eru aðrar leiðir tiltækar og er ástæða til að breyta til?
Væri myndaður gegnumstreymissjóður, sem væri skattlagður um leið og greitt væri inn, og til dæmis Seðlabankinn varðveitti sem best hann gæti, eitthvað skárri? Gætu menn treyst þannig kerfi eitthvað betur? Eða treystum við yfirleitt nokkru eða nokkrum lengur?
En í þessu kerfi myndi fólki vera sendur lífeyrir við ákveðinn aldur og allir fengju jafnt og skattfrjálst. Þessi lífeyrir gæti verið ákveðin prósenta af launum Forseta Íslands þannig að menn viti sína ævina fyrr en öll er. Ekkert vesen meira eða tapsbrask einshverra misviturra manna.
Yrðu bara ekki færri skuldadagar hjá almenningi með einum allsherjar gegnumstreymisjóði, jafnt fyrir alla, konur jafnt sem kalla, Jóna og séra Jóna? Hversvegna á sannur jafnaðarmaður eins og Steingrímur að fá hærri eftirlaun en hver annar kjósandi?
Er ekki lífeyrir bara til að lifa á?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Algerlega sammála Halldór. Það liggur fyrir að þetta kerfi okkar er alveg búið að dæma sjálft sig óhæft til þess að þjóna sínum upphaflega tilgangi. Þar á ofan hefur alltaf fylgt svona mikilli peningasöfnun sukk og hrossakaup, sérstaklega þegar hinir raunverulegu eigendur hafa ekkert um það að segja. Gegnumstreymiskerfi fyrir alla landsmenn er að mínu viti það sem koma ætti í staðinn. Það gæti verið miklu ódýrara í rekstri en þessir hundrað sjóðir sem nú eru í gangi með alla sína forstjóra og forstjórabíla. en það eru fleiri kerfi í þessu þjóðfélagi sem eru óhæf með öllu en enginn virðist hafa þor eða getu til að breyta, frekar en guð almáttugur hafi skapað þau. Fyrir það kjarkleysi munum við sitja uppi með lífeyrissjóðasukkið, kvótakerfið og verðtrygginguna til eilífðarnóns.
Þórir Kjartansson, 15.8.2011 kl. 20:20
Þetta er óneitanlega dálítið undarleg grein hjá þér Halldór. Þú segir: "Oftar en ekki tapast peningar í þessum sjóðum og lífeyrir lækkar af þeim sökum." og síðan: "Í heildina er sífellt verið að skerða lífeyri vegna mislukkaðra fjárfestinga þessa liðs."
Fyrri fullyrðingin á aðallega við fyrir níunda áratug síðustu aldar, sú síðari er einfaldlega röng, amk fyrir síðustu áratugi.
Það kom fyrir einhverja litla lífeyrissjóði á síðasta áratug, að þeir urðu illa úti, ég man einn, Lífeyrissjóð Austurlands, sem bankastofnun hafði verið trúað fyrir, gegn gjaldi, að ávaxta, en hann hvarf að stórum hluta. Þótt talið væri að það hefði verið saknæmt, man ég ekki eftir að það hafi verið kært. Sá sjóður var það lítill að forráðamenn hans töldu ekki forsvaranlegt að halda úti skrifstofu til að annast eignastýringuna, þ.e. ávöxtun hans. Svoleiðis fór nú það.
Flestir sjóðirnir hafa hins vegar ávaxtað sig vel. Ég nefni Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Sá sjóður skilað afar góðri ávöxtun og lífeyrisréttinhdin hækkuðu, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þegar kom að hruninu tapaðist fé. Ríkisstjórnin (Alþingi) breytti lögum og færði vikmörk eigna og skuldbindinga úr 10% í 15%, tímabundið. Þótt LV væri innan marka ákvað stjórnin að skerða réttindin um 10%. Þrátt fyrir þá skerðingu er lífeyrir eftir hana nærri tíu prósentum hærri að raungildi en hann var árið 1997. Til lengri tíma litið hefur hann hækkað, ekki lækkað, þótt hann sé vissulega lægri nú en hann var þegar best áraði.
Ég hef ekki áður séð eða heyrt þessa tölu 800 milljarða, hvaðan hefur Guðmundur hana? er þetta ekki bara enn eitt yfirskotið hjá honum í spjallinu við Bubba á ÍNN?
Hvaða forsendur hefur Seðlabankinn til að standa sig betur við að geyma og ávaxta fé sjóðfélaga heldur en sjóðirnir sjálfir?
Þú nefnir gegnumstreymiskerfi. Hverju breytir það? Jú, í stað þess að lífeyrir verði greiddur úr sjóði í eigu sjóðfélaga þyrfti að greiða hann með því að skattleggja almenning. Hvernig heldurðu að það mundi nú ganga? Opinberu sjóðirnir (LSR og fleiri) fá ekki mótframlag launagreiðandans (ríkisins) nema að hluta og eru því að verulegu leyti í reynd gegnumstreymissjóðir. Í þá vantar yfir 500 milljarða af þeim sökum til að þeir geti staðið við skuldbindingar sínar. Hvernig líst þér á að takast muni að skattleggja almenning sérstaklega til að standa við lífeyrisskuldbindingarnar þegar þar að kemur? Til þess þarf að hækka skatta um tugi milljarða á ári, bara fyrir ríkisstarfsmennina. Gegnumstreymiskerfi kann að hafa einhverja kosti, en ókostirnir eru svo margfalt meiri og stærri að við fengjum þá fyrst að finna fyrir vandræðum.
Margt fleira má svosem segja um allt bullið sem í gangi er um lífeyrissjóðina, læt þetta þó duga, en bæti þó við að flest er þetta bull ættað frá mönnum sem ekki geta þess hvaða upplýsingar þeir hafa til að styðja ullyrðingar sínar, sem flestar virðast vera til að slá keilur á meðal einhverra sem ekki þekkja til og vilja hvað helst heyra eitthvað svakalegt um spillingu í öllum hornum.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 15.8.2011 kl. 21:12
Ég held Þórhallur að þú sért eitthvað að misskilja hvernig gegnumstreymiskerfið virkar. Það fengi auðvitað líka framlag atvinnurekandans og því fylgdi engin auka skattlagning. Það er ekki hægt að bera það saman við lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. En auðvitað ætti bara að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn hvort sem menn hafa unnið hjá ríkinu eða í einkageiranum.
Þórir Kjartansson, 15.8.2011 kl. 22:12
Nei, Þórir. Ég misskil ekki gegnumstreymiskerfið. Vissulega er til, fræðilega amk, gegnumstreymiskerfi sem ekki byggist á skattlagningu. En, svo gerist það sem menn hafa verið að reka sig illilega á, í Bandaríkjunum og í Evrópu og reyndar víðar, að venjuleg iðgjöld duga ekki til að greiða lífeyri. Aðalástæðan er kynslóðahallinn sem er innbyggður í gegnumstreymiskerfið. Núvinnandi kynslóðir borga lífeyri lífeyrisþeganna. Þegar fólki fækkar (eins og hefur verið að gerast í Evrópu undanfarna áratugi) eða atvinnuleysi eykst, vantar einfaldlega fé í sjóðina og þá hefjast vandræðin sem hafa haft þá tilhneigingu að hlaða ótæpilega utanásig og enda með skerðingu lífeyris og/eða aukinni skattlagningu. Þetta kerfi er mun óöruggara en það sem við búum við.
Einn sjóður fyrir alla? Yrði það betra? Hvað ef alvarleg fjárfestingarmistök yrðu þar gerð? Hvað mælir svosem með því að hafa einn sjóð? Stórir og öflugir sjóðir eru sannarlega æskilegir, en með því að hafa þá nokkra er áhættu dreift og eins og okkar kerfi er upp byggt tryggir það samkeppni á milli sjóðanna, samkeppni um "viðskiptavini" sem eru náttúrlega sjóðfélagarnir, þeir geta valið um í hvaða lífeyrissjóð þeir borga (nema ríkisstarfsmenn). Samkeppni tryggir almennt betri þjónustu, er það ekki?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 16.8.2011 kl. 09:59
Gegnumstreymiskerfi eru katastrófa.
Ég þekki Þjóðverja sem verða glaðir hvern mánuð yfir að fá lífeyrisgreiðslur úr gegnumstreymiskerfi Þýskalands og einsetja sér að lifa hress áfram enda orðin vel yfir níræð... Það er kanski svolítið þýskt að gleðjast meira yfir því að tæma ríkið með hverjum mánuði en kanski bara góðri heilsu.. hehe,
en hvað um það. Þetta var útúrdúr.
Núna eru þessi kerfi alls staðar í Evrópu undir miklum þrýstingi. Þau eiga varla eftir að fitna mikið með frekari niðurskurði almannakerfisins.
Málið er bara að almenningur á ekki að vera læstur inn í ákveðnum sjóði verkfræðinga, verkamanna í Norðfirði eða þvílíku.
Frjáls ákvörðunarréttur að þessu leyti er nauðsynlegur.
Jón Ásgeir Bjarnason, 16.8.2011 kl. 10:04
Sammála þeim sem segja að gegnumstreymiskerfi séu katastrófa.
Í hinum vestræna heimi, veldur hækkandi meðalaldur og lægri fæðingartíðni því að sífellt færri einstaklingar á vinnumarkaði standa undir sífellt stækkandi hóp eftirlaunaþega. Þetta er að sliga þessi kerfi erlendis.
Lífeyrissjóðirnir hafa heilt til tekið skilað ágætis ávöxtun yfir 30 ára tímabil núna og það ber að varast að líta á leiðréttinguna miklu frá 2008 sem mælikvarða allra hluta.
Magnús Birgisson, 16.8.2011 kl. 11:31
Takk fyrir innlegginn allir saman. Þið hafið greinilega hugsað málið dýpra en ég.
Gegnumstreymiskerfi verður náttúrlega erfiðar ef fólki á vinnumarkaði fækkar eins og í Þýskalandi. Þeir hafa haft af því áhyggjur síðan ég man eftir mér að þeir eigi ekki fyrir rentunum eins og þeir kalla það.
En er það ekki sama með lífeyrisssjóðina? Ef fækkar á vinnumarkaði vaxa ekki sjóðirnir og þá kreppir að.
Velferðarkerfið á að byggjast á því að enginn líði beina neyð. Lífeyrisþegar líða flesti hálfdauða nema opinberir starfsmenn.
Þetta kerfi er að hluta byggt á blekkingum áður en töpin bætast við sem Guðmundur Ólafs reiknar í 800 milljarða. Þórhallur Birgir, ég veit ekki hvernig hann reiknar þetta en hann fer yfirleitt ekki með fleipur hann Guðmundur. Horfðu svo bara á N1. heldurðu að þessi milljarðatuga lán verði einhverntíman að lífeyri?
"Losnar og raknar sá hnútur er fastast vér bindum" sagði Jón helgason. "In the long run we are all dead" sagði Keynes.
En eiga menn að fá mismunadi háar greiðslur úr sjóðunum? Menn greiða skv. lagaboði ákveðna prósentu af launum. Eiga þeir á lægra kaupinu að gjalda þess að þeir voru undir í lífinu? Hvað þarf hálaunagamlingi að fá meira en láglaunagamlingi?
Lífeyrismál ríkissatarfsmanna er náttúrleg stórskandall, hvernig ríkið kemst upp með og raunar Reykjavíkurborg líka, að falsa afkomutölur með að sleppa skuldbindingunni?
Hvernig væri að Steingrímur tæki þessa upphæð inní fjárlögin áður en hann setur á grobbið?
Halldór Jónsson, 16.8.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.