19.8.2011 | 21:15
Hannes Hólmsteinn
Gizurarson skrifar athyglisverðan pistil um eftirminnilegan kvöldverð á vefsíðu sína. Hann lýsir heimsókn vina sinna til landsins og viðræðum þeirra um frelsi og ánauð.
Greinin endar með eftirfarandi hætti:
..."Einnig sagði ég hinum ungverska gesti, að ég hefði iðulega á fyrri tíð, þegar ég háði kappræður við þá Halldór Guðmundsson, Má Guðmundsson og aðra kommúnista í skólum landsins, lokið ræðum mínum á vísuorðum ungverska þjóðskáldsins Petöfis, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi:
Upp nú, lýður, land þitt verðu!
Loks þér tvíkost boðinn sérðu:
Þjóðar frelsi, þrældóms helsi.
Þú sérð muninn, kjóstu frelsi!
Þá táraðist ungverska konan, sem flúið hafði frá landi sínu tíu ára, og fór með ljóðið á ungversku. Þetta var eftirminnileg stund..."
Það er ástæða til þess að hvetja bloggara til að lesa þessa færslu Hannesar. Menn mega minnast þess hvernig hann, þá kornungur strákur gekk á hólm við kommúnistana sem í gamla daga gengu með uppbrett nef svo rigndi upp í þau, af vorkunnsemi við okkur bjálfana sem nenntum ekki að lesa Marx og Engels og kunnum ekkert í díalektik.
Hannes Hólmsteinn las allt móverkið og klumskjaftaði þá Má Guðmundsson seðlabankastjóra, þá CheGuevara kommúnista, og Svavar Gestsson rótarkomma og síðar sendiherra á einvigisfundum.Og raunar hvern þann þjóðkunnan kommúnista sem reyndi að gera sig breiðan og þeir tefldu fram. Það kom nefnilega í ljós að þeir kommar sem háværastir voru höfðu næsta lítið lesið af fræðunum og auðvitað enn minna skilið. Þeir gátu ekkert á móti stráknum Hannesi sem hafði virkilega lesið allt bullið og skítbakaði þá hvar sem hann kom.Þessu gleymi ég aldrei og er þeirrar skoðunar að fátt annað hafi bitið eins á þáverandi kommúnistaplágu eins og þessi strákur úr Kópavoginum.
Ég þakka Hannesi Hólmsteini fyrir allt gamalt og gott og megi hann lengi flytja mál svo einarðlega og rökfast sem hans er háttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hann ólst að mestu upp í Laugarnesinu og flutti seinna Kópavoginn. Já, hann er klár hvað sem pólitískir andstæðingar hans segja ljótt um hann.
Elle_, 19.8.2011 kl. 23:20
Burtséð frá Má má minna á að Che Guevara var frelsishetja.
Árni B. Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 00:57
Che Guevara var engin frelsishetja. Byltingin á Kúbu færði lýðnum bara nýja og betrumbætta hlekki. Þeir sem kalla Che frelsishetju vita eingin deili á hugtakinu frelsi. Che má kalla byltingar hetju en frelsishetja var hann ekki. Byltingin á Kúbu var einungis tilfærsla á engum en engin frelsun. Í stað hlekkja kapítalískrar harðstjórnar fengu Kúbumenn hlekki kommúnískrar harðstjórnar. Allir harðstjórar eru fiskaðir upp úr sama drullupollinum hvort sem þeir eru Kapítalískir eða Kommúnískir. Þessir Kommúnísku halda hinsvegar völdum lengur því hugmyndafræðin og stjórnkerfið eru í eðli sínu leiðin til ánauðar almúgans.
kallpungur, 20.8.2011 kl. 04:34
Che skaut strákhnokka sem var ekki nógu þægur í liði hans.
En Hannes á vel skilið þá endurreisn sem hann fær hér hjá þér, Halldór, sannarlega marktækum manninum. Hannes var systematískt níddur af kommúnistum og sósíalistum allrahanda, þegar hann vogaði sér að fara út í þessa hugmyndabaráttu, og hefur svo verið allar götur síðan, t.d. þegar hann fekk stöðu í Háskólanum (maður með góða D.Phil.-gráðu, frá einum bezta háskóla á jarðríki) og allt til þess að hann skrifaði bækurnar um Laxness ... og raunar lengur.
Það kom ekki til af engu, að Marxistar óttuðust áhrif hans ... enda auðvelt gáfuðum manni að afhjúpa blekkingar einnar mestu helstefnu heims, ef við bætum við 20. aldar birtingarmyndunum.
Lesið Svartbók kommúnismans.
Jón Valur Jensson, 20.8.2011 kl. 06:19
Árni B.góður,
Hvort eru menn frelsishetjur eða kaldrifjaðir morðingjar? Geta þeir verið hvorutveggja eða nægir fyrri titillinn til að sýkna menn. Var það afsakanlegt af Halldóri Kiljan Laxness að fagna aftöku Búkharíns af því að hann fékk Nóbelsverðlaun síðar og fór a sverja af sér fyrri sporgöngur?Er hann þá bara rithöfundur eins og Che bara frelsishetja?
Halldór Jónsson, 20.8.2011 kl. 08:01
Já, Radko Mladic, yfirmaður herafla Bosníu-Serba og Radovan Karadzic, forseti Bosníu-Serba hafa líka verið kallaðir frelsishetjur af ýmsum Serbum þrátt fyrir að hafa verið efstir á lista stríðsglæpadómstólsins í Haag fyrir stríðsglæpi og þjóðernismorð og hafi nú loksins verið handteknir fyrir það sama. Þessir 2 menn létu slátra ungum strákum, mönnum og eldri mönnum í þúsundatali 1992-1995 í Bosníu, Kosovo og Króatíu. Orðið frelsishetja er nú ekki endilega lýsandi yfir neitt göfugt.
Elle_, 20.8.2011 kl. 11:30
Samkvæmt eðli málsins er náttúrulega ekki hægt að dæma byltingar og forkólfa þeirra, með annarri aðferð en þeirri að skoða stjórnarfars breytingar sem fylgja í kjölfarið. Flest allar kommúnískar byltingar hafa haft í för með sér einhverskonar harðstjórn og geta því ekki talist frelsisbyltingar. Frelsi er alltaf takmarkað með lögum og því er alltaf best að skoða hvernig almenningur getur losað sig við þá stjórnendur sem þeim líkar ekki við hverju sinni. Lýðræði er eina stjórnarformið sem gerir almenningi kleift að skipta reglulega um valdhafa ef honum sýnist svo. Þessvegna búa til dæmis ESB og Kína ekki við lýðræðislegt stjórnarfar. Þó er stigsmunur á. 27 manna framkvæmdastjórn ESB er ekki kosin af almenningi innan sambandsins og því ekki lýðræðislega kjörin stjórn. Kína er hinsvegar klepptækt kommúnistaríki og ógnarstjórn en með kapítalísku ívafi. Á milli skilur jú himin og haf enn sem komið er, en við vitum ekkert hvert ESB stefnir annað en að frekari samruna ríkjanna. Hannes Hólmsteinn held ég að sé einn ofsóttasti fræðimaður á Íslandi á síðari tímum. Ef hann opnar munninn rekur fólk á vinstrivæng pólitíkur upp skræki og formælingar og skrifar blogg í hrúgum til að ata hann auri. Svona er komið fyrir málefnalegri pólitískri umræðu í landinu á þessum síðustu og versnandi tímum.
kallpungur, 20.8.2011 kl. 12:29
Kosovo stríðin urðu að vísu ekki 1992-1995 eins og ég sagði að ofan, ekki fyrr 1998-1999.
Elle_, 20.8.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.