20.8.2011 | 07:41
Furðuskrif Fréttablaðsins
birtast á aðalsíðu þess í dag.
Að venju eyði ég ekki miklum tíma í leiðaraskrif Ólafs Stephensen. Hann er að vanda úti í mýri með sínar hugleiðingar um upptöku evru sem lausn Íslendinga til skemmri tíma með samhliða afnámi verðtryggingar.
Það eru hugleiðingar Þorsteins Pálssonar sem ég staldra við. Og þá ein furðuleg setning sem er svo grunnur að fframhaldi hugleiðinga um næstu ríkisstjórn. Hún minnir um margt á skólaspekina, sem gekk útfrá óumbreytanlegri grundvallarstaðreynd um tilvist Himnaríkis og spann svo út frá því.
Þorsteinn skrifar:
...."Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri einörðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummælin svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif.
Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Að því gefnu að Samfylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn út frá málefnalegum sjónarmiðum aðeins raunhæfan möguleika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður.
Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika...."
Hvaðan skyldi Þorsteinn hafa það að ,"tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður....? Man hann ekki eftir því að hann hefur varla sést á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um langan aldur og áhrif hans þar í hlutfalli við það. Samfylkingin og Baugstíðindi gera því jafnan skóna að Þorsteinn fari fyrir einhverri breiðfylkingu Davíðsóvina og Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst nú fremur líklegt, og byggi það á ísköldu mati, að sá hópur kæmist fyrir á einu af smærri kaffihúsum bæjarins og er ég þá alls ekki að gera lítið úr Þorsteini Pálssyni hvern ég studdi með ráðum og dáð þegar það átti við fyrir margt löngu.
Framhald greinar Þorsteins er öll byggð á þessari undirstöðusetningu og þarf því varla frekari skoðunar.
Hvernig ætti Sjálfstæðisflokkurinn að mynda ríkisstjórn með VG sem hefði það hlutverk að þakka fyrir ánægjulega fundi í Brüssel. Með þá Steingrím J. sem utanríkisráðherra?
Þeir sem fylgst hafa með málflutningi Sigmundar Davíðs sjá greinilega að hans Framsóknarflokkur er síður en svo fyrirfram útilokaður frá stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Á sama hátt má bera saman málflutng VG og Samfylkingarinnar til að sjá hversu mikið ber á milli þessara flokka til að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki.
Mér finnt merkilegt að Þorsteinn Pálsson talar um stjórnmálaflokka sem einhverjar óumbreytanlegar stofnanir. Hann virðist ganga út frá því að nýtt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé samstofna við það að Halldór og Davíð séu að mynda stjórn á ný.Hann gæti alveg eins sagt að hann sjalfur væri með því að fara að mynda stjórn með Jóni Baldvin.
Flokkar eru fólkið sem er í þeim í núinu. Ekki þeir sem voru í þeim í gær.Þeir sem stunda hatursáróðurinn gegn Sjálfstæðisflokknum dag og nótt minnast ekki á þessa staðreynd. Það hentar þeim auðvitað ekki að sjá það að Bjarni Benediktsson er hann sjálfur, ungur maður með aðrar hugmyndir, en ekki einhver leikbrúðu-Konni sem búktalaranir Davíð og Þorsteinn stýra.Sigmunndur Davíð er ekki Halldór Ásgrímsson og flokkur hans annar en hann var í hans tíð.Hann er heldur enginn Konni með handfang í bakinu.
Furðuskrif í Fréttablaðinu leysa ekki núverandi stjórnmálavanda Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.