Leita í fréttum mbl.is

Þá kemur Þór!

bráðum fánum skrýddur frá Chile.Allir ráðamenn mæta upppuntaðir niður að höfn og ráðherra flytur ræðu um Íslands hrafnistumenn.Svo verður drukkið "skúmpe" að sænskum sið.

Við höfum vissulega lagt okkar skerf af mörkum í þróunarstarfi neð því að skaffa fátæku fólki vinnu við að smíða fyrir okkur varðskip í annarri heimsálfu. Okkar járnsmiðir eru á atvinnuleysisbótum hérna heima. Við erum búnir að halda uppá það að stálskipasmíði er langt til útdauð verkkunnátta á Íslandi. Okkur dettur ekki í hug að reyna að halda atvinnunni hér heima þegar einhverjum dettur í hug að smíða eitthvað og reiknum dæmin aldrei út frá nema strípuðu kostnaðarverði án tillits til skatta og margfeldisáhrifa af því að nota innlendar hendur. Ef við viljum byggja virkjun þá flytjum við inn 1000 Kínverja en okkar fólk gengur með hendur í vösum eða reiknar á excel uppi í banka.

Skömmu eftir húrrahrópin mun hagræðingarráðherra vor líklega finna skipinu tejuskapandi vinnu við að bjarga flóttamönnum á Miðjarðarhafi eða þvílíkt.Við höfum hvort eð er ekki ráð á landhelgisgæslu frekar en heilbrigðisþjónustu né heldur munum við þurfa hennar við þegar Brüssel tekur við stjórn fiskveiðilögsögunnar.

Þegar við þurftum að smíða glerhjúpinn utan um Hörpu, sem mér finnst alltaf furðuleg hugmynd, að byggja flókið glerhús eftir Ólaf Elíasson fyrir aukalega 5 milljarða utanum annað rokdýrt hús, þá flytjum við inn 100 Kínverja til að sjóða ryðgað gervigalvaniséraða stálvirkið saman. En Örnólfur Hall arkitekt hefur rannsakað stálvirkið og telur það eitt fúsk frá upphafi og efnisvalið vitlaust.Og vissulega eru myndir hans af skemmdunum hrollvekjandi.En áfram skal haldið að brenna verðmætum og gapa gagnrýnislaust uppí snobbið þó að almenningur sem borgar hafi púað á listaverkið á menningarnótt.Enda ljósmagnið eins og fjósakolur sem varla sáust uppá Arnarhól. Samt skal ég nú viðurkenna að þetta er ekkert ljótt og jafnvel fjandi flott.

Vonandi púar fólkið ekki líka á Þór þegar hann kemur meða alla sína klámsmíða- og slysasögu á bakinu. Glæsilegur möguleiki til friðargæslu Íslendinga um allan heim. Því þjóð sem ekki getur haldið úti björgunarþyrlum hefur ekkert að gera með svona dýrt varðskip utanum kvótakerfið íslenska.

Það verður þó allavega gaman að fá að sjá Þór við heimkomuna og vita hvað þarf að endurbæta til þess að hann standist allar kröfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband