Leita í fréttum mbl.is

Níðið um krónuna

ríður húsum í þjóðfélaginu. Ótal spekisögur eru til um það hvernig krónan hafi rýrnað meira en danska krónan og dollarinn.

Nú síðast hlusta ég á Sigurjón Egilsson fullyrða á Bylgjunni að krónan okkar sé ónýt til lengri tíma. við verðum að fá nýjan gjaldmiðil til framtíðar. Ólöf Nordal benti honum á að krónan hefði dugað okkur líka vel. Sem er dagsatt ef við horfum á Grikkland,  Finnland, Írland, Spán, Portúgal eða hvert sem er.

Mér fannst vanta á  umræðuna að það sé ekki krónan sem hafi áhrif á okkar vellíðan heldur hvaða áhrif við höfum á krónuna. Hvernig við umgöngumst hana sem ráði úrslitum um gengi hennar. Fólk virðistvera búið að gleyma þjóðarsáttinni sem gerð var við krónuna og hvernig hún leiddi til mestu veltitíma sögunnar. Nú erum við aftur fallin í foraðið með sífelldum taxtahækkunum.

Sigurjón heimtar gjaldmiðil allrar framtíðar. Hann er til og heitir verðtryggð króna. Sterkasti gjaldmiðill í heimi. Sá besti til að eiga en sá versti til að skulda.

Dollarinn er víst búinn að tapa nítíu centum af sjálfum sér frá því fyrir stríð. Evran er að rýrna, allir gjaldmiðlar rýrna nema í algerri kreppu.

Allir nema verðtryggða krónan okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Ég hef hingað til haldið að gengi gjaldmiðla snúist fyrst og fremst um efnahagsstjórn. Ef vel gengur er gjaldmiðillinn hátt skráður og öfugt. Stöðugleiki gjaldmiðla fæst með stöðugri efnahagsstjórn hefði ég haldið. Vel má hinsvegar vera að ég hafi rangt fyrir mér. Evra er búin að vera stöðug lengi. Efnahags aðgerðir ESB eru hinsvegar til þess fallnar að fresta leiðréttingu á gengi evrunar fremur en að treysta grundvöll stöðugleikans. Þessvegna grunar mig að þegar evran loks fellur að þá verði fallið hátt og hvellurinn ægilegur þegar hún skellur til botns. En eins og ég hef áður sagt getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér.

kallpungur, 4.9.2011 kl. 12:50

2 Smámynd: Magnús Birgisson

Flestar þessar þjóðir sem þú nefnir, þ.e. Grikkland, Finnland, Írland, Spánn og Portúgal hrósa reyndar happi yfir því að vera með evru núna.

Ástæðurnar eru tvær..þær eiga við skuldakreppu að etja og vilja ekki eiga við gjaldmiðilskreppu líka...einsog íslendingar. Og þær hafa getað reitt sig á stuðning annarra evru þjóða í erfiðleikum sínum. Það er bara spurning um hversu langt sá stuðningur nær einsog í tilviki  Grikklands.

Og það er erfitt að sjá krónan hafi komið okkar að nokkru gagni umfram það að tvöfalda skuldir þjóðarbúsins, einstaklinga og fyrirtækja og skera kaupmátt niður um 30%. Ástæðan er sú að við framleiðum og seljum allt í erlendum gjaldmiðlum og getum ekkert aukið útflutning okkar vegna þess að útflutningur ræðst af aðstæðum í hafinu annarsvegar og útflutningi á áli hinsvegar sem tekur 5 til 7 ár að auka. Ergo...við erum að framleiða og selja nákvæmlega jafnmikið fyrir hrun og eftir og fáum nákvæmalega það sama fyrir það í erlendum gjaldeyri.

Þá reyndar horfi ég framhjá ferðamönnum...

Að íslenska krónan hjálpi okkur er bara goðsögn sem stenst ekki skoðun enda sést það best á því að núna....3 árum eftir hrun...er hún ennþá jafnlág og hún var þá...þrátt fyrir gjaldeyrishöft.

Magnús Birgisson, 4.9.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Í hvaða ríkijum yrði það liðið að ráðamenn svokallaðir níddu niður sinn eigin gjaldmiðil, daginn út og inn?

Við vitleysingarnir vitum ekki okkar rjúkandi ráð og rjúkum úr landi eða í bankann að losa okkur við þannig gjaldmiðil sem vitfólkið er alltaf að segja okkur að sé eitthvað ónytt drasl.

Sigurjón Benediktsson, 4.9.2011 kl. 15:04

4 Smámynd: Þórður Einarsson

Halldór,verðtrygging krónunnar eru skilaboð um að hún geti ekki staðið ein og sér,en að mínu mati er þarna um huglægt mat að ræða en ekki staðreyndatengt.Gjaldmiðill á að endurspegla virði samfélagsins þar sem hann er notaður og það er auðvelt að reikna það út.Íslensk króna á ekki að sveiflast eftir uppskerubresti hrísgrjóna á Indlandi.Íslensk lán eiga heldur ekki að vera háð hrísgrjónaverði.

Sigurjón,pólitíkus sem níðir niður eigin gjaldmiðil er lanráðamaður og á að fara með sem slíkan.Varðandi evruna þá getur hún aldrei endurspeglað innra virði allr þeirra ríkja sem hafa tekið hana upp,þau eru það misjafnlega stödd hvað varðar afkomuhorfur,þess vegna er evrópska stórríkið nauðsyn ef evran á að lifa áfram sem framtíðargjaldmiðill þeirra allra.

Þórður Einarsson, 4.9.2011 kl. 19:36

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Halldór vandamálið við krónuna er ekki það sem ESB liðarnir halda fram. Vegna veikrar stöðu hennar séu hér háir vextir. Vandamálið við krónuna er að tiltölulega auðvelt er að taka stöðu gegn henni og hafa af því mikla arðsemi.

Ef tekin yrði upp önnur mynt, þá yrðu stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í efnahagsstjórn. 

Það eru kostir og gallar við flesta hluti. Einnig upptöku nýrrar myntar. 

Sigurður Þorsteinsson, 4.9.2011 kl. 19:43

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta allir.

Flestir hafa staðlaða afstöðu til verðtryggingar.Eftir því hvort þeir skulda eða eiga munar 180 gráðum á afstöðunni.sá sem skulda vill ekki borga. Sá sem á vill fá borgað.

Hvar getur launamaður geymt pening til skemmri tíma en 3 ára? Í íslenskum banka á sparifjárreikningi er neikvæð ávöxtun vegna verðbólgunnar. Verðtryggð bók er bundin í 3 ár.

Gjaldeyrisreikningar bera enga vexti og eru heldur ekki í boði lengur í Alþýðulýðveldinu. Erlendis eru hvergi neinir innlánsvextir í boði nema neikvæðir. Víðast verður að borga bankanum fyrir að taka við innleggi.

Það er víst hérlendis hægt að kaupa ríkisbréf til skemmri tíma held ég. Hugsanlega er hægt að halda sjó svoleiðs með yfirlegu og sérfræðiráðgjöf. En hvað færir okkur atvinnu þar sem einhver vill borga okkur fyrir eitthvað?

Hvar er stöðugleiki? Hvað er hagvöxtur? Er það ekki bara raunveruleg verðmætasköpun. Eitthvað er búið til sem var ekki tl í gær, Eitthvað sem selst og hægt er að eða andvirðinu í eitthvað sem öðrum kemur vel að framkvæma eða losna við.

Er réttlæti í því að fá lánað eitt kíló af indverskum hrísgrjónum og skila bara treikvart kílói til baka? Fær maður lánað aftur kíló? Eða hafi hrísgrjón hækkað í verði en kaup lækkað á Íslandi, er þá ósanngjarnt að verða að skila skila því sem keypti 1.2 kg daginn sem maður fékk kílóið?

Hvað er rétt? Hvað eru réttir vextir?

Vinur minn einn sagði að vextir eigi að vera svo háir sem til eru fífl að borga. Verðu ekki hver að meta það hvað hann treystir sér til? En það er ekki hægt að horfa fram hjá force-majeur í neinum viðskiptum. Það þýðir ekki að berja dauðan hest, hann rís ekki á fætur. Það verður lánveitandi að vita líka áður en hann lánar. Er það greiði við ung hjón að lána þeim 100 % í nýrri íbúð? Eða unglingi nýjan bíl? Jú þau eiga einhverjar góðar stundir í þessu en við áfall verður fólkið í vanda. Það er nefnilega lífsnauðsynlegt að fólk geti sparað og lag fyrir án þess að vera rænt. Þar komu verðtryggðu innlánin til sögunnar. Ef bankinn lánaði innlánið út tíu sinnum eins og hann getur vgna bankamargfaldarans, þá getur hann ekki lánað þetta út nema verðtryggt og tryggt. Nema að bankinn stjórni glæpamaður sem ætli beinlínis að stela.

Vigfús í Flögu sagði : Lamb er lamb og flaska er flaska.

Svo var lika sagt í gamla daga:Ein alin, fjórir fiskar.

Verðmæling er alltaf erfið. Zoros felldi breska pundið.hann gerði ekkert ólöglegt Bankarnir okkar felldu krónuna 2007 og féllu svo sjálfir ári seinna. Segjum við eitthvað annað en Sorrý Stína?

Lengst af var steinsteypa eina raunverulega eignin á Íslandi tuttugustu aldar. Ég held að hennar tími komi aftur í einhverri mynd vegna þess að í henni felst óforgengileg eign sem flestir virða. Steinsteypan steypir manninn fastann.

Málið er að við Íslendingar erum að lifa ólgutíma og alhæfum vegna brotsjóanna sem yfir hafa riðið. Þegar við skoðum línurit um þróun gjaldmiðla yfir lengri tíma þá koma smákryppur á ferlana ðru hverju. En í heildina eru þetta línur sem hafa svipaða hallatölu sem sýna heimsverðbólguna sem er svo einfaldlega rýrnun gjaldmiðlanna. Allt sem skortur er á hækkar, allt sem nóg er af lækkar.

Svo skulum við muna að Keynes sagði að In the long run we are all dead.

Hefði forfaðir minn lánað Alexander mikla eina mynteiningu og ég fyndi kvittunina, hvað á Makedónía að borga mér mikið? Sama magn t.d. í víni og Alexander gat keypt fyrir hana þá? Vextir ? Hafði Alexander hugmynd um að vextir yrðu fundnir upp? Hefði hann ekki bara brugðið sverði á þann sem reyndi að ræða slíkt?

Halldór Jónsson, 4.9.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband