Leita í fréttum mbl.is

Þingmennirnir Þór og Þráinn

minna á skytturnar þrjár þó þeir séu bara tveir.Þeir spanna hinsvegar fjóra flokka á milli sín sem bætir það upp að einn vanti. En hetjudáðir þeirra á þingi eiga líklega álíka erindi við vandamál morgndagsins á Íslandi eins og að við færum á miðilsfund til að spyrja d´Ártagnan, Amos og Portos eða hvað þeir hétu um raunverulega um stefnu VG í Evrópumálum nú þegar fjósameistaranum frá Hólum er að gera það sem Sjálfstæðisflokknum ekki tókst, að stöðva viðræðurnar á eigin spýtur með því að gera ESB gliðsa í flórnum.

Þessar skyttur okkar þings eru nú með þá tillögu að taka uppá vídeó allt sem fram fer á ríkissjórnarfundum. Þetta væri afbragðshugmynd ef Spaugstofan fengi böndin jafnharðan til úrvinnslu og svo Kvikmyndaskólinn sem gæti notað þetta í stuttmyndir. Þessvegna vil ég eindregið biðja þá þingmennina Þór og Þráinn að falla frá ákvæðinu um loklokoglæs í 30 ár. Er þetta ekki alltof gott skemmtiefni til þess að fólk fái ekki að njóta þess meðan það skiptir einhverju máli og Jóhanna ekki orðin að myndastyttu á Austurvelli við hlið vinar síns frá Dýrafirði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband