Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging


er eitthvað sem allir hafa alveg klára afstöðu til.Eftir því hvort þeir skulda eða eiga munar 180 gráðum á afstöðunni.Sá sem skuldar vill ekki borga. Sá sem á vill fá borgað.

Hér áður fyrr tókum við í Steypustöðinni á móti aleigu manns af götunni gegn einfaldri kvittun sem sagði að hann mætti sækja til okkar steypu þegar hann kærði sig um. Steypukrónan okkar var betri og eftirsóttari en Nordalurinn frá Seðlabankanum. Meira að segja íslenska ríkið tók þessar kvittanir upp í skatta. Fólk vissi að það var hægt að treysta okkur. Við vorum í rekstri í áratugi áður og myndum vera það lengi enn.Steypustöin hf var fyrirtæki sem menn gátu treyst.Punktur.

Svo fann Óli Jóh upp verðtrygginguna löngu seinna og hún Snorrabúð er löngu orðin stekkur með nýjum herrum. Svo kom hin nýja kynslóð til valda og allir vita núna að engum er að treysta. Allir svíkja og stela ef þeir geta. Og það sem verra er að það þykir fínt. Heiðarleiki er kominn úr móð.

Hveernig eru bankar núna? Í íslenskum banka á sparifjárreikningi er neikvæð ávöxtun vegna verðbólgunnar?. Hvernig getur launamaður geymt peninginn sinn núna? Verðtryggð bók er bundin í 3 ár og ber líklega enga vexti þegar búið er að borga fjármagnstekjuskatt af verðbólgunni.Steypan er komin úr móð og enginn treystir neinu lengur.

Gjaldeyrisreikningar bera enga vexti og eru heldur ekki í boði lengur í Alþýðulýðveldinu. Erlendis eru hvergi neinir innlánsvextir í boði nema neikvæðir. Víðast verður að borga bankanum fyrir að taka við innleggi.

Það er hugsanlega hérlendis hægt að kaupa ríkisbréf til skemmri tíma held ég. Hugsanlega er hægt að halda sjó svoleiðs með yfirlegu og sérfræðiráðgjöf.En skatturinn hirðir allt sem hetir hagnaður.

Hvar er stöðugleiki? Hvað er hagvöxtur? Er það ekki bara raunveruleg verðmætasköpun. Eitthvað er búið til sem var ekki tl í gær, Eitthvað sem selst og hægt er að eða andvirðinu í eitthvað sem öðrum kemur vel að framkvæma eða losna við.

Er réttlæti í því að fá lánað eitt kíló af indverskum hrísgrjónum og skila bara treikvart kílói til baka? Fær maður lánað aftur kíló? Verða einhver hrísgrjón í boði eftir slík viðskipti?

Hvað er rétt? Hvað eru réttir vextir? Sveinn B. Valfells vinur minn sagði eitt sinn við mig,að vextir ættu að vera svo háir sem til væru fífl að borga.

Er þetta ekki kjarni málsins? Verður ekki hver að meta það hvað hann treystir sér til? Er hægt að horfa fram hjá force-majeur í öllum viðskiptum.? Hér varð hrun. Það geta ekki allir borgað.Það þýðir ekki að berja dauðan hest, hann rís ekki á fætur. Það verður lánveitandi að vita líka áður en hann lánar. Var það greiði við ung hjón að lána þeim 100 % í nýrri íbúð? Eða unglingi nýjan bíl? Jú þau áttu einhverjar góðar stundir í þessu en við áfallið verður fólkið í vanda.

Það er nefnilega lífsnauðsynlegt að fólk geti sparað og lagt fyrir án þess að vera rænt. Þar komu verðtryggðu innlánin til sögunnar. Ef bankinn lánaði innlánið út tíu sinnum eins og hann getur vgna bankamargfaldarans, þá getur hann ekki lánað þetta út nema verðtryggt og tryggt. Nema að bankanum stjórni glæpamaður sem ætli beinlínis að stela.

Vigfús í Flögu sagði : Lamb er lamb og flaska er flaska. Svo var lika sagt í gamla daga:Ein alin, fjórir fiskar.

Verðmæling er alltaf erfið. Zoros felldi breska pundið.hann gerði ekkert ólöglegt Bankarnir okkar felldu krónuna 2007 í samsæri gegn almenningi. Þeir áttu að fara í tugthúsið þá fyrir það samráð sem var ólöglegt. Svo féllu svo sjálfir ári seinna en féllu bara ofan á okkur almenning. Stjórarnir og glæpamennirnir sluppu allir. Segjum við eitthvað annað en Sorrý Stína?

Lengst af var steinsteypa eina raunverulega eignin á Íslandi tuttugustu aldar.Hennar tími kemur aftur í einhverri mynd vegna þess að í henni felst óforgengileg eign sem flestir virða. Steinsteypan steypir manninn fastann og er lífsakkerið hans.

Málið er að við Íslendingar erum að lifa brjálaða ólgutíma og alhæfum vegna brotsjóanna sem yfir hafa riðið. Þegar við skoðum línurit um þróun gjaldmiðla yfir lengri tíma þá koma smákryppur á ferlana ðru hverju. En í heildina eru þetta línur sem hafa svipaða hallatölu sem sýna heimsverðbólguna sem er svo einfaldlega rýrnun allra gjaldmiðla veraldar. Allt sem skortur er á hækkar, allt sem nóg er af lækkar.Panta rei,-allt er á hreyfingu sögðu Rómverjar.

Svo skulum við muna að Keynes sagði að In the long run we are all dead.

Evran líka, verðtrygging eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Steinsteypu tær logík!

Sveinn Egill Úlfarsson, 6.9.2011 kl. 08:56

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er heldur ekki hægt að eiga en fá ekki að nota vegna bindinga. Engir ávöxtunar möguleikar nema fyrir forríka.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.9.2011 kl. 09:03

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hressandi lesning! Takk fyrir!

Björn Birgisson, 6.9.2011 kl. 11:44

4 identicon

Skemmtileg lesning, ég tók eftir að þú vilt kenna Óla Jó um verðtrygginguna? Var ekki málið að þegar að verðtryggingin var sett á þá var hún líka sett á laun sem var svo seinna tekið úr sambandi? Þú kanski leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál.

Þú kanski fræðir okkur líka í leiðinni  um hver tók verðtryggingu launa úr sambandi meðan hún hélt áfram á lánunum okkar?

Takk fyrir

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 17:40

5 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Einhver staðar sá ég því haldið fram að Vilmundur Gylfa og Jón Baldvin hafi samið verðtryggingar hluta Ólafslaga og Óli Jó hafi verið þvingaður til að setja verðtryggingar ákvæðið inn.

Sveinn Egill Úlfarsson, 6.9.2011 kl. 20:22

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður pistill hjá þér Halldór.

Það er þó eitt sem ekki kemur fram og það er staða þeirra sem fjárfestu í steypu á fyrrihluta fyrsta áratugar þessarar aldar. Eftir að steynsteypan gar greidd og komin í mótin, þurftu flestir að taka lán til að klára húsið.

Þegar inn var flutt átti þetta fólk kannski 50 - 60% af eigninni. Nú hefur þessi hluti að mestu eða öllu færst til bankanna, vegna verðtryggingarinnar.

Þetta er hinn dapri sannleikur verðtryggingarinnar. Fólk sem af dugnaði kom sér upp húsi en þurfti lán til að klára dæmið, hefur nú misst aleigu sína til bankanna og situr uppi með lán sem er komið langt umfram greiðslugetu þess. Lán sem tekið var af skynsemi í takt við greiðslugetu, jafnvel vel innan hennar, er nú komið á barm gjaldþrots vegna verðtryggingarinnar.

Það varð stökkbreyting á lánum landsmanna við bankahrunið. Laun flestra lækkuðu hins vegar, vegna þess að yfirborganir, sem voru algengar fyrir hrun, voru felldar niður, enda ekki bundnar kjarasamningum, yfirvinna dregin saman og sumir atvinnurekendur jafnvel svo forhertir að krefja fólk um að vinna yfirvinnuna launalaust, að öðrum kosti gæti það leitað að annari vinnu og margir hafa misst vinnuna. Sú stökkbreyting sem varð á lánum var einungis vegna verðtryggingarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 6.9.2011 kl. 20:22

7 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það verða seint talin góð vísindi að kenna hitamælinum um góða eða vonda veðrið.  

Og sé ekki notaður þessi hitamælir (verðtryggingin)  í ólguróti íslenskra efnahagsmála  verður fundinn önnur gerð. Trúlega sú sama og annarsstaðar , þ.e. vextir í námunda við verðbólgustigið.    Með miklum skuldum ertu þá líklega í svipuðum sporum.

Ég er samt enginn aðdáandi verðtryggingar og gallarnir eru margir.      Gerð þessa hitamælis er umdeilanleg.     Það eru margir hlutir teknir inn í útreikninga verðtryggingar sem eru alveg útí hött.   Kaffibrestur í Brasilíu er ekki sök lántaka og hann á ekki að bera slíka sök með hækkun lána sinna,svo dæmi sé tekið.

P.Valdimar Guðjónsson, 6.9.2011 kl. 20:54

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við höfum setið uppi með handónýtan gjaldmiðil síða Landsbanki Íslands var stofnaður 1886!

Á verðbólgutímum þótti gott og eftirsóknarvert að fjárfesta í steinsteypu.

Lengi var verðmiðun lögð við fjölda brennivínsflaskna.

Einu sinni var eg að vinna með manni sem þóttu svið ákaflega góð. Í hvert sinn sem kaupið hækkaði var karlinn fljótur að reikna hversu marga sviðakjamma hann fengi fyrir vikukaupið. Svo kom andskotinn sjálfur til sögunnar og hækkaði allt saman sama dag og búið var að hækka kaupið. Þetta ástand var eðlilega vítahringur sem var rofinn loksins fyrir 20 árum eða svo.

Fræg er sagan af Hannibal Valdimarssyni og Simpson ljósmyndara á Ísafirði þegar þeir voru á rökstólum um vexti. Hannibal útlistaði fyrir Simpson að eðlilegt væri að borga vexti. Hann varð kjaftstopp þegar Simpson spurði hann hvort hann ætti að skila tommustokk með brot úr öðrum ef hann fengi lánaðan tommustokk hjá Hannibal.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.9.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband