Leita í fréttum mbl.is

Baugsmiðlar gegn Bjarna

Benediktssyni. Þeir eru byrjaðir krossferð sína gegn formanni Sjálfstæðisflokksins í tilefni komandi Landsfundar flokksins.  Það er reynt að grafa undan trausti á formanninum með því meðal annars að hundelta Hönnu Birnu og reyna að fá hana til að taka afstöðu gegn formanninum, boða framboð á landsfundi og þar fram eftir götunum, eins og Sigurjón Egilsson reyndi ákaft í morgun á Bylgjunni.Ekki er að efa að Egill Helgason fer að blanda sér í framboðsmál flokksins og fleiri slíkir.

Útsendarar rógsliðsins  hringja í almenning allra flokka og fiska eftir óánægju með Bjarna. Reyna að koma því inn að einhver stór armur í Sjálfstæðisflokknum sé óánægt með afstöðu Bjarna til Evrópusambandsumsóknarinnar. Þessi stóri armur vilji losna við formanninn og reyna því að hafa áhrif á almenningsálitið. Ekki skiptir þessi öfl máli í þessu sambandi að Hanna Birna er ekki í Evrópusambandssöfnuðinum frekar en Bjarni. Ekki frekar en þau 95 % sem greidu atkvæði á móti Evrópusambandsumókninni á síðasta landsfundi. 

 Þá reyndi þessi litli sértrúarsöfnuður innan Sjálfstæðisflokksins að lauma inn allskyns málum til að styrkja sig í sessi og blekkja um stærð sína. Plöntuðu sínu fólki í alla umræðuhópa og reyndu að sveigja umræðurnar til ESB og láta sem þetta væri mál málanna hjá Sjálfstæðisflokknum.  Þetta tókst ekki  og því var hent í hafsauga með afgerandi hætti. Einn söngvari rauk á dyr en ég sá engann fara á eftir honum hvað þá að nokkur minntist á söknuð eftir honum. Nú segist hann hafa tekið með sér hundrað manns og ætlar í framboð!

Sjálfstæðismenn átta sig á því, að hér er um skipulega rógsherferð að ræða sem Samfylkingin magnar upp. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að kjósa sér landsfundarfulltrúa. Að vanda verður það fólk alveg einfært um að velja sér formann og skítkastið á Bjarna sem nú stendur yfir  ræður ekki úrslitum. En mikilvægt er að Sjálfstæðismenn geri sér grein fyrir því að umræðan um að fella Bjarna kemur ekki frá  Sjálfstæðisflokknum eða umhyggju fyrir honum heldur Samfylkingunni og Baugsmiðlunum  sem hamast nú í örvæntingu yfir fylgishruni sínu og ósigri í Evrópusambandsmálsinu. Það mál flækist ekki fyrir flokknum, svo einhuga er Sjálfstæðisfólk um það . Mun erfiðara mál fyrir þingmenn flokksins er framganga þeirra í Icesave málinu. Það er málið sem Bjarni Benediktsson og já mennirnir standa frammi fyrir og ekki útséð um hvernig úr því spilast.

Landfundur nálgast óðum Sjálfstæðismenn. Við förum þangað ekki undir púkablístrum Baugsmiðlanna og Samfylkingarinnar heldur undir merkjum Sjálfstæðisstefnunnar. 

Hún dugar okkur enn sem fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór fornvinur; æfinlega !

Ég hygg; verkfræðingur góður, að þessi hlandbleygju pjakkur, af Engeyjar slekti, hafi nú - hingað til; verið fullfær um, að grafa undan sjálfum sér, hjálparlaust.

Þess utan; er nú komin upp sú staða hérlendis, að við þurfum að kasta stjórnmála bullum ALLRA flokka ræksnanna, fyrir róða - og koma hér á samstjórn vinnandi stétta, raunverulegrar framleiðslu - sem nauðsynlegrar þjónstu, fornvinur vísi.

Þannig að; við getum gefið Baugs ræflunum - sem öðrum áþekk um fríið, frá fordæmingu okkar, um sinn, Halldór minn.

Með beztu kveðjum; úr Rykmistri Árnesþings /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 00:14

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Óskar Ég er innilega sammála þér http://maggi-phil.blog.is/blog/maggi-phil/entry/1190426

Magnús Ágústsson, 12.9.2011 kl. 00:58

3 identicon

Sælir; á ný !

Þakka þér fyrir; tilvísun góða, Magnús - sem tímabæra, mjög.

Svo og; ágætar undirtektir, minnar málafylgju, einnig.

Með sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.9.2011 kl. 01:30

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Það verða konurnar í flokknum sem munu tryggja Bjarna kosningu ef Hanna gæfi kost á sér.  ekkert á neinum málefnalegum forsendum heldur kynlegum.  Konur í flokknum eiga nefnilega mjög erfitt með að unna hver annarri "extra" upphefð!

Björn Finnbogason, 12.9.2011 kl. 03:04

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvernig er með ESB konur vorar í Flokk okkar þurfum við á þeim að halda lengur?Er ekki tímabært að þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir haldi sér til hlés og hætti allri undiróðsstarfsemi svo þær skaði ekki sjálfansig og Flokksbræur vora? En Landsfundur er framundan og það þarf að hreinsa til í Flokknum.En spurningin er sú ef Bjani Ben verður kosinn aftur.Fer hann eftir Flokkssaþiktum? Er hægt að teista honum aftur?

Vilhjálmur Stefánsson, 12.9.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband