Leita í fréttum mbl.is

Árás Íslands

og međreiđarsveina ţess á Lýbíu gengur á fullu án teljandi afskipta né ályktana Alţingis Íslendinga. Gaddafi kallinn verst hetjulega međ sínum mönnum. En skiljanlega hallar á hann fyrir yfirburđa herstyrk Íslands og bandamanna ţeirra í Evrópusambandinu og tapar ţví unnu stríđi sínu.Manni er sem mađur heyri Egil Skallagrímsson kveđa vđ raust í haugi sínum, slíkur er okkar hetjuskapur viđ erlenda herkónga og ribbalda.

Hvađ bíđur Lýbíumanna eftir ađ viđ höfum rústađ Gaddafi og stoliđ olíunni af honum? Var einhver önnur lógísk skýring á hernađi okkar ţar suđurfrá önnur en olía? Alveg eins og ţegar viđ réđumst á hann kollega minn og jafnaldra, Saddam Hússein, ekki einu sinni heldur aftur.Nú erum viđ Íslendingar búnir ađ láta hann Saddam bíta í gras fyrir sameinuđum herstyrk okkar og viljugra vina okkar. Viđ erum búnir ađ tryggja flćđi olíunnar frá Írak um langa framtíđ og sýna Írönum í leiđinni hvađ bíđur ţeirra ef ţeir makka ekki rétt eins og Mossadek reyndi einu sinni og fékk til tevatnsins hjá okkurá Vesturlöndum.

En sögur fara af ţví, ađ ţessum ţjóđum sem viđ erum ađ dusta til í nafni lýđrćđisástar gangi illa međ democrazyiđ okkar.Bćđi í Íran og Afghanistan ţer sem Talíbanastláturtíđin hefur gengiđ međ afbrigđum illa og ţeir eru ţví sífellt ađ fćra sig uppá skaftiđ. Nú eru allar horfur á ţví ađ ţeirra verđi ríkiđ von bráđar ţegar viđ förum heim ţađan. Og í stađ lýđrćđis og takmörkunar trúarofstćkis talíbana komi andhverfa ţess. Ţó er samt tryggt betra heróinframbođ á Vesturlöndum til lengri tíma, sem er ţó áţreifanlegur árangur af herhlaupinu okkar. Ţví hvađ eiga fátćkir bćndur í fjöllum Tora-Bora ađ gera annađ en rćkta ţađ sem markađurinn vill?

Hvađ gefur í rauninni skeđ hjá ţessum ţjóđum eftir hernađ okkar? Hafa ţćr höndlađ Herrann eins og Jón Kadett í Hernum sínum?

Jú Saddam er farinn, sem var hreint ekki alvondur ef menn vilja kynna sér ţađ. Í stađ styrkarar stjórnar, ţar sem hann fćrđi ţjóđ sinni margvíslegar framfarir í menntun og heilsugćslu međal annars, mun líklega taka viđ stjórn vígamanna og óeirđaseggja.Ţeir bara bíđa eftir ţví ađ viđ förum af svćđinu.

Sama verđur uppi á teningnum í Lýbíu. Framfarirnar sem urđu undir traustri stjórn Gaddafís offursta hverfa sem dögg fyrir sólu og upplausn og agaleysiđ tekur völdin. Langvinn borgarstyrjöld blasir viđ í ţessum löndum ţangađ til ađ nýir einvaldar, jafnokar ţeirra fyrri, birtast sem geta friđađ löndin aftur. Annađ stjórnarfar en menntađ einveldi virđist bara ekki henta í löndum múslíma eins og dćmin sanna.

Gaddafi og Saddam voru í sjálfu sér alveg eins vond-góđir og Fidel Kastró á Kúbu. Menn sem komu međ framfarir til landslýđsins í formi menntunar, heilbrigđisţjónustu og friđar. Kaldrifjađir morđingjar auđvitađ ţegar ţess ţurfti međ en létu fólk yfirleitt í friđi međan ţađ ţagđi og hlýddi. Viđ höfum bara ekki ráđist á Kastró af ţví hann á enga olíu ţannig ađ ţangađ er ekkert ađ sćkja og lýđrćđisástin ađeins upptekin annarsstađar . En hann er ekkert öđruvísi pappír en hinir skálkarnir ţannig lagađ.Blóđugur upp ađ öxlum eins og ţeir, góđur vinum sínum en röggsamur viđ illţýđi og ófriđarmenn.

Kúbverjar búa viđ friđ og fátćkt, sem lćtur ţó heldur undan síga međ aukinni ferđamannagengd. En ţjóđir Lýbíu, Íraks og Afghanistan eiga langt í land međ ađ fá rólegan nćtursvefn Kúbverja. Ţeirra bíđa rán og rupl vígamanna og stríđsherra um leiđ og viđ drögum herstyrk okkar til baka.
Vesturlönd hafa međ samstilltu átaki séđ til ţess ađ margir enn munu snýta rauđu í fjandmannaríkjum ţeirra áđur en friđur kemst ţar á.

Árásarríkiđ Ísland hefur ekki atuđlađ ađ hćkkun međalaldurs í ţessum löndum hvađ sem öđrum árangri líđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Mjög góđur pistill.

Snorri Hansson, 22.9.2011 kl. 15:54

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góđur Halldór. Og ţađ mega ţeir eiga ţarna austur frá ađ ţó ţeir hafi líflátiđ seka og líklega einhverja saklausa líka, ţá voru ţeir ekki ađ skipta sér af okkar hvalveiđum líkt og Obama...!

Ómar Bjarki Smárason, 22.9.2011 kl. 23:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 609
  • Sl. sólarhring: 814
  • Sl. viku: 5886
  • Frá upphafi: 3190228

Annađ

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5018
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 441

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband