Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga hjá Jóni Magnússyni

Jón Magnússon leggur fam eftirfarandi tillögu á Landsfundi: 

"Tillaga 3 Úrvinnsla skulda heimilanna

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur réttlátt að höfuðstóll verðtryggðra lána verði færður til þeirrar viðmiðunarvísitölu sem var í gildi 1.10.2008.  Frá 1.10.2008 hefur íbúðarverð lækkað gríðarlega í verði. Á sama tíma hefur verið samdráttur í þjóðarframleiðslu og veruleg rauntekjulækkun.  Taka verður tillit til þessara staðreynda og gæta þess að réttlæti ráði ferðinni við úrvinnslu skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja. Þannig verði miðað við almennar aðgerðir til að leysa skuldavandann en ekki sértækar. Með sértækum aðgerðum hefur verið og verður búið til ójafnræði milli borgaranna. Með þeirri niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra  lána sem hér er lagt til er ekki lengur um forsendubrest að ræða og tryggt er eðlilegt jafnræði fjármagnseigenda og skuldara." 

Þessa leið hefði átt að fara strax í ársbyrjun 2009, svo sjálfsögð skynsemi sem hún er.

Hugmyndir Lilju Mósesdóttur hafa líka ratað inn á Landsfund þar sem tekið er á lyklaskilamálinu fyrir vonlaus heimili sem annars horfa fram á gjaldþrot og eilífa útskúfun.

Styðjum þessar hugmydindir báðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband