Leita í fréttum mbl.is

Erum við sjálf ekki óvinurinn?

sem fólkiinu vinnur tjónið? Þessa fólks sem telur sig Íslendinga og allir þykjast bera fyrir brjósti. Erlendar kreppur og aflabrestur á miðum eru smámál miðað við það við sjálfir höfum á okkur unnið. Hvað  forystumenn launþega, sem kalla sig aðila vinnumarkaðarins á móti samtökum vinnuveitenda, hafa unnið mikið  tjón í þessu þjóðfélagi.

Mörg þúsund prósenta taxtahækkanir launa hafa iðulega skilað minnkun kaupmáttar og eyðilagt sparnaðinn í þjóðfélaginu með þvílíkum hætti að íslenska krónan er til háðs og spotts þegar hún er borin saman við dollarann og dönsku krónuna.  Við horfum á það með opnum augum hvernig fáeinum ljósmæðrum eða flugumferðarstjórum, sem ríkið hefur veitt menntun sina ókeypis geta tekið þjóðina í gíslingu og haft sjálfdæmi um kjör sín.  Kennarar taka börnin í gíslingu og komast upp með segja að þau skuli fyrr aldrei læra að lesa en þeir fái sinum kröfum fullnægt. Rafiðnaðarmenn hóta að slökkva á virkjunum landsins ef þeir fái ekki þær taxtahækkanir sem þeir vilja. Og til viðbótar heimta þeir að fá að ganga í ESB og taka upp  Evru. Hvar er þjóðræknin, hvar er þjóðarstoltið? Hvar er virðing þjóðarinnar utan 17, júni?

Þetta er kallað samningsfrelsi á vinnumarkaði. Svo er stunduð stjórnmálastarfsemi í landinu sem er algerlega vanmegnug gegn þessu liði.  Ráherrar ráða ekki við neitt.  Þetta er svo galið kerfi,  að stöku hópar geti  tekið sig úrúr og knúið fram  hækkanir verðlags að vild með gíslatökum og skemmdarverkum til fjárkúgunar af saklausu fólki að ekki er hægt að tala um það. Enginn má vinna nema vera neyddur í verkalýðsfélag. Atvinnurekanndi er látinn sverja að taka ekki utanfélagsmenn í vinnu. Það er einokun starfa fyrir opnum tjöldum.

Þessir  svokölluðu verklýðsforingjar okkar eru drifkraftur verðbólgunnar sem ekkert stjórnmálaafl hefur geta tjónkað við.  Ekki fyrr en þeir Guðmundur Jaki og Einar Oddur, sinn af hvorum vængnum, tóku höndum saman1989  og fengu  þjóðina til að staldra við í vitleysunni. Þeir töluðu þjóðina inn sitt band og stjórnmálamenn gengu í lið með þeim nauðugir viljugir.  Það voru gerðir samningar af viti, sem samstundis þurrkuðu út óðaverðbólguna sem þá ríkti.  Að vísu kom kreppa beint í kjölfarið sem gerði mörgum erfitt fyrir. En í heild varð  hlé á vitleysunni og í hönd fóru ein góð 12 ár. Með hjálp EES og Schengen  misstum við svo tökin á fjármálakerfinu og mörgu öðru  og það fór eins og það fór.

Nú eru víðast  komnir  til valda í þjóðfélaginu efnahagslegir örvitar og er þar víðast enginn kollurinn öðrum hærri. Það eru gerðir "kjarasamningar" sem allir sjá að standast ekki. Þess vegna stefnir allt lóðbeint niðurávið  með krónuna okkar. Það  er svo heimskara en tárum taki að þetta sama lið talar um að taka upp einhvern alvöru gjaldmiðil  sem okkar eigin!  Krónan okkar sé ónýt og svo framvegis!  Hvernig dettur þessu fólki þetta  í hug þegar það er ekki tilbúið að breyta sjálfu sér hið minnsta?  Jafnvel þó að það teljist með fullu viti dags daglega þá virðist því  ljúka  þegar kemur  að svokölluðum kjaramálum á vinnumarkaði. Hafi einhver unnið tjón á þessari krónu okkar þá eru það stéttarfélögin og engir aðrir. Krónan er saklaus og hlutlaus.

Þjóðin virðist ekkert hafa lært upp til hópa. Hver samtökin af öðrum eru tilbúin til Jihads, heilags stríðs,  gegn restinni af þjóðinni. Og þegar sá fyrsti hefur fengið sínar óskir uppfylltar þá tekur sjálfsvörn þess næsta við.

Engin stjórnmálaöfl ráða við þetta. ASÍ þegir meðan Samfylkingin er í stjórn. Komi Sjálfstæðisflokkurinn til valda þá er í lagi að hefja kjarastríð. Svona er þetta bara hjá þessu liði sem kallar sig íslenska þjóð. Ber ekki virðingu fyrir neinu, hvorki fánanum né sjálfri sér.Hún lærir aldrei af mistökunum. Og hún hefur heldur ekki lært neitt af hruninu þegar hún horfir á útrásarvíkingana fá afhent til baka hvert vígið af öðru, hvert og vogunarsjóðirnir útlensku eins og Bæjarins Partners,Borgartún Associates, Geysir Advisors, Grindavík Fund, Gullfoss Partners, Keflavik Associates, Laugavegur Partners, Silfra Fund, og Sóltún Partners reka Aríonbanka og Íslandsbanka íslenskum heimilum og Steingrími J. SIgfússyni til tímanlegrar dýrðar.

Við erum eiginlega ekki þjóð í raunverulegum skilningi heldur samsett af  óaldarflokkum. Hreint ekki svo frábrugnir  þeim á  Sturlungaöld sem börðust með grjótkasti  um völd og áhrif. Alveg eins og þá, eru sterkar raddir um að gagna erlendum konungi á hönd vegna þess að við erum uppgefnir á sjálfum okkur.

Óvinurinn er meðal okkar. Hann er eiginlega þú og ég grannt skoðað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Lausnin er augljós, Halldór. Við eigum að ganga á fund Noregskonungs og sækja um að fá "að koma heim" aftur. Þetta leiðir til stöðugs stjórnarfars, hærri launa, hærra verðs fyrir afurðir okkar og stærri markað fyrir okkar matvörur og fleira. Grænmetisbændur íslenskir gætu vaxið og dafnað við að fóðra svanga Norðmenn á hollu eðalfóðri í formi grænmetis og lambakets af villtum lömbum, auk gæðamjólkurafurða. Þetta getum við allt selt á dúndurverðum og eflt þannig innlendan landbúnað og  úrvinnslugreinar.

Helsti ávinningurinn við þennan ráðahag er þó sá, að með þessu móti losnum við pólitísku fallistana og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking verða örflokkar á með Framsókn og Vg munu eflast til muna... Ísland gæti á einni nóttu breyst í "Sæluríki Norðursins".....! 

Og svo myndi allt tal um ESB og Evru falla í gleymskunnar dá og við sofnum sofandi hvert kvöld með vasana fulla af norskum krónum og dreymandi um okkar digra sameiginlega olíusjóð... Nú svo yrði lagður sæstrengur á milli Íslands og Noregs og arður Landsvirkjunar rynni inn í "sameinaða orkusjóðinn"... Laun forstjóra LV og lífeyrissjóðanna myndi við þetta líklega hætta upp úr öllu valdi og íslendingar yrðu á ný gjaldgengir til forystustarfa í norsk-íslenskum bönkum og öðrum stórfyrirtækjum. Framtíð afkomenda okkar verða tryggð til frambúðar!

Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2011 kl. 19:35

2 Smámynd: Björn Emilsson

Steingrímur hinn mikli ´sótti um aðild´ að Norvegi í upphafi valdatíma síns, en var hafnað. Islenskir þurfa ekki að spyrja kóng né prest um aðkomu í Noregi eða öðrum norrænum löndum. Fari svo sem horfir, koma islenskir menn til með hafa lítið að segja um Eyland þetta í framtíðinni. Land sem brátt verður fullsetið útlenskum mönnum talandi framandi tungu og veifandi stjörnuþjóðfána. Islendingar hafa áður flúið land og óáran. Má þar minna á þjóðflutningana miklu til Vesturheims, öllum til góðs.

Björn Emilsson, 29.11.2011 kl. 04:53

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þetta er mikið rétt hjá þér Halldór. Við erum okkar verstu vinir.

En þetta á við um fleiri þjóðfélög, í flestum löndum er valdaklíka sem stjórnar landinu og hefur löggjafarvald og dómstóla í vasa sínum. Eitt besta dæmið er USA þar sem einn banki, Goldman Sachs hefur forsetann í vasa sínum. Svo eru stórfyrirtækin sem heimta stríð og olíu og foretinn sprellar eins og brúða á sterng.

Heimurinn er vissulega ekki fallegur ef maður fer að skoða hann. Og þess vegna er nauðsynlegt að hafa menn eins og þig sem hrópa í eyðimörkinni.

Kannski er vænlegast til árangurs að gera eins og hipparnir slappa af og setja rósir í byssukjafta. Þeim tókst þó að stoppa stríðið í Vietnam.

En svo fóru þeir allir á Wallstreet og við vitum hvernig það fór.

Sigurjón Jónsson, 29.11.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband