Leita í fréttum mbl.is

Er allt sem sýnist?

varðandi gósenlandið Noreg?

Einn vinur minn var að koma heim eftir stutta heimsókn þar. Í Noregi er smjörlaust. Smjörið er skammtað í búðunum. Þeir fara til Svíþjóðar að kaupa smjör sem er líka skammtað þar. Þeir fá ekki smjör hjá Dönum og ekki Finnum. Það snýst allt um olíuna.

Og með olíuna þá var norski sjóðurinn að viðurkenna að hann hefði tapað stjarnfræðilegum upphæðum á bandarískum húsnæðisvafningum. Mega skandall og sjóðstjórarnir þá ekkert betri en okkar lífeyrissjóðafurstar sem töpuðu okkar lífeyri? Hann sagði mér frá dæmi úr skólanum þar sem dóttir han kennir. Sami innkaupalistinn hafði hækkað um 22% á einu ári. Dýrtíðin er svakaleg. Þrjár pítsur kosta 14.000 kall. Strigaskór 40.000. Annað eftir þessu.

1500 velmenntaðir Íslendingar væru nýkomnir til landsins. En það væru líka komnir 15000 Svíar og 180000 Pólverjar og mikið af allskyns asýlöntum. Olían sogar allt til sín. Enginn fæst til landbúnaðarstarfa. Nýleg pappírsverksmiðja lokaði og 400 misstu vinnuna. Ósamkeppnisfær við Svíþjóð. Og skógarbændurnir standa uppi með óseljanlegan skóg. Hvað á að gera við timbur?  Hvað á að gera við bændur?

Vitum við Íslendingar ekki, að þegar einn iðnaður sogar til sín vinnuafl eins og bankarnir okkkar gerðu nýverið, þá færst enginn í önnur störf. Og verðbólgan heldur innreið sína. Þetta gætum við alveg kennt Norðmönnum.

En ástandið er ekki að batna hér fyrir þetta. Við höldum áfram á helvegi hafta og kommúnismans í atvinnumálunum, leyndarhyggju og pukri, upphlaupum í stað orða og gjörða.

Það er kannski ekki allt sem sýnist?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er mikilvægt innlegg í umræðuna Halldór og vonandi fara íslendingar að fatta það, að þeir eru ekkert vitlausari en aðrar þjóðir.

Mig hefur lengi grunað, að það séu sambærileg vandamál í öðrum löndum, en margir halda því fram að íslendingar séu sérstaklega klaufsir í hagstjórn osfrv.

Menntunarskortur minn háir mér andskoti mikið, ég get ekki lesið önnur tungumál en íslensku, þannig að ég á vont með að fylgjast með fréttum utan úr heimi.

En það sjást myndir af götumótmælum víða utan úr heimi í sjónvarpinu, almenningur í öllum löndum kvartar yfir sérhagsmunagæslu og dekri við fjármálamenn.

Þótt ástandið sé ekkert betra annarsstaðar, þá þýðir það ekki, að við eigum að sætta okkur við ástandið eins og það er.

Við eigum að læra af okkar mistökum og mistökum annarra þjóða, reyna að gera betur og helst að vera öðrum þjóðum til eftirbreytni.

Menn eiga helst ekki að eyða meira en aflað er, nýta sem best alla hluti og temja sér iðjusemi á öllum sviðum. Við þurfum að efla með okkur samkennd, launafólk og atvinnurekendur geta ekki án hvers annars verið, þesir hópra þurfa að tala saman og skilja þarfir hvers annars.

Ríkisvaldið á að sjá til þess að regluverkið sé skilvirkt og einfalt, ásamt því að sjá börnunum okkar fyrir lágmarksmenntun og sjá til þess að aldraðir og sjúkir líði ekki skort.

Ríkið á líka að sjá til þess að sjúkir fái líkn og að löggæslan geti verndað borgaranna.

Og ríkið á að reka sig með lágmarks tilkostnaði, lækka skatta þannig að fólk geti ráðstafað sem mestu af því sem það vinnur sér inn.

Jón Ríkharðsson, 28.11.2011 kl. 14:01

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst Íslendingar vitlausustu fjármálamennn í heimi og allt of auðtrúa.

Hvað mörg prósent af Íslenskum fá 274 % kauphækkun á 30 árum.

Hér er búið að taka upp beint  frá Íbúðlásjóði allar upphæðir á 30 ára glæpaveðskuldarláni á mælkvarði USA. Þar ekki einu sinna að skilja prósentureikning eða veðaflosnunar dreifingu.  Hér mun gjaldþrot heimila halda áfram og hæfast fólkið flýja land og lífeysisjóðir skreppa saman hraðar og hraðar með þessi glæpavél er í gangi. Ísland getur aldrei gengið upp með minni meðalverðlagshækkanir á ári en UK eða USA. Það er ekki hægt að mynda gengishagnað gegn sér sterkari ríkjum.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1206790/

Júlíus Björnsson, 28.11.2011 kl. 15:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

ÞAkka þér fyrir skemmtilegt og opinskátt bréf. Það er mikil guðsblessun í því að ná valdi á ensku, eiginlega þarf maður ekki annað mál. Ég er viss um að þér verður ekki skotaskuld úr því með smá  átaki að æfa þig í því máli.

Ég lærði ensku á þvi að ég fékk flugdellu á unga aldri og fór að lesa ensk flugblöð. Áhuginn rak mig áfram og þegar orðin koma aftur og aftur þá síast þau inn í mann.

Netið í dag er svo endalaus uppspretta fróðleiks að þjóðin beinlínis þarfnast þess að Jón Ríkharðsson fylgist þar með af þeirri fróðaleiksfýsn og ályktunarhæfni sem hann greinilega býr yfir í ríkum mæli. Sjálfsnám í ensku ber fljótt árangur og hvet ég þig til þess einlæglega að verja einhverjum tíma á hverjum degi til þess. Ef þú getur hlutstað á enskar bíomynd með íslenskum texta þá hjálpar það. þegar  ég kom til Þýskalands 1957 með mína menntaskólaþýsku þá skildi ég varla bofs í skólanum . Ég fór því í bíó helst á hverjum degi og vinir mínir John Wayne, Cary Cooper, og Robert Mitchum  töluðu  þýsku og bófarnir líka , því þjóðverjar urðu að hljóðsetja allar enskar myndir þar sem enskukunnátta var lítil í landinu af einhverjum ástæðum. Ég veit ekki til að þetta hafi breyst afgerandi. Þér verður e kki skotaskuld úr að ná þér í enskukunnáttu Jón.

Það er rétt hjá þér Jón, að almenn mannleg gildi eru ekkert frábrugðin hérlendis en erlendis. Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og í Grímsnesinu eins og Tómas sagði.

Við viljum öll geta séð okkur farborða og séð árangur verka okkar. Ég er  orðinn 74 ára en við góða heilsu og vil starfa sem mest meðan ég get. Ég hef unnið alla ævi og kann ekki annað eins og golf og svoleiðis.  Það er alveg  ömurlegt að finna ekki neitt í þessu þjóðfélagi til viðspyrnu en byggingariðnaðurinn sem ég hef lifað  minn  aldur í er svo til steindauður.

Ég hef líka reynt að vinna við þýðingar eftir hrun  en það er líka skortur á verkefnum í því. Þá getur maður lítið annað en bloggað og andskotast yfir kreppunni sem á orsakir  sínar í pólitíkinni. Þannig að það bara gleður mig að þú skulir stöku sinnum lesa það sem eg er að pára hér.

Gaman að heyra frá þér og þér til upplýsingar eru mínar skoðanir mjög samfallandi þínum eins og þær birtast í síðustu 5 málsgreinum þíns bréfs.

Halldór Jónsson, 28.11.2011 kl. 15:20

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Júlíus,

 innskot frá þer kemur meðan ég er að skrifa Jóni. En þú hefur líka margt fram að færa sem er athyglisvert og raunverulega er öll orsökin fyrir slöku gegni þjóðarinnar í fjármálum verkalýðsbaráttunni að kenna.

 Þetta er svo galið kerfi, sem kallast aðilar vinnumarkaðarins,  að stöku hópar geti  tekið sig úrúr og knúið fram þessar hækkanir sem þú nefnir með gíslatökum og skemmdarverkum til fjárkúgunar af saklausu fólki.

Þessir  verklýðsforingjar eru drifkraftur verðbólgunnar sem ekkert stórnmálaafl hefur geta tjónkkað við fyrr en þeir Guðmundur Jaki og Einar Oddur tóku höndum saman1989  og fengu  þjóðina til að staldra við í vitleysunni. Nú eru allstaðar komin reginfífl í efnahagsmálum  til valda og enginn kollurinn öðrum hærri. Þessvegna stefnir allt lóðbeint til helvítis með krónuna okkar. Það er heimskara en tárum taki að þetta sama lið talar um að taka upp einhvern alvöru gjaldmiðilmsem okkar. Hvernig dettur þessu fólki vona vitleysa í hug þegar það er ekki tlbúið að breyta sjálfu sér hið minnsta?

Halldór Jónsson, 28.11.2011 kl. 15:32

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér vantar meira af liði til að byggja upp sölutekjur og það kostar sömu meðal verðlagshækkanir eins og USA og UK, til auka afköst.   Hvað er verið að mennta mikinn hluta þjóðarinnar til  starfa við þjóðrtekjusöluminnkandi störf í framtíðinni? Hvernig getur ríkið grætt á því leggja námlán á verðandi launþega sína. 

Hvernig kemst lið inn á þing sem segir að ríki vanti pening. Ríki er með einkasölu á allri mynt á sínum markaði á hverju skatta ári og þarf að koma henni verð til að hún geti skilað sköttum. Forfaðir minn sá um fjármál í her Danakongus í byrjun 18 aldar.   Til þess að koma mynt á markaði í mynt á hverju skatta ári þá þarf hún að seljast fyrir vörur og þjónustu sem tengjast söluskatti [vsk] . Því meira aljóðlegt raunvirði sem fæst fyrir hverja mynt ein. því sterkara verður gengið.  Söluskattur skilar allta starmanna veltur sköttum og eignarsköttum og jafnvel tollum. 

Jafnan er einföld fyrir hvert skatta ár upphæð heildar sölu er jafngildi heildar kaupum neytendenda  og hins opinbera. Ekki bara neytenda erlendra ríkja.  Sumar stéttir geta ekki skilað vsk. eða viðhaldið þeim sem geta það. Þegar þær verða of stórar þá má líkja því bráðakrabba. Þær vantar alltaf pening og er alvega sama hvernig hann kemst í hendur á þeim.

Worldbank reiknar raunþjóðartekjur [PPP] fyrir öll Ríki [ég hafði alltaf ímyndað mér miðað við Íslenskar heimildir að þetta væri gert á Íslandi. Hinvegar eru þjóðartekjur reiknaðar  á heimstjórnaforsendum greinar GDP(OER) kallað hér landframleiða og ársbreytingar hagvöxtur og mánaðar leiðréttingar neysluvísitala.

OCED ríki sem síðast  árs heilda vöru og þjónustu veltur til hreisunnar  það er reikna alþjóða raunvirði huglægt og efnislegt þannig að verði ekki tvítalið.  Flokkar eru merktir A til X og frá A til X gildir meiri og meiri hreinsun.  Hagfræðingar til dæmis skila ekki vart krónu í raunvirðisauka eftir hreinsun.  

Hér ætti að merkja alla þá sem vilja ekki starfa við að auka raunvirði þjóðartekna. Hér hægt að éta meira af kjöti og fiski. Auka gæði seldrar þjónustu er að auka raunvirði hennar. Fylla allt hér upp af lálaun liði til að halda uppi liði sem er oft fínt til taka þá í að skapar raunsölutekjur er einmitt það sem fellur undir úrkynjun.  Ríkið vanta aldrei pening, það vantar hráefni og orku lið í framleiðslu og sölu lið til að viðhalda þessu.  

EigenKapital=Equities eru varsjóðir í reiðufé [eða verðbréfum sem seljast samdægurs]  til að eiga á móti áhættu eða útborgum næstu veltu.   Það má hvorki vera of hátt eða og lágt gagnvart útlendingum sama hvað sossar heilar til hægri og vinstri segja hér. 

Það er arðbæra að sýna ekkert ef maður hefur haft gott mannorð í 30 ár á undan án þess að sýna neitt eiginfé.
Þjóðverjar taka skýrt fram að að allar fasteignir eigi að hafa í aðskilinni möppu ásamt samfélags skattaskuldbindingum sem þeim fylgja. Skuldbindingarnar geta gert kröfu um meira reiðufé til að mót bóka á móti eiginfé [sem er fastur mælikvarði til að stemma reiðufé í sjóðum eða söfnum á móti].
Besta aðferð til sprengja arðbær fyrirtæki er að fylla þau upp af of miklu reiðufé. Í keppni vinna þeir sem geta reiknað rétt eiginfé með 8 marktækum aukastöfum minnst.

Eiginfé  fer eftir veltu tíma og eðli sérhvers rekstrar, stórvelta þarf ekki að kosta neitt eigin fé.  Ég sel 100 billjóna víxill til Svissnesks banka sem   greiði mér 100 billjónir og ég kaupi aftur 100 billjóna bréf til greiðslu eftir eitt ár.  

Angela Merkel sagði við við enska kollega sinn að aðilar ættu ekki að þykjast hafa efni á meiri en þeir hefðu því aðilar á markaði væru fljótir að komast að því. Þjóðverjar versla talsvert meira af UK en UK af Þjóðverjum t.d. 

Hér mun gilda að færa skal um allar rekstralegar eignir og passivar um verðbólgu síðast árs til hækka upp eiginfé.  Erlendis gengur keppnin út að leggja á fyrir verðbólgu árs.  Hinvegar átti vinstri stjórn heiðurinn af þessari áherslu breytingu til að eigin sögn gefa rétta mynd af rekstrinum.  Þetta var fyrir daga kaupþingsmanna og annarra vitleysing sem fylgdu í kjölfarið.  Sossar komu líka með hugmynd um að fella niður 1 þrep starfsmannaveltu skatta , sem dekkar útvar og heilsugæslu  í Danmörku og þýskalandi.  Fyrirtæki sem þurfa mikið að starfsfólki er oft þau sem svíkja mest af vsk. Þessi fyrirtæki fá þá lægri vsk. á móti erlendis.  Þar sem þak er á yfir vinnu í EU síður 100 ár, er mjög auðvelt fyrir skattalöggu að finna út hvort ólöglegir séu við störf og þá fær einhver hæfari rekstra leifið. Alltof stór hópur af látekju fólki eyðileggur þjóðartekjurnar, sömu leið alltof dýrir ekki vsk. ríkisstafsmenn, sem starfa hér sem ráðgjafar yfirleitt. Asíau hugmyndafræði er ráð þræla í grunn störfin , arleiðin barst frá Presum til Grikkja og þaðan til Rómar. Þessum snobb hugsunarhætti fylgir alltaf náttúruleysi og úrkynjun.

Þjóðverjar hirtu bestu veðsöfnin fyrir 2000 og ríki með viti gefa aldrei upp varasjóði sína. Enda eru engin alþjóðlög til um það. Ísland er hægt að lesa eins opnabók.

Júlíus Björnsson, 28.11.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband