Leita í fréttum mbl.is

Viðtalið við Ingva Hrafn

sem þeir Guðni Ágústsson og Jón Baldvin Hannibalsson áttu á Hrafnaþingi í kvöld var eiginlega ekki sá besti. Ingvi Hrafn talaði núna svo mikið að þeir komust varla að með spurningar til hans.

Þó var málflutningur Guðna Ágústssonar með ágætum þá sjaldan hann fékk orðið. Hann fór rétt með allar staðreyndir um hvað vantar í þjóðfélagið og hversvegna ríkisstjórnin getur ekkert gert í málunum annað en að halda þessum aðildarviðræðum við ESB áfram sem væri alrangt og ætti að stöðva. Mikið var ég hissa þegar Ingvi Hrafn lýsi eindregnum vilja sínum til að kíkja í pakkann, halda áfram og kjósa svo. Helst var að skilja á Ingva að eitthvað stórkostlega óvænt gæti komið upp sem gerði það að verkum að hann og Íslendingar samþykktu þetta kannski.

Framlag Jóns Baldvins var sérstætt að vanda. Hann þrástagaðist á nauðsyn þess að útgerðin greiddi auðlindarentu. Það myndi gerbreyta öllu úr því að við gætum ekki veitt meiri fisk.Hann gaf ekkert fyrir störf sáttanefndarinnar hvað þá Jón Bjarnason sem væri fyrir í ríkisstjórninni sem myndi sitja áfram. Hann sagði ekkert um það hvort það væri landinu til meiri heilla en vinstri mönnum sjálfum.

Ég velti því fyrir mér undir ræðum Jóns, hvernig þetta kæmi út. Setjum svo að ein útgerð veiði fasta tonnatölu í kvóta og selji þetta á 200 milljónir fyrir hrun. Kostnaðurinn fyrir hrun segjum við að hafi verið 180 milljónir og 20 milljónir séu gróðinn. Tekjuskattur fyrir hrun sé 18 % af þessu eða 3.6 milljónir. Svo kemur hrun og sölutekjurnar af sama magni eru 400 milljónir. Kostnaður er kannski kominn í 300 milljónir, hagnaður 100 milljónir ef allt er rétt fram talið. Skattur er nú 20 % eða 20 milljónir. Nettó Hagnaður er 80 milljónir. Hver er munurinn á þessum greiðslum og auðlindarentu? Segjum svo að ný auðlindarenta, gæti verið viðbótarskattur uppá 20%, (þó mig gruni að Jón Baldvin og aðrir kratar hafi miklu stærri tölur í huga). Fyrir hrun er afkoman mínus hálf. Eftir hrun er nettóhagnaður 60 milljónir. Þetta finnst mér vera auðlindarenta hvor leiðin sem er farin. En Jóni finnst það greinilega ekki því auðlindarenta á greinilega að greiðast óháð afkomu og mynda tap fyrir hrun þegar gengið var helmingi lægra.

Ef yrði aflabrestur og verðfall á mörkuðum þá færi útgerðin auðvitað bara á hausinn. Ætli Jón Baldvin myndi búa yfir því pólitíska þreki að standast freistinguna að grípa til gengisfellingar til að koma bátunum á sjó eða ef evran væri komin að grípa til ríkisstyrkja? Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í þessari auðlindarentuþráhyggju þeirra kratanna og varð engu nær af útskýringum Jóns Baldvins.

Er ekki nokkuð ljóst að það er gengið sem Seðlabankinn ákveður skiptir öllu máli? Jón viðurkenndi að allar ríkisstjórnir og líklega hann meðtalinn hefðu bara fellt gengið þegar kostnaður hefði orðið of hár hjá útgerðinni með launhækkunum, olíuhækkunum og þess háttar. Guðni benti á að þetta væri auðveldara pólitískt heldur en launalækkun sem gengisfelling auðvitað væri.

Svo kom Jón Baldvin og lýsti sinni framtíðarsýn á því hvað ætti að gera núna. Vandi Íslendinga væri alls ekki álver hér og álver þar. Þetta væri kerfisvandi.Það vantaði auðlindarentuna til að leysa allan vanda ríkissjóðs Í fyrsta lagi taka á skuldavanda heimilanna og afskrifa toxic-lán. Það næsta væri að keyra áfram viðræðurnar við ESB og binda krónuna við evruna eins og Danir gera ásamt með auðlindarentu á útgerðina.

Eftir þetta innlegg Jóns Baldvins sortnaði mér svo fyrir augum að ég gat varla fylgst með frekara viðtali þeirra við Ingva Hrafn. Þó gjörði ég bæn mína í þakklæti fyrir það að Jón Baldvin er ekki ráðherra enda lýsti Guðni áhyggjum af því að hann væri að verða kommúnisti aftur. En þann Jón Hannibalsson man ég ágætlega úr Menntaskóla.

En þó heyrði ég Guðna lýsa því í þættinum að taka á skuldavanda heimilanna og áhyggjum sinum yfir hvernig bankarnir brygðust hlutverki sínu með því að vera rukkunarstofur fyrir erlenda vogunarsjóði en ekki viðskiptabankar.Það þyrfti að koma framkvæmdum af stað til að skapa atvinnu. það væri mál málanna til að taka á atvinnuleysinu og stöðva landflóttann. Það vildi enginn fjárfesta þar sem ekkert væri að gera.Hann virtist telja að álver hér og kísill þar væri kannski ekki svo alvitlaust eftir að við slægjum aðildarviðræðunum á frest.

Báðir viðurkenndu að neyðarlögin hefðu verið það besta sem fyrri stjórn hefði gert og Guðni minntist á að Geir Haarde sætti nú Landsdómi fyrir þá björgun. Jón sagði að Icsave hefði aldrei verið neitt vandamál, það þurfti bara að bíða eftir að eignir Landsbankans hækkuðu í verði.Ég fór aftur í blakkát.

Mér fannst Guðni standa sig mun betur í þessu viðtali þar sem hann leyfði Ingva Hrafni að tala og tók ekki frammí fyrir honum eins og Jón Baldvin gerði iðullega. Maður er mun fróðari um þær efnahagsráðstafanir sem Ingvi vill grípa til fyrir land og þjóð. Eitt af því er að halda áfram viðræðunum vð ESB eins og Jón Baldvin vill líka. Svo lofsöng Jón Baldvin með Ingva framgöngu Steingríms í ríkisfjármálum meðan Guðni minntist á Gordon Brown sem hefði eyðilagt mikið fyrir okkur.

Í heildina var þeeta kannski upplýsandi þáttur og gaf okkur innsýn í hinn víða hugsanaheim Ingva Hrafns sem á þessa sjónvarpsstöð ÍNN og má því hafa hana eins og honum passar.Og hún er oftar en ekki skemmtilegri en aðrar þegar Ingvi Hrafn fer á kostum sem hann gerir iðullega.Og takk fyrir það Ingvi Hrafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Jón Baldvin kallaður Jeltssin Norðurssins, sífullur alla sína ráðuneitisdaga.

Óbrúkandi sem ráðherra. Davíð bjargaði honum til sendiherrastarfa í Ameríku, í meðferð.

K.H.S., 2.12.2011 kl. 14:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er nú of vel í lagt, ég hef aldrei hitt hann Jón nema edrú. En ég er viss um að hann verður enn skemmtilegri ef hann fengi í glas, kannski myndi þessi krataþráhyggja lagast?

Halldór Jónsson, 2.12.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Söluvelta veidds afla fellur undir Lagabálk A hjá yfirheilum Jón Baldvins, sem hafa enga áhuga á Nýsjálenskri hugmyndar fræði fyrir 50 árum.  Undir A falla líka skógrækt og landbúnaður, skatta þak 2,0% vsk. og langtíma hagræðingar fjármagns raunvextir far ekki yrir 2,0%. Til þess að tyggja þetta hefur Kommission her af af Seðla og fjárfestingabönkum.  Hagmunir smásölu neytenda í EU stórborgum skipta öllu máli vsk. 25%, Jón Baldvin skiptir engu máli.  Þetta er hluti af stjórnar skrá EU Miðstýringar.

Stjórnarskráin segir að til þess að lámarka grunn raunvirði í sameiginlegum grunni Bálkar A til H  með minnkandi efnis raunvirðis gengisvægi vrá vinstri til hægri, skuli fækka eignar aðilum og starfsliði í þessum [skíta og erfis] ströfum, þannig að hafi tekjur til æviloka eins og hefur haldið áfram í grunninum. Stjórnar skráinn segir ekkert um útfærsluna. En segir þetta verkefni persónuleikanna í Kommission að gera sýnilegt og hafi þeir til þess nóg af stofnum og öðrum fjármála tölum.  Þetta er ótrúlegt en þetta kallast arðbær fjárfesting  [langtíma fórarkostaður til að uppkera jafnt og eilíflega í grunni].  

Hrósa liði fyrir hagræðingu og  virkar best á sauðheimskan almúgan. Það er dónaskapur að hrósa jafningjum sínum í EU yfirstéttar skilningi eða írónía : háð eða kaldhæðni. Skera niður gjöld leiðir til þess að tekjur skerðast.  Undantekning er þegar lög vernda okur í geirum. EU leifir ekki okur í grunn allra Meðlima ríkja til langframa. ESB -sinnar á Íslandi eru ekki einir í EU. Bullukollar að mínu mati sem hugsa ekki hernaðlega og því huglausir og virðingarlausir í augum þeirra sem gera það frá fæðingu.  Gull í í Kalíforníu fjölgaði útsvarsgreiðendum,  olía í Texes, Síld á Siglufirði.  Bankar einir sér og fjölgun útvarsgreiðenda er dæmi um Íslenska stjórnsýslu góðærið sem á át eiginfé Íslanda upp að innan, og heldur áfram á fullu.  Á frjálsum mörkuðu rjúka tekjur áhættu forstjóra upp og niður og sumir stopp stutt og aðri lengi. Hvað tilgangi þjónar Kjaradómur á Íslandi?  Verðtryggja til dauða dags kaupmátt skattmanns miðað við þá tekjuhæstu á öllum tímum.  Verðtygging á eignarrtækkun fjármálgeira til skattlagningar og kjaradómur er siðspilling eða skammtíma heimska.

Júlíus Björnsson, 2.12.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband