Leita í fréttum mbl.is

Árangur baráttunnar

í stuðningi við Árna Pál er þessi:

"Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins ásamt sérfræðingi í málefnum EFTA-dómstólsins mættu í gær á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að skýra hvaða ráðuneyti hafi forræði í samskiptum Íslands við ESA vegna Icesave-dómsmálsins. Sögðu þeir málið heyra undir utanríkisráðherra.

Það hefur hins vegar um skeið verið unnið í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem verður nú í samstarfi við utanríkisráðuneytið um dómsmálið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur úr VG bókuðu að málið ætti að vera áfram hjá efnahags- og viðskiptaráðherra."

En hvað segir svo sá sem ræður? : "Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segist ekki hafa heyrt rök eða sjónarmið Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, enda hafi málið ekki verið rætt í þingflokknum. »Ég get því ekki tjáð mig um það sem stendur en mér sýnist náttúrulega að að lokum hljóti það að vera á hendi framkvæmdavaldsins að ákveða sína verkaskiptingu í þessu máli og styðjast þar við lög og reglur og alþjóðasamninga.« Í sjálfu sér geri hann ekki athugasemdir við að utanríkismálanefnd lýsi skoðunum á þessu enda geti það varla orðið það eina sem ráði niðurstöðunni, þegar nefndin skiptist í tvær jafnstórar fylkingar. Það sé því ríkisstjórnarinnar að komast að skynsamlegri niðurstöðu og það verði gert." Þá vitum við það hver fer með Icesave málið.

Mikil barátta í stjórnarandstöðu að baki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband