Leita í fréttum mbl.is

Jæja, nýr Forseti

verður að finnast úr því að Ólafur Ragnar ætlar ekki að fara fram aftur. Ég er hundfúll því að nú þarf að fara að leita að öðrum vinstrimanni til að fara að gera það sem Ólafur er búinn að læra svo vel á sínum fjórum kjörtímabilum. En að vera Forseti þjóðar lærir enginn á skömmum tíma.

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið í stöðugum vexti sína embættistíð. Núna er hann fullskapaður í embættinu en þá segir hann upp flytur í Mosfellsveit. Sem er skiljanlegt með tilliti til aldurs og mér og öðrum ber auðvitað að virða það.

Þetta leiðir hugann að kjörinu sjálfu. Bjóði tveir eða fleiri sig fram, þá er ekki hægt að halda því fam, eins og Ólafur gerði í nýjársávarpinu, að Forsetinn sé þjóðkjörinn. Til þess verður að kjósa í tveimur umferðum þannig að Forsetinn hafi ótíræðan meirihluta að baki sér. Ég kann ekki með hvaða hætti slíkt yrði framkvæmt ef það er þá hægt yfirhöfuð. En það gera Frakkar til dæmis.

Stjórnarskrártillögur Jóhönnu liggja nú fyrir. Þar rekur sig flest á annars horn og til viðbótar eru tillögurnar sem snerta breytingar á Forsetaembættinu sjálfu ekki öllum að skapi. Það er gersamlega útilokað að greiða atkvæði um þessar tillögur sem pakka eins og Jóhanna hefur haldið fram að gera eigi. Stjórnarskrárbreytingar á Alþingi að gera þegar þörf er á. Einhverjar skyndiráðstafanir eiga þar ekki við og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa þar litla burði til að hafa þar um forystu.

Ég vil þakka Ólafi forseta fyrir þjónustuna og allt það sem hann hefur gert fyrir þessa þjóð. Hann hefur verið mikilvirkur talsmaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og mun þýðingarmeiri en flestir gera sér grein fyrir. Ég var ekki hrifinn af honum þegar hann var kjörinn fyrst. En hann vann sig inn á mig og ég hefði núna engan annan kosið til embættisins á móti honum eftir Icesave. Ég óska honum velfarnaðar og hans ágætu konu henni Dorrit, hún er ekki hans sísta prýði slík manneskja sem hún greinilega er.

Jæja, þá getur vinstri-elítan farið að leita að nýjum Forseta úr sínum röðum,- aðrir munu ekki koma þar að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þú gleymir alveg afdrífaríkasta verki ÓRG, þegar hann neitaði fjölmiðlafrumvarpinu. Þar með fékk Jón Ásgeir frítt spil og hans menn i fjölmiðlaheiminum, og afleiðingarnar eru miklar enn í dag. Fátt, ef nokkuð sem þessi maður hefur gert hefur haft svo afdrifaríkar afleiðingar. Því verður hins vegar ekki neitað, að hann er heppinn og klókur. Icesave- málið rak á fjörur hans þegar hann var gjörsamlega búinn að spila rassinn úr buxunum í útrásinni. Með því að neita að samþykkja svikasamningana sá hann sér leik á borði að koma sér aftur í mjúkinn hjá almenningi, sem hefur mýfluguminni. Ólafur er ennþá sami grisinn og ég man eftir í menntaskóla fyrir mörgum árum. Hann hefur ekkert breyst.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.1.2012 kl. 15:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég þekki manninn ekki neitt og hef aldrei við hann talað.Ég sór þess eið að kjósa hann eftir Icesave. Nú þarf ég víst ekki að standa við það. Ég stend hinsvegar alveg  við það að hann hefur talað vel fyrir okkur á alþjóðavettvangi frá hruni.

Já, hann er lukkugrís greinilega.

Halldór Jónsson, 1.1.2012 kl. 15:58

3 Smámynd: Björn Emilsson

Ísland á sterkan leiðtoga þar sem Davíð Oddsson fer. Hvet alla sjálfstæða Islendinga að standa vörð um Lýðveldið Island og kjósa Davíð Oddsson næsta Forseta Islands.

Björn Emilsson, 1.1.2012 kl. 20:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til er aðferð, sem sums staðar er notuð þegar frambjóðendur eru fleiri en tveir, og miðar að því að fá fram úrslitin í einni umferð með því að kjósendur raði frambjóðendum á kjörseðlinum, þ. e. gefi upp hvern þeir vilji ef þeirra maður nær ekki kjöri.

Sem sagt: Að laða fram þann sem flestir geta sætt sig við.

Þótt þessi aðferð sé ekki gallalaus hefur hún reynst bærilega þar sem hún er notuð og hún sparar þann kostnað sem tvennar kosningar hafa í för með sér.

Ómar Ragnarsson, 1.1.2012 kl. 20:43

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðferðin ber heitið STV (Single Transferable Vote) og ég er býsna skotinn í henni eins og vinur minn og stjórnlagaráðsmaður Þorkell Helgason.

Hún fékk ekki brautargengi í ráðinu.

Ómar Ragnarsson, 1.1.2012 kl. 20:47

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Er ekki Ragna Árnadóttir hugsanlegt forsetaefni?

Kristinn Pétursson, 1.1.2012 kl. 23:48

7 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég sagði einmitt í dag við nærstadda, að ég myndi kjósa Davíð Oddsson væri hann í kjöri. Reyndar án þess að vita hverjir fleiri væru á metaskálunum.

Því miður hefur Davíð orðið fyrir meira einelti hjá þessari þjóð en dæmi er til um með aðra sambærilega. Heil útgáfumiðstöð gaf skotleyfi á hann og af stað fór fjöldahreyfing, þar sem hver endursagði eftir öðrum, hvað þessi blessaði maður væri slæmur. 

Rétt þar á undan hafði hann verið einn vinsælasti forystumaður þjóðarinnar.

Þeir sem höfðu unnið með honum, bæði flokkssystkin og úr öðrum flokkum, voru sammála um hans miklu kosti. Hann er flugmælskur, mjög skemmtilegur í góðra vina hópi (er sagt af vitnum), og það sem skiptir meira máli, hann er réttlátur þegar kemur að þörfum hins almenna manns. Um það höfum við mörg dæmi.

Hvað sem verður, þá er þetta hans síðasta tækifæri til að stíga fram og láta reyna á hvað hið mikla einelti hefur komið til leiðar. Hefur það eyðilagt hans status meðal þjóðarinnar, eða á hann enn inni þær vinsældir sem duga.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 2.1.2012 kl. 00:54

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir tækniupplýsingarnar Ómar,  en spurningin er hvort má hafa aðferð en þá sem við höfum notað?

Kristinn,

Ragna er ein alglæsilegasta  vinstrikona sem völ er á.

Emilson og Herlufsen

Ég vísa enn í skoðanakönnun mína hér á síðunni um hver það sé sem njóti mests trausts.

Þeir óbrjálaðir sem sáu Davíð tala við Björn á ÍNN þurfa ekki vitnana við. En Það er engin hætta á því að  þjóðin  kjósi nokkurntímann sjálfstæðismann í forseta, þjóðin er kommi.

Sigurður,ég held að Davíð komi ekki aftur því miður. En hver okkar vildi hann ekki til hvaða embættis sem er?

Gulli líkist honum dálítið af þessum núverandi þingmönnum. En rógsmaskínan sem gengur á þennan góða dreng er erfið viðfangs.  En ég held að Gulli hafi forystuhæfileika og hann er bæði klár og duglegur og létt persóna. En hann var svo duglegur að safna aurum fyrir íhaldið og sitt prófkjör að kommarnir ærðust og segja að hann sé gerspilltur sem hann er alls ekki. Sjálfir skiluðu kommarnir engu af því sem þeir söfnuðu en það spyr enginn um   það Rógurinn gengur bara á Gulla, Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn. En einhverntíman verða þeir uppiskroppa með drulluna ef okkar eigin flokksmenn halda ekki áfram eins og þeir eru eitthvað byrjaðir á.

Halldór Jónsson, 2.1.2012 kl. 01:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvorki Ragna Árnadóttir né Davíð eru frambærileg forseta efni að mínu mati, annað of veik hitt of frekt.  Vona svo sannarlega að okkur bjóðist eitthvað betra en það og best væri að skora á Ólaf Ragnar að gefa kost á sér eitt kjörtímabil í viðbót.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 03:04

10 Smámynd: K.H.S.

 Davið bíður sig ekki fram, allra síst nú þegar Jómóu lepparnir í hinu ólöglega stjórnlagaráði með Baugsómagann Gylfason sem forystusmið eru að gelda embættið.

Að vísu er sem betur fer egin #von til þess að nokkuð komi útúr því flani annað en tíma og peningasóun.

 .

K.H.S., 2.1.2012 kl. 04:11

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Ásthildur Cecil og Kári Hafsteinn

Þið hafið áramótahúmorinn í lagi. Ég var áður búinn að bena á að vera ekki með hugleiðingar um aðra en vinstrafólk.

Halldór Jónsson, 2.1.2012 kl. 07:26

12 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Nokkuð til í þessu hjá þér Halldór.    Þjóðin er kommi.  (allavega þegar kemur að forsetaembættinu) . Það embætti virðist nokkrn veginn frátekið að fenginni reynslu.   Þjóðin er það hins vegar ekki til lengdar þegar kemur að stjórnvöldum þessa lands.   Ástæðan er fyrst og fremst þeirra landlæga afturhaldssemi.

Athyglisverð aðferð sem Ómar minnist á.   Þessi umræða á eftir að verða hávær ef verða nokkrir frambjóðendur.  Gengur ekki lengur að  frambjóðandi geti náð kjöri með hugsanlega hálfu  prósenti yfir næst hæsta manni í atkvæðum talið.

P.Valdimar Guðjónsson, 2.1.2012 kl. 11:41

13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það væri svolítið spaugilegt að fylgjast með atkvæðagreiðslu vinstri manna ef þeir yrðu einir í framboði Davíð Oddsson og Ástþór Magnússon.

Mér dettur einna helst í hug að Salvör Nordal gæti verið góður kandidat. Hún náði með undraverðum hætti að stilla saman sundurleita hjörð þannig að svokallað Stjórnlagaráð náði að skila af sér drögum að stjórnarskrá. Ég þykist vita að það hafi ekki verið á hvers manns færi að sameina þann hóp. 

Svo kemur hún mjög vel fyrir og að mínu mati þyrfti þjóðin ekki að skammast sín fyrir hana sem fulltrúa sinn, auk þess hefur hún ekki verið áberandi í stjórnmálum fram að þessu, sem er ótvíræður kostur.

Kjartan Sigurgeirsson, 2.1.2012 kl. 14:05

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Eftir því sem ég hugsa þetta þá geðjast mér ekki af þessari sjortkutt aðferð hans Ómars. Þetta er of flókið og skapar ekki næga spennu. Ég gef skít í það þó tvær kosningar kosti eitthvað meira. Ef frakkar ekki gera það þá er  það nóg fyrir mig því þeir hafa miklu meiri lýðræðisreynslu en við.

Kjartan er Salvör nógu góður kommi? Ef hún er það þá skaltu venjaþig af því að tala vel um hana. Við SJálfstæðismenn eigum aldrei að viðurkenna neitt jákvætt við andstæðinginn í pólitík. Þá er jafnvel Ómar hundleiðingur og algerlega vonlaus valkostur í öllu þó að við teljum hann til höfuðsnillinga hversdags. Pólitík er bara enten eller. Sá sem ekki er með mér er á móti mér sagði Napoleon og hann vissi eitt og annað í pólitík.

Halldór Jónsson, 2.1.2012 kl. 18:15

15 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sæll Halldór, ekki veit ég hvenær kommi er nógu góður og hvenær ekki, það er af þeirri reynslu sem mér finnst vera komin á val á forseta lýðveldisins, þar virðist þjóðin alltaf hafa mestan áhuga á kommum eða í besta falli krötum. 

Af því leiddi að ég stakk upp á Salvöru frekar en Ólöfu systur hennar, sem ég held að seint verði sökuð um kommúnisma.  Því eins og haft var einhverntíma eftir Geir H. Haarde að ef sætasta stelpan á ballinu er ekki tilkyppileg  þá velur maður þá næst sætustu. 

Það er hér um bil jafn fáránletgt að láta sér detta í hug Ómar sem forseta eins og Jón Gnarr, hvað verður næst, vill fólk fá Þráin Bertelsson í embættið?

Kjartan Sigurgeirsson, 3.1.2012 kl. 08:46

16 Smámynd: Elle_

Og verið ekki hissa þó Þorvaldur Gylfason eða annar enn verri úr fullveldisafsalsröðunum færi nú að falsa sig inn í forsetaembættið. 

Maðurinn sem sagði opinberlega í RUV OKKAR að það ´væri hollt fyrir okkur að borga ICESAVE´ þykist núna vera voða annt um heimilin í landinu.

Og hvar nema í Jóhönnu-útvarpinu?  Þessu sama og við erum rukkuð fyrir hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Voðalegt bara ef einn af Brussel-sinnum Jóhönnu kæmist í forsetaembættið.  Þá væri nauðunginni ICESAVE líka troðið ofan í kok á okkur. 

Og ég er sammála Halldóri um núverandi forseta og ICESAVE.  Hann var nauðsynlegur og öflugur og er enn. 

Elle_, 3.1.2012 kl. 23:20

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú eru uppi kenningar um að forsetakosningarnar muni snúast um ESB. Kratarnir ætli að stefna að ESB sinnuðum forseta til að hann stöðvi ekki inngöngulög með bindnadi þjóðaratvkæði sem fara gegn ráðgefandi þjóðaratkvæði aðeins

Halldór Jónsson, 4.1.2012 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband