Leita í fréttum mbl.is

Bara aurinn !

er hugsjón Hreyfingarinnar og Guđmundar Steingrímssonar.

Önnur var öldin ţegar Jón Ólafsson langafi minn, f. 1850,hálfbróđir Páls Ólafssonar skálds og alţingismanns, var á Alţingi. En hann sagđi oftar af sér ţingmennsku heldur en nokkur ţingmađur í sögunni okkar og gaf skít í aurinn. Í eitt sinniđ var ţađ af ţví ađ hann gćti bara ekki setiđ ţar inni međ ţví vangefna fólki sem ţar inni vćri ađ finna og fór til Ameríku í fússi.Oft hugsar mađur um ţađ hvort sagan endurtaki sig ţegar mađur horfir á sumt af ţingliđinu.

Síđasta afrekiđ hjá honum var ţegar búiđ var ađ skaffa kallinum eftirlaun međ ţví ađ gera hann ađ konungkjörnum ţingmanni sem ţýddi góđ laun fyrir blankan mann í ellinni, ţá varđ hann svo vondur yfir ţví ađ Guđmundur landlćknir var skipađur í bygginganefnd Safnahússins viđ Hverfisgötu en ekki hann, ađ hann sagđi af sér ţessu hnossi og ellilaunum. En Jón hafđi ţá veriđ bókavörđur í Chicago um 9 ára skeiđ og ţóttist auđvitađ sjálfkjörinn vegna sérţekkingar sinar á bókasöfnum, sem vel kann ađ hafa veriđ rétt.

Jón Ólafsson sagđi sem sagt af sér konungkjörnu embćttinu og lét sig engu varđa ţó hann kćmist á vonarvöl međ sig og konuna á ţessu fljótrćđi sínu og vanstilltum skapsmunum. Hann varđ enn ađ hefja skriftir sem aldrei fyrr, gefa út sögur og ljóđ til ađ komast af ţar til dauđinn miskunnađi sig yfir ţennan ólátabelg og lukkuriddara áriđ 1916. Ţetta var ćvintýramađur og glćsimenni sem átti börn međ mörgum konum og er mikill ćttbogi frá honum kominn bćđi vestan hafs og austan. Ég rćfillinn hef hinsvegar bara veriđ kvćntur konunni minni einni í 50 ár frá ţví í desember. Mannjöfnuđur er ţví enginn viđ ţennan forföđur minn af minni hálfu.nema kannski í magamáli og hefur hann ţó vinninginn. Hann var skippund ađ ţyngd ţegar Hákon dóttursonur hans horfđi á hann vigta í Viđey en ég nć ţví ekki ţó stóra ístru líka hafi.

Daginn fyrir andlát sitt, 67 ára gamals ađ aldri, hitti hann mann á pósthúsinu sem spurđi hann um heilsufariđ. Jón svarađi međ ţessari vísu:

Höndin skelfur, heyrnin fer
helst ţó sálar kraftur,
sjónin nokkuđ ágćt er,
og aldrei bilar kjaftur.

Daginn eftir var ţessi frćgi skammakjaftur, Jón Ólafsson ritstjóri, allur.

Hann kom ţví til leiđar ađ ţingmenn ávörpuđu hvern annan í 3. persónu hćstvirtur og háttvirtur n-ti.bingmađur x-kjördćmis til ţess ađ ţingiđ héldi virđingu sinni.

Jón Ólafsson var hverjum manni kurteisastur í allri framkomu og mikill séntilmađur í hátt og mátti ekkert aumt sjá. "En pennann má hann aldrei ná í ţađ heljarskinn" sagđi einn samtíđarmađur um hann. Ţá var fjandinn laus og meiđyrđamálin og landflóttar hlutust af skrifum hans. Ţó beitti hann held ég oftar háđi en skítlegheitum eins og Traustasons-feđgar gera gjarnan. ţví fyndinn var hann og meinyrtur.

Páll hálfbróđir Jóns nýtur ţjóđaskáldsvirđingar. En samt var Jón Ólafsson ósvikiđ ţjóđskáld ef mađur skilgreinir hugtakiđ útfrá ţví hversu mikiđ af ţjóđinni kann kvćđi eftir hann. Má nefna Máninn hátt á himni skín sem jafn margir kunna og í Birkilaut eftir Pál, A,B.C D, eftir kemur...og margt fleira ţjóđţekkt.

Jón skrifađi kennslubók í hagfrćđi sem nýlega hefur veriđ endurútgefin, gaf út stafrófskver í 16000 eintökum á fyrsta tug síđustu aldar(Yrsa selst núna í mest 30,000) og kenndi ţjóđinni ađ lesa. Hann á nýyrđiđ lindarpenni ţví hann var umbođsmađur Parker. Hann kjaftađi herskip út úr Grant Bandaríkjaforseta á fylleríi međ honum í Hvíta húsinu og međfylgjandi búllugangi ţegar ţeir voru bunir ađ drekka Hvítahúsiđ ţurrt. Ţá varđ Jón ađ borga ţví Grant var blánkur. Á ţví herskipi sigldi hann međ herdeild rétt tvítugur á kostnađ Bandaríkjastjórnar sem úniformerađur 1st.lieutenant eđa tilsvarandi í US Navy til Alaska og rannsakađi landiđ međ tilliti til nýlendu fyrir Íslendinga. Mikil skýrsla sem hann skrifađi um förina er varđveitt í Library of Congress.

Allt ţetta má lesa í bókinni Ćvintýramađur eftir Gils Guđmundsson.

Jón Ólafsson setti hugsjónir ofar einhverjum skitnum krónum. Eitthvađ sem er óţekkt í dag, ţar sem bara aurinn rćđur afstöđu manna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharđsson

Hann langafi ţinn ćtti ađ vera stjórnmálamönnum góđ fyrirmynd. Af einhverjum ástćđum hefur hann fariđ framhjá mér í mínu grúski, en ég kannast ţó viđ ađ hafa lesiđ nafn hans í sambandi viđ, ađ koma á ţeirri góđu venju, varđandi ávarpiđ á ţingi.

Nú ţarf ég ađ nálgast ţessa bók sem ţú nefnir, kíki á bókasafniđ ţegar ég kem í land.

Stoltir menn sem meta hugsjónir meira en alt heimsins fé eru ţví miđur vandfundnir.

En ţeir eru örugglega hvorki í Besta flokknum né Hreyfningunni, svo mikiđ er víst.

Jón Ríkharđsson, 3.1.2012 kl. 23:59

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sćll frćndi og gleđilegt ár.

Takk fyrir góđan pistil um langafa. 

Bók hans um "Alaska-Lýsing á landi og lands-kostum ásamt skýrslu innar íslensku sendinefndar"  má sćkja sem pdf međ ţví ađ smella á krćkjuna sem er neđst á ţessari síđu frá 20. mars 2010: "Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alţingis- og ćvintýramađur 160 ára í dag..."

Ágúst H Bjarnason, 4.1.2012 kl. 16:44

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ţađ má kannski bćta ţví viđ ađ á blađsíđu 22 í ţessu eintaki bókarinnar fjallar Jón um Alaskaösp (Populus balsamifera)  sem Hákon Bjarnason dóttursonur hans sótti vestur um haf, líklega áriđ 1944:

"Ýmsar tegundir af poplar-viđi (Populus balsamifera og P. tremuloides) vaxa hér kynstrum saman, og oftast vel vaxin. In fyrr nefnda tegund vex međ vötnum fram, en in síđar nefnda á
harđvelli. In fyrr nefnda tegund verđr 40 til 60 feta á hćđ, og 2 til 3 fet ađ ţvermáli. En mjög er viđr ţessi mjúkr og linr"
.

Eiginlega finnst mér makalaust hve vel samin og nákvćm ţessi bók er, en hún kom út í Washington áriđ 1975 ţegar Jón var ađeins 25 ára.

Ég safnađi ţessum texta og myndum saman í Word skjal áriđ 2010 og vistađi sem pdf. Ţess vegna passar ekki saman blađsíđunúmeriđ sem er neđst á hverri síđu og efnisyfirlitiđ á bls. 5.

Ágúst H Bjarnason, 4.1.2012 kl. 17:30

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Ragnar,

Farđu endilega ´krćkjuna hans ágústar frćnda, ţá skilurđu betur nafna ţinn Ólafsson, sem varđ einum 20 sinnum ritstjóri,

Og frćndi Gústi, takk fyrir samantektina ţetta er skemmtilegt skjal fyrir okkur frćndfólkiđ

Halldór Jónsson, 4.1.2012 kl. 21:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband