Leita í fréttum mbl.is

Kadmíum fárið

í RÚV er orðið stórfurðulegt. Allar rásir eru undirlagðar af fréttum af því að Skeljungur hafi gert sig sekan um að flytja inn áburð sem inniheldur 159 mg./kg fosfórs í stað 50 mg. skv. séríslenskum reglum sem eru þessum mun strangari en heilagar Evrópusambandsreglur.

Það eru Kastljósviðtöl til að reyna pressa játningar útúr starfsmanni MAST, það er útvarpað um þetta í löngu máli á hverjum klukkutíma. Í fyrra var dreift áburði með þreföldu magni kadmíum miðað við okkar reglur. Skeljungur er sekur, sekur, sekur. Stórhætta á krabbameini, bla,bla bla. þetta er frétt fréttanna í útvarpi allra landsmanna. Yfirskyggir fréttir af atvinnusköpun, landflótta, stóriðjuframkvæmdum. Jafnvel sjálfur Steingrímur er sóttur í viðtal til að hafa skoðun á kadmíuminnihladi í áburði.

Hugsanlega kemur einhver auga á það að þrjár áburðardreifingar með 50 mg/kg jafngilda einni dreifingu með 150 mg/kg? Er landbúnaður að leggjast af á Íslandi? Hvað er búið að nota tilbúinn áburð lengi í þessu landi? 60 ár eða lengur? Hvað er uppsafnað kadmíum orðið mikið á grónum túnum landsins?

Gleðilegt kadmíum (f)ár góðir landsmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418442

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband