Leita í fréttum mbl.is

Hversu margar fórnir enn?

þurfum við að færa guðinum Schengen? Má bjóða honm líf íslenskra lögreglumanna og óbreyttra borgara?

Svo segir í Morgunblaðinu:

"Nýr veruleiki blasir við á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi en vísbendingar eru um að færst hafi í vöxt að félagar í erlendum og innlendum glæpahópum gangi vopnaðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju áhættumati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi hérlendis en þar segir einnig að lögregla hafi upplýsingar um að skammbyssum sé smyglað inn til landsins í einhverjum mæli og að teikn séu um að hér fari nú fram fíkniefnaframleiðsla til útflutnings...."

... Þá flokka fylla iðulega menn sem hlotið hafa herþjálfun erlendis og sýnt hafa af sér vilja til grófrar valdbeitingar, hömluleysi og hrottaskap...",

Þá segir einnig að umfang fíkniefnaframleiðslu hér á landi sé orðið það mikið að grunur leiki á að hluti framleiðslunnar sé fluttur úr landi. Reynist þetta rétt muni Íslendingar standa frammi fyrir kröfum um snörp viðbrögð og herta löggæslu."

Það verður ekki langt í það að kröfur komi fram um það að byssueign venjulegra íslenskra borgara og safnara verði takmörkuð. Byssur séu hættulegar. Slíkar frómar raddir leiða hinsvegar auðvitað glæpamenn til einkaréttar á byssueign með öllu sem því fylgir.

Hversvegna geta erlendir glæpamenn valsað hér út og inn meðan venjulegur Íslendingur kemst ekkert án vegabréfsins síns? Svarið er Schengen samningurinn sem Bretum datt ekki í hug að samþykkja þó þeir séu í ESB. En við erum auðvitað kaþólskari en páfinn eins og fyrri daginn með RARIk, Orkusöluna og allt það.Dæmdir brotamenn hafa valsað hér út og inn hvað sem endurkomubönnum líður.

Hversu miklar fórnir þarf Ísland enn að færa til að þjóna Evrópuhugsjóninni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418315

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband