Leita í fréttum mbl.is

Komið gott af endaleysunni !

Látum það vera þótt ráðherrarnir í ríkisstjórninni séu í hárinu á hvorum öðrum.Ögmundur vilji fara í þjóðaratkvæði en Össur er svo tapshræddur að hann vill bíða. Við búumst ekki við neinu öðrum af þeim.

Látum .að vera þótt Steingrímur J. Standi við töflu fyrir framan handfylli af einhverju liði sem er kallað stjórnmálaflið á bakvið hann, stuðningsmenn hans sem þó vildu ræða önnur mál fyrst áður en þeir færu að að hlusta á ræðu hans en fengu alls ekki. Horfi á hann svo sýna súlurit sem hann segir sanna að allt sé á uppleið í landinu þar sem hann segist hafa verið upptekinn við björgunarstörf frá afleiðingum nýfrjálshyggjunnar sem Jón Baldvin hefur staglast á árum saman og gerir jafnvel enn. Svo dreifir Steingrímur bæklingum til stuðningsmanna sinna til að vegsama árangur sinn í aðildarviðræðunum við ESB sem flokksmennirnir vildu einu sinni ræða en fá ekki lengur.

Það væri svo sem í lagi að þetta vinstra lið væri að leika sér í þessum pólitísku sandkössum sínum og eyða einhverjum peningum í dellur sínar eins og stjórnarskrármál og Evrópumál.Það er svo sem i lagi þó fólk sé svo vitlaust að sjá ekki landflóttann öðruvísi en að hann samanstandi af einhverju sérviskuliði sem ekki sjái ljósið hjá ríkisstjórninni og öllu sem hún er að gera fyrir land og lýð.
En það er bara ekki í lagi að þetta lið fái að leika sér svona áfram þegar landið svona fýkur burt og hvert árið af öðru fer í aðgerðaleysi.

Þjóðinni fossblæðir. Ekki er tekin ákvörðun um neinar framkvæmdir sem öllu máli skipta heldur hreykt sér af samráði, samræðum og bollaleggingum um mörg þúsund störf í framtíðinni þegar hlýnun jarðar hefur opnað norðurskautsleiðina og olían streymir frá drekasvæðinu. Bull og þvæla kemur í stað alls sem máli skiptir þar sem þetta lið nær ekki saman um neitt nema að halda áfram viðræðum við ESB sem þjóðin vill ekki.
Það er þetta sem er það alvarlega í þessu aðgerðaleysisástandi. Þó að útgerðin hafi aldrei gengið betur og stóriðjan sem fyrir er, þá eru fleira í landinu sem verður að sinna strax. Það eru heimilin sem hafa verið svikin ekki einu sinni heldur oft um að eitthvað sé gert í málefnum þeirra.

Þó að Hreyfingin fái kaup í einhverja mánuði lengur þá ætti hún að skammast sín og hætta að pína þjóðina svona. Meira að segja kynnu einhverjir að þakka henni fyrir að láta hendur standa fram úr ermum og knýja fram kosningar strax.Þetta getur ekki gengið svona áfram endalaust.

Það er löngu komið gott af þessari endaleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, alveg satt Halldór.  Nú er komið yfirdrifið nóg af endaleysu og vitleysu.

Elle_, 29.2.2012 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 4930
  • Frá upphafi: 3194549

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4069
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband