Leita í fréttum mbl.is

Hestamenn

eru ótrúlegur þrýstihópur. Ég hef margoft upplifað hvernig þeir ráðast til atlögu við stjórnmálamenn með þvílíku offorsi og hótunum um að fella þá með samstilltu átaki í kosningum ef þeir ekki makki rétt. Og ég hef jafnoft séð stjórnmálamenn pissa undir af hræðslu við þetta fólk sem auðvitað gæti aldrei staðið við stóru orðin.Eru ekkert nema venjulegt fólk án pólitísks samtakamáttar.

Nýjasta dæmið er skv. Mogga " Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem hefur kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem lagt er til að fasteignagjöld á hesthús verði færð til um flokk sem leiða myndi til lækkunar gjalda. Með lögunum er ákvarðað að hesthús falli undir flokk með íbúðarhúsum og fleiri mannvirkjum.

Frumvarpið snýst um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. Breytingin er í a-lið 3. málsgreinar 3. greinar sem í dag er þannig:

„Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.“

Skotið er inn orðinu hesthús á eftir „tengd eru landbúnaði“ og eru hesthús þannig felld undir gjaldflokk sem bera skatt sem miðaður er við allt að 0,5% af fasteignamati. Framkvæmd sveitarfélaga varðandi skatthlutfall á slíkum eignum hafa ekki verið einhlít en með lagabreytingunni er textinn skýr hvað þetta varðar. Þá segir í ákvæði til bráðabirgða að sveitarstjórn sé heimilt að lækka álagningu fasteignaskatts á árinu 2012 á hesthús þannig að álagningarhlutfall þeirra eigna sé það sama og annarra fasteigna skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laganna.

Frumvarpsdrögin hafa verið send þingflokkum stjórnarflokkanna til afgreiðslu en þingflokksfundir eru haldnir í dag."

Hvað skeði? Jú, fasteignagjöld á hesthúsum voru færð í sama flokk og flugskýli einkaflugmanna. Sá hópur nýtur einskis nema fjandskapar af opinberri hálfu af hendi allra stjórnmálamanna sem nálægt koma. Þeir sæta ítrustu skattlagningu og gjaldtöku sem drýldnir embættismenn geta upphugsað allt frá Ólafi Ragnari Grímssyni sem fjármálaráðherra greiddi þeim þyngsta höggið með virðisaukjaskatti á einkaflugvélar. Síðan er er varla nokkur leið að stunda einkaflug sem er þó grasrótin að flugmannastéttinni sem við virðumst hafa not fyrir í flugstarfseminni.

En truntukallar sem eru bara að skemmta sér og leggja ekkert till samfélagsins nema óþrif og skítalykt, þeir fá ráðherrann til að hlaupa til og lækka fasteignagjöld af hesthúsum, sem honum kemur akkúrat ekkert við þar sem það seru sveitarfélögin sem fara með skattlagningarvaldið á bæði flugskýli og hesthús. Að hugsa sér hversu stórkostlegur þessi þrýstihópur hestmanna er,sem getur látið ráðherra hlaupa til með þessum hætti.

Það er líklega ekki mikil hætta á að þessi sami ráðherra eða þingmenn í stjórnarflokkunum eða jafnvel öðrum flokkum gjói svo mikið sem einu auga til einkaflugsins, sem borgar fullt gjald af sínum fátæklegu skýlum meðan hesthús með sánum og palisanderklæðningum í hólf og gólf eiga að fá sérmeðferð.

Einkaflugmaðurinn verður að kosta nám sitt og síþjálfun sjálfur, borga læknisskoðanir árlega sem kosta tugþúsundir, borga stórgjöld til ríkisins vegna "skoðana og eftirlits" flugvélanna sem er varla nokkuð í raun enda óþarft með öllu, sæta bensínverði einokunarolíufélaganna sem leika flugið grátt með samstilltu okri á flugbensíni. En truntukallinn borgar ekki neitt, hesturinn ekki heldur en heimtar að lagðir séu reiðvegir fyrir hann um allt land án þess að borga þungaskatt af bikkjunni.Látið mig þekkja þetta lið, ég var á hestbaki sjálfur í þrjátíu ár jafnframt fluginu.

Svei þér Ögmundur fyrir að láta fara svona með þig af þessu liði.Og svei þeim þingmönnum sem láta þetta fram fara án þess að æmta né skræmta.

Flugmenn og hestamenn, þeir eru greinilega misþungir í atkvæðavægi í hugum jafnaðarmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst ef lækka þarf skatta til laga fjárlaga allan megi lækka skatta á lykil fjármálastofnum  sem velta honum bara aftur á viðkiptavini sína.

Júlíus Björnsson, 5.3.2012 kl. 22:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sammála þér Halldór.

Það er ekki bara einkaflugið sem fer halloka í samanburði við truntumennskuna, nær öll dægrastytting sem fólk velur sér fer halloka fyrir þessu svokallaða sporti.

Þá virðist ekki vera gerður neinn greinarmunur á því hvort fólk er með hesthús og truntur til einkanota eða hvort um atvinnustarfsemi er að ræða. Það vita allir að þeir sem stunda þessa iðju í atvinnuskyni eru að hafa nokkuð góðar tekjur af því, mun meiri en opinberar tölur gefa til kynna!

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2012 kl. 07:19

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar, takk fyrir þessar undirtektir. Þú grípur einmitt á stórmálinu sem er hvílíkur heljarbísness sem er í kringum trunturnar og mest af því eer allt í neðanjarðarhagkeerfinu. ÞAð er ekkert upi á borðinu í kringum folatolla, hrossakaup, hestaleigur. Þetta fer allt fram í nafni alþýðusports sem það er ekki þegar svona fósar eins og Finnur og Óli í Samskip kaupa merar fyrir milljónatugi fyrir fé sem almenningur er ekkert viss um að sé vel fengið. Bátasportið, fornbílaklæubbarnir og flugið er allt skráð til samanburðar oig borgar hæsgtu gjöld. Þá rýjur Öggi til og ætlar að lækka allt fyrir truntukallana.

Halldór Jónsson, 6.3.2012 kl. 16:59

4 Smámynd: Björn Emilsson

Gott hjá þér Halldór. Gaman að heyra hvað jonas.is hefur að segja, sá mikli truntukall.

Björn Emilsson, 6.3.2012 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband